Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 10
[Hlutabréf] Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði 696 milljóna króna hagnaði árið 2006 samanborið við um 7,2 millj- arða króna hagnað árið áður. Þetta er níutíu prósenta samdráttur sem skýrist af því að félagið naut ekki mikilla gengishækkana á eignar- hlut þess í Landsbankanum eins og raunin varð árið 2005. Fjárfestingatekjur voru 4.808 milljónir króna og drógust saman um 37,6 prósent. Á fjórða ársfjórðungi nam hagnaður félagsins 232 milljónum króna sem var heldur undir meðal- talsspám greiningardeilda, upp á 389 milljónir króna. TM óx gríðarlega á síðasta ári með kaupum á norska trygginga- félaginu Nemi og hækkuðu eignir félagsins úr 30,8 milljörðum í 69,4 milljarða. Bókfærð iðgjöld sam- stæðunnar jukust um 61 prósent og voru 9.682 milljónir. Tekjur af iðgjöldum á Íslandi jukust um 21 prósent og voru 7.282 milljónir. Rekstrartap varð af vátrygg- ingastarfsemi sem nam 358 millj- ónum króna í fyrra en í tilkynn- ingu frá félaginu segir að tjónaþróun á frjálsum ökutækja- tryggingum, sem voru reknar með miklu tapi, og slysatryggingar sjó- manna séu áhyggjuefni. Á fjórða ársfjórðungi var tap af vátrygg- ingastarfsemi upp á 183 milljónir króna. Brugðið var á það ráð að hækka iðgjöld og auka forvarna- starf til að bregðast við þessari þróun. Lagt er til að hluthafar fái sam- tals einn milljarð króna í arð fyrir árið 2006 en það er allur hagnaður ársins og gott betur. Hagnaður TM dróst saman um 90 prósent Eignir tvöfölduðust en ennþá er tap af trygginga- starfseminni. Hagnaður síðasta árs nam 696 milljón- um króna. Lögð er til arðgreiðsla upp á milljarð. Tryggingardeild Lífeyrissjóðs Norðurlands skilaði 8,6 prósenta raunávöxtun á síðasta ári. Nafn- ávöxtun var 16,2 prósent. Afkoma sjóðsins skýrist fyrst og fremst af hækkun á erlendum eignum, aðal- lega hlutabréfum. Erlendir mark- aðir sýndu góða ávöxtun á síðasta ári og því til viðbótar lækkaði gengi krónunnar. Þá varð ágæt ávöxtun á tveimur söfnun í séreignadeild sjóðsins; Safn 1 skilaði 20 prósenta ávöxtun en Safn II 22 prósentum. Eignir LN námu 56,4 milljörðum í árslok og hækkuðu um 8,9 milljarða króna á milli ára sem er um 18,7 pró- senta hækkun. Raunávöxtun LN 8,6 prósent Landsbankinn og Landsvirkjun hafa stofn- að saman alþjóðlega fjárfestingarfélagið HydroKraft Invest sem ætlað er að fjár- festa á erlendri grundu í verkefnum sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu. Sérstök áhersla er lögð á vatnsafl. Skrifað var undir samning um stofnun félagsins í gær. Landsbankinn og Landsvirkjun leggja til tvo milljarða króna í hlutafé hvort. Þá stendur til að safna hér hlutafé og sölu- tryggir Landsbankinn hlutafé fyrir einn milljarð króna til viðbótar. Í kjölfarið er ráðgert að skrá HydroKraft Invest á erlendan hlutabréfamarkað. Félagið er af svipuðum meiði og Geysir Green Energy sem Glitnir, FL Group og verkfræðistofan VGK hönnun stofnuðu í byrjun janúar, en þar er áhersla lögð á jarðvarma. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, upplýsti að Landsbankamenn hefðu komið á fund þeirra í Landsvirkjun fyrir rúmri viku. „Og drög voru lögð að því sem nú er verið að undirrita,“ sagði hann. Björgólfur Guð- mundsson segir hugmyndina hafa kvikn- að í haust og unnið hafi verið að undirbún- ingi síðan þá. Björgólfur og Jóhannes skrifuðu í gær undir samninginn um stofnun félagsins, ásamt þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, og Friðriki Sophussyni, forstjóra Lands- virkjunar. HydroKraft Invest er ætlað að leiða umbótaverkefni á sviði orkumála erlend- is, einkum í Evrópu. Áhersla verður lögð á tæknilegar og rekstrarlegar endurbætur á eldri vatnsaflsvirkjunum. Landsbanki og Landsvirkjun í samstarf Stofnað var í gær félagið HydroKraft Invest um fjárfestingar í endurnýjanlegri orkuvinnslu. www.ellingsen.is Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Meðal fjölda nýjunga á sýningunni má nefna hin frábæru Fleetwood Evolution-fellihýsi. Þau eru eins og sniðin að íslenskum fjallvegum, með flutningspalli fyrir fjórhjól, torfæruhjól eða önnur útivistarleikföng. Opið laugardag 10–16 sunnudag 12–16 Nýjasta nýtt í fellihýsum Sýning um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.