Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 10
[Hlutabréf]
Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði
696 milljóna króna hagnaði árið
2006 samanborið við um 7,2 millj-
arða króna hagnað árið áður. Þetta
er níutíu prósenta samdráttur sem
skýrist af því að félagið naut ekki
mikilla gengishækkana á eignar-
hlut þess í Landsbankanum eins
og raunin varð árið 2005.
Fjárfestingatekjur voru 4.808
milljónir króna og drógust saman
um 37,6 prósent.
Á fjórða ársfjórðungi nam
hagnaður félagsins 232 milljónum
króna sem var heldur undir meðal-
talsspám greiningardeilda, upp á
389 milljónir króna.
TM óx gríðarlega á síðasta ári
með kaupum á norska trygginga-
félaginu Nemi og hækkuðu eignir
félagsins úr 30,8 milljörðum í 69,4
milljarða. Bókfærð iðgjöld sam-
stæðunnar jukust um 61 prósent
og voru 9.682 milljónir. Tekjur af
iðgjöldum á Íslandi jukust um 21
prósent og voru 7.282 milljónir.
Rekstrartap varð af vátrygg-
ingastarfsemi sem nam 358 millj-
ónum króna í fyrra en í tilkynn-
ingu frá félaginu segir að
tjónaþróun á frjálsum ökutækja-
tryggingum, sem voru reknar með
miklu tapi, og slysatryggingar sjó-
manna séu áhyggjuefni. Á fjórða
ársfjórðungi var tap af vátrygg-
ingastarfsemi upp á 183 milljónir
króna. Brugðið var á það ráð að
hækka iðgjöld og auka forvarna-
starf til að bregðast við þessari
þróun.
Lagt er til að hluthafar fái sam-
tals einn milljarð króna í arð fyrir
árið 2006 en það er allur hagnaður
ársins og gott betur.
Hagnaður TM dróst
saman um 90 prósent
Eignir tvöfölduðust en ennþá er tap af trygginga-
starfseminni. Hagnaður síðasta árs nam 696 milljón-
um króna. Lögð er til arðgreiðsla upp á milljarð.
Tryggingardeild Lífeyrissjóðs
Norðurlands skilaði 8,6 prósenta
raunávöxtun á síðasta ári. Nafn-
ávöxtun var 16,2 prósent. Afkoma
sjóðsins skýrist fyrst og fremst af
hækkun á erlendum eignum, aðal-
lega hlutabréfum. Erlendir mark-
aðir sýndu góða ávöxtun á síðasta
ári og því til viðbótar lækkaði
gengi krónunnar.
Þá varð ágæt ávöxtun á tveimur
söfnun í séreignadeild sjóðsins;
Safn 1 skilaði 20 prósenta ávöxtun
en Safn II 22 prósentum.
Eignir LN námu 56,4 milljörðum í
árslok og hækkuðu um 8,9 milljarða
króna á milli ára sem er um 18,7 pró-
senta hækkun.
Raunávöxtun
LN 8,6 prósent
Landsbankinn og Landsvirkjun hafa stofn-
að saman alþjóðlega fjárfestingarfélagið
HydroKraft Invest sem ætlað er að fjár-
festa á erlendri grundu í verkefnum sem
tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu.
Sérstök áhersla er lögð á vatnsafl. Skrifað
var undir samning um stofnun félagsins í
gær.
Landsbankinn og Landsvirkjun leggja
til tvo milljarða króna í hlutafé hvort. Þá
stendur til að safna hér hlutafé og sölu-
tryggir Landsbankinn hlutafé fyrir einn
milljarð króna til viðbótar. Í kjölfarið er
ráðgert að skrá HydroKraft Invest á
erlendan hlutabréfamarkað.
Félagið er af svipuðum meiði og Geysir
Green Energy sem Glitnir, FL Group og
verkfræðistofan VGK hönnun stofnuðu í
byrjun janúar, en þar er áhersla lögð á
jarðvarma.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar-
formaður Landsvirkjunar, upplýsti að
Landsbankamenn hefðu komið á fund
þeirra í Landsvirkjun fyrir rúmri viku.
„Og drög voru lögð að því sem nú er verið
að undirrita,“ sagði hann. Björgólfur Guð-
mundsson segir hugmyndina hafa kvikn-
að í haust og unnið hafi verið að undirbún-
ingi síðan þá. Björgólfur og Jóhannes
skrifuðu í gær undir samninginn um
stofnun félagsins, ásamt þeim Sigurjóni
Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans,
og Friðriki Sophussyni, forstjóra Lands-
virkjunar.
HydroKraft Invest er ætlað að leiða
umbótaverkefni á sviði orkumála erlend-
is, einkum í Evrópu. Áhersla verður lögð á
tæknilegar og rekstrarlegar endurbætur
á eldri vatnsaflsvirkjunum.
Landsbanki og Landsvirkjun í samstarf
Stofnað var í gær félagið HydroKraft Invest um fjárfestingar í endurnýjanlegri orkuvinnslu.
www.ellingsen.is
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Meðal fjölda nýjunga á
sýningunni má nefna hin frábæru
Fleetwood Evolution-fellihýsi.
Þau eru eins og sniðin að
íslenskum fjallvegum, með
flutningspalli fyrir fjórhjól,
torfæruhjól eða önnur
útivistarleikföng.
Opið laugardag 10–16
sunnudag 12–16
Nýjasta nýtt í fellihýsum
Sýning um helgina