Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 68

Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 68
heimaerbest Húsið sem Sigrún og Ingvar búa í stendur undir hárri hlíð, nærri flugvellinum á Akureyri. „Jón Sveinsson bæjarstjóri byggði þetta hús 1954,“ segir Sigrún um leið og hún býður í bæinn. Tekur fram að þar sé ekki um barna- bókahöfundinn að ræða. „Nonni er hins vegar nágranni minn og ég heilsa honum alltaf á morgnana,“ bætir hún við brosandi og bendir í átt að styttu skáldsins. Þegar haft er orð á gróðursæld í kringum hana segir hún hlæjandi. „Barna- barnið mitt spurði mig líka: „Amma, átt þú garð alveg upp að Súlum?“ en það er nú ekki alveg þannig.“ Sigrún kveðst strax hafa fundið sig heima í þessu húsi. „Þegar ég kom hér inn fannst mér allt svo kunnuglegt og áttaði mig svo á því að húsið er spegilmynd af prófess- orsbústaðnum við Aragötuna í Reykjavík sem ég fékk undir Hag- nýta fjölmiðlun. Þannig að svefn- herbergið mitt núna er gamla skrifstofan mín þar og stofan mín gamla kennslustofan. Hér var samt byggt við á 10. áratugnum og stofan stækkuð.“ Sigrún á marga fallega hluti og segist gjarnan blanda saman gömlu og nýju. „Ég er ekki gefin fyrir að henda öllu út og byrja upp á nýtt en forðast líka að hrúga miklu í kringum mig. Vil hafa pláss og frekar hreinar línur,“ útskýrir hún. Stofusófinn er norskur. Hann er úr sófasetti sem Sigrún kveðst hafa keypt fokdýrt á námsárunum í Noregi. „Þegar ég flutti heim frá Danmörku í fyrra fannst mér stól- arnir orðnir slitnir en sófinn ágæt- ur og var á tímabili að hugsa um að kaupa nýtt sett en fann ekkert. Svo daginn áður en ég fór frá Kaupmannahöfn fórum við inn í antikbúð. Þá biðu þar eftir mér gulir stólar, gamalt borð, komm- óða og hjólaborð. Allt eftir Hans J. Wegner, sem er einn af þekktustu hönnuðum Dana og nú er nýlátinn. Þannig að á hálftíma breyttist framtíð gamla sófans og í stað þess að lenda á haugunum komst hann í gott danskt selskap og mun að líkindum fylgja mér það sem eftir er.“ Fyrir ofan sófann hangir stór mynd eftir Þorra Hringsson. „Þessi mynd er mér mjög heilög og hefur fylgt mér frá 1987 er ég bjó á Flókagötunni,“ segir Sigrún og síðan kemur falleg saga. „Ég leit myndina fyrst í þætti á Stöð 2 þar sem verið var að segja frá sýningaropnun. Ég skáskaut augum á hana og hugsaði að þessa mynd langaði mig að eignast. Sá inn í hvaða gallerí hún hvarf og fékk að fara þar inn áður en sýn- ingin var opnuð. Ég sló máli á myndina og með því að snúa öllu við var smá möguleiki að koma henni fyrir heima. Hún hefur fylgt mér síðan og mér finnst hún alltaf fallegri og fallegri.“ gun@frettabladid.is Gamli sófinn í góðum selskap Sigrún fann strax og hún kom inn í gamla bæjarstjórahúsið undir brekk- unni að þarna vildi hún vera. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Glæsilegur arinn tengir saman eldri stofuna og þá nýrri. Babúskurnar taka sig vel út á arinhillunni. Veglegur gluggi snýr út í gróðri vafinn garð. Í einum elsta hluta Akureyrar hefur Sigrún Stefánsdóttir, yfirmaður Rásar 2 og Svæðis- útvarpsins, komið sér upp hlýlegu hreiðri ásamt sambýlismanni sínum, Ingvari Björshol. Gamli norski heiðurssófinn sem var rétt lentur á haugunum í fyrra sómir sér vel með húsgögnum eftir Hans J. Wegner. Yfir honum hangir mynd Þorra Hringssonar. 17. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.