Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 54
17. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR12 fréttablaðið eurovision
Umsjónarmaður stærstu Euro-
vision-aðdáendaheimasíðu
heimsins, Barry Viniker, verður
sérstakur gestur á úrslitakvöldi
íslensku Eurovision-undan-
keppninnar. Hann hefur verið
aðdáandi hátíðarinnar frá
árinu 1985 en hann segir að
Ísland sé eitt af sínum uppá-
haldsþátttakendum í keppn-
inni.
Barry var aðeins fimm ára gamall
þegar hann fyrst byrjaði að hafa
áhuga á Eurovision. Það var árið
1985, þegar Bobbysocks frá Noregi
komu, sáu og sigruðu. „Þetta
norska lag var fullkomið fyrir
fimm ára dreng. Lagið var svo
grípandi að ég var heltekinn af því
í um það bil ár. Síðan þá byrjaði ég
að fylgjast með á hverju ári, byrj-
aði síðan að skrifa um keppnina,
gekk til liðs við heimasíðuna (www.
esctoday.com) og stjórna henni
núna. Þetta hefur rúllað eins og
snjóbolti og í ár heimsæki ég sem
dæmi undankeppnir í níu löndum
og skrifa um þær á heimasíðunni.“
Barry er ekki alveg viss hversu
oft hann hafi mætt á sjálf úrslitin
en finnst líklegt að heimsóknirnar
séu orðnar átta. Hann hefur þó
eingöngu tvisvar verið á staðnum
á sjálfu úrslitakvöldinu þar sem
honum finnst algjörlega nauðsyn-
legt að sjá útsendinguna hjá BBC,
þar sem Terry Wogan hefur lýst
keppninni síðan árið 1980.
Spurður um uppáhaldsúrslita-
kvöld segir Barry að nokkur komi
til greina. „Árið 1985, því það var
mín fyrsta keppni og þá unnu
Norðmenn líka í fyrsta skiptið.
1991, því þar var virkilega spenn-
andi keppni á milli Svíþjóðar,
Frakklands og Ísraels. Dana Inter-
national árið 1998 var einnig mjög
minnisstæð. Eftir að þátttakend-
um var fjölgað í keppninni er
spennan hins vegar aldrei eins
mikil og hún var alltaf.“ Barry er
nokkuð fylgjandi því að núverandi
formi verði breytt, það er að segja
að undanúrslitakvöldið verði
skipulagt öðruvísi því að minni
spámenn á borð við Ísland, Portú-
gal og Belgíu eiga þar erfitt upp-
Vill Siggu Beinteins aftur í Eurovision
Barry Viniker, umsjónarmaður stærstu Eurovision-aðdáendasíðunnar á netinu, www.esctoday.com, ásamt hetjunum sínum í
Bobbysocks sem hann hitti í undankeppninni í Noregi á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/
dráttar. Annars segist Barry afar
ánægður með sjálft úrslitakvöldið
á laugardeginum.
Barry er á leið hingað til lands í
fyrsta skiptið en hann hefur lengi
fylgst vel með undankeppninni
hérlendis. Uppáhaldsframlag
Íslendinga til Eurovision er að
mati Barry Nætur, með Siggu
Beinteins, en hún er í sérstökum
metum hjá Barry. „Mér hefur
líkað vel við öll lögin hennar í
Eurovision. Ég vona bara að hún
prófi að keppa einu sinni til við-
bótar. Henni hefur gengið afskap-
lega vel til þessa og Íslendingar
þurfa á góðum úrslitum að halda á
næstum tveimur árum.“
Barry hefur hlustað á öll lögin
sem keppa í íslensku undan-
keppninni í ár og líst vel á. Hann
segir að nokkur laganna eigi
góðan möguleika á að komast til
Helsinki en er ekki tilbúinn að
gefa upp hvaða lög það eru. Með
tilliti til sigurvegara í aðalkeppn-
inni undanfarin ár telur Barry
samt nokkuð víst að venjulegt
Júró-popp eða ballaða muni
standa uppi sem sigurvegari í
Helsinki.
En af hverju er Eurovision
svona vinsælt? „Af því að það er
skemmtilegt og kitsch. Þetta er
búið að vera í gangi í 52 ár og allt
sem nær að halda út svo lengi
þróar með sér költ-aðdáendahóp,“
segir Barry að lokum, hýr á brá.
steinthor@frettabladid.is
Hver er maðurinn? Ég hef haft
tónlist sem aðalatvinnu. Ef ég ætti
að lýsa mér sem einstaklingi þá
myndi ég segjast vera fókuserað-
ur, opinn, sanngjarn, jákvæður og
sigurstranglegur!
Áður í Eurovision? Ég varð í
þriðja sæti í þessari keppni í fyrra
en það er í eina skipti sem ég hef
tekið þátt. „Það sem verður“ hét
það lag. Í fyrra átti ég líka lag sem
Geir Ólafsson söng.
Hvernig tónlist hlustarðu á? Ég
hlusta mikið á gamla tónlist eins og
Elvis og Van Morrison. Svo hlusta
ég á það sem er að gerast í dag.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir
kvöldið í kvöld? Ég ætla að ein-
beita mér að því að ná fullri heilsu
og fara í þetta með rétta hugarfar-
ið. Vera rétt einbeittur til að syngja
fyrir fólkið heima í stofu. Annars
er ég ekki hlynntur miklum breyt-
ingum fyrir svona. Ég lifi heil-
brigðu lífi þannig að þetta er allt í
góðu.
Hvað gerirðu ef þú sigrar í
kvöld? Ég ætla að garga úr mér
lungun. Ég hef fylgst með Euro-
vision síðan ég man eftir mér og er
mikill áhugamaður um keppnina.
Þetta er mér mikið hjartans mál.
Ég ætla að fara fyrir hönd þjóðar-
innar og gera þetta með stæl. Ég er
fullviss um að þetta sé lagið sem
geti komið okkur upp úr undanriðl-
inum.
Besta íslenska Eurovisionlag
allra tíma? Það er Nína.
Hjartans mál
að sigra
900 2001
Titill: Eldur
Flytjandi: Friðrik Ómar
Höfundur: Grétar Örvarsson, Kristj-
án Grétarsson
Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir
Grímur kokkur ehf | sími 481 2665 | grimurkokkur@grimurkokkur.is | www.grimurkokkur.is
Munið eftir
bolludeginum
mánudaginn 19. febrúar
Gríms fiskibollur
eru hollar og góður kostur fyrir þá sem
hugsa um heilsuna. þær eru fulleldaðar og
þarf aðeins að hita upp í ofni eða á pönnu
og innihalda aðeins um 1% fitu.