Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 60

Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 60
 17. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR18 fréttablaðið eurovision Hver er maðurinn? Ég starfa ein- göngu sem tónlistarmaður og hef gert það síðastliðin sjö ár. Ég er mikið í afmælum, brúðkaupum og alls kyns veislum auk þess sem ég skemmti oft á börum bæjarins. Svo á daginn nýti ég tímann til að vera með börnunum mínum. Áður í Eurovision? Ég tók þátt í fyrsta skipti í fyrra þegar ég söng lagið Hjartaþrá. Svo söng ég bak- raddir hjá Bjartmari í einu lagi. Hvernig tónlist hlustarðu á? Það eru Bítlarnir númer eitt, tvö og þrjú. Annars er ég algjör alæta á tónlist og hlusta á hvað sem er. Ég var að fá mér nýja diskinn með Justin Timberlake og finnst hann æðislegur. Ég kaupi mér allt. Svo hef ég einnig mjög gaman af því sem gerist hér á Íslandi. Hvernig undirbýrðu þig fyrir kvöldið? Það skiptir miklu máli að ná góðum svefni kvöldið áður en annars undirbý ég mig ekkert sérstaklega. Það verður væntan- lega góð stemning í Verinu þar sem þetta er tekið upp og maður reynir bara að vera rólegur að hanga með öðrum keppendum. Yfirleitt þegar ég er að fara að syngja reyni ég að borða ekkert of þungan mat. Svo reyni ég að borða um fimmleytið því það er svo vont að syngja með fullan maga. Hvað gerirðu ef þú sigrar í kvöld? Fer til Helsinki. Besta íslenska Eurovisionlag allra tíma? Það er engin spurning, Gleðibankinn. Skiptir máli að ná góðum svefni 900 2009 Titill: Áfram Flytjandi: Sigurjón Brink Höfundur: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Sigurjón Brink Texti: Jóhannes Ásbjörnsson Hver er maðurinn? Ég er tónlist- armaður, fótboltamaður og banka- maður. Ég er formaður strákafé- lagsins Styrmis sem er knattspyrnulið. Áður í Eurovision? Nei. Mig hefur samt alltaf langað til að prófa þó þetta hafi kannski ekki verið neinn draumur. Ég er þó áhugamaður um Eurovision. Hvernig tónlist hlustarðu á? Allt nema kántrí og þungarokk. Ég hef alltaf verið hrifinn af Saint Etienne og Portishead svo eitt- hvað sé nefnt. Hvernig undirbýrðu þig fyrir kvöldið? Ég æfi mig aftur, aftur og aftur. Svo kaupi ég mér græn epli. Annars er maður ekkert að stressa sig. Ég ætla bara að hafa gaman að þessu. Hvað gerirðu ef þú sigrar í kvöld? Þá á ég eftir að öskra húrra og brosa út að eyrum. Svo mun ég kyssa fullt af fólki. Besta íslenska Eurovisionlag allra tíma? Ekki spurning, það er All out of luck. Hlustar á allt nema kántrí og þungarokk 900 2008 Titill: Þú tryllir mig Flytj- andi: Hafsteinn Þórólfsson Höfundur: Hafsteinn Þór- ólfsson Texti: Hafsteinn Þórólfsson, Hannes Páll Pálsson Hver er maðurinn? Ég heiti Jón Jósep Snæbjörnsson, kallaður Jónsi. Ég er atvinnutónlistarmaður og kvæntur tveggja barna faðir. Konan mín er í skóla og það gengur fyrir þessa dagana þannig að ég er mikið í því að sjá um strákana mína og heimilið ásamt því að sinna mínu aðaláhugamáli sem er vinnan. Áður í Eurovision? Já, ég tók þátt fyrir Íslands hönd í Istanbúl árið 2004 með lag eftir Svein Rúnar Sigurðsson, Heaven, sem valið var af dómnefnd. En ég hef hins vegar ekki tekið þátt í forkeppni Euro- vision áður. Hvernig tónlist hlustarðu á? Vil- hjálm Vilhjálmsson, Chris Corn- ell, Audioslave, Dixie Chicks, John Coltrane, At the Drive-in, Muse, Halla og Ladda, System of a Down, Foo Fighters, Faith Hill, Bang Gang, Massive Attack, Justin Tim- berlake, Pink Floyd, Dolly Parton, Kurt Nilsen, Bic Runga, Cardig- ans, Beck og fleiri og fleiri. Hvernig undirbýrðu þig fyrir kvöldið? Reyni að passa að borða hollt og nóg, reyni að fá nægan svefn (tekst aldrei!), læt búninga-, förðunar- og hárfólk sjá um sitt, syng lagið mitt aftur og aftur og aftur, rækta sál og líkama og hlusta á konuna mína, sem hefur yfirleitt alltaf rétt fyrir sér. Hvað gerirðu ef þú sigrar í kvöld? Ætli ég verði ekki ægilega glaður og þakklátur, þakki þeim frábæra hóp sem ég hef fengið að vinna með að þessu og lagi og byrji síðan að vinna í því að gera mitt allra besta í keppninni í vor. Fer svo út og rústa Finnland. Besta íslenska Eurovisionlag allra tíma? Nína, það er ótrúlega fín laglína, flutt af frábærum flytjendum. Lag sem verður aldrei hallærislegt og gæti hafa verið samið á hvaða tíma sem er. Rústa Finnland ef ég vinn 900 2007 Titill: Segðu mér Flytjandi: Jónsi Höfundur: Trausti Bjarnason Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.