Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 81
haupt er sögð sjálf hafa dælt þrem-
ur byssuskotum í Ponto.
Þann 5. september var síðan
Hanns-Martin Schleyer, þáverandi
forseta vestur-þýska vinnuveit-
endasambandsins, rænt.
Eftir að ljóst varð að ekki yrði
gengið að kröfum gíslatökumann-
anna sviptu Baader, Raspe og
Ensslin sig lífi í fangelsinu hinn
18. október 1977. Daginn eftir
fannst lík Schleyers í farangurs-
geymslu bifreiðar.
Það jók enn á spennuna þessa
októberdaga að palestínu-arabísk-
ir stuðningsmenn RAF rændu far-
þegaþotu Lufthansa á leið frá Mall-
orca til Frankfurt. Vélin lenti fyrst
á Ítalíu, en leikurinn barst síðan til
Kýpur, Barein og Dubai áður en
honum lauk á flugvellinum í
Mogadishu í Sómalíu, þar sem
GSG-9-sérsveit vestur-þýzka hers-
ins gerði áhlaup, drap þrjá af flug-
ræningjunum og frelsaði alla
gíslana, sama daginn og RAF-fang-
arnir í Stuttgart sviptu sig lífi.
Mohnhaupt náðist við felustað
sinn nærri Frankfurt hinn 10.
nóvember 1982. Í byrjun apríl
1985 var hún dæmd sem „for-
sprakki RAF“ í fimmfalt lífstíðar-
fangelsi og fimmtán ára til við-
bótar. Réttinum þótti aðild
Mohnhaupt að öllum tilræðum
ársins 1977 sönnuð, svo og að til-
ræði við bandaríska hershöfð-
ingjann Frederick Kroesen árið
1981. Í því særðust hann og eigin-
kona hans.
Árásir í nafni RAF héldu áfram
allan níunda áratuginn. Alls drápu
liðsmenn þeirra yfir 30 manns,
flesta í úthugsuðum tilræðum.
Viðlíka hljómgrunn og þau nutu
um miðjan áttunda áratuginn,
þegar um fjórðungur Vestur-Þjóð-
verja lýsti í viðhorfskönnunum
skilningi á markmiðum samtak-
anna, öðluðust þau aldrei. Þann
takmarkaða hljómgrunn sem þau
hlutu er helzt hægt að rekja til
óánægju með að ýmsir framá-
menn í Vestur-Þýzkalandi höfðu
gegnt mikilvægum stöðum á
valdatíma nazista.
Samtökin lognuðust síðan út af
á tíunda áratugnum, enda veikti
fall Berlínarmúrsins þau mjög.
Þau lýstu yfir upplausn sinni árið
1998. Í kveðjuyfirlýsingu Rauðu
herdeildanna var þessi orð að
finna: „Byltingin segir: Ég var, ég
er, ég mun aftur verða.“
nefndum íbúðum, og í henni fundu
slökkvilið og lögregla kemísk efni
til sprengjugerðar og fullgerðar
heimatilbúnar sprengjur. Mohn-
haupt var dæmd í fjögurra ára og
átta mánaða fangelsi fyrir aðild að
glæpasamtökum, skjalafals og
ólöglegan vopnaburð. Síðustu
mánuði þess dóms afplánaði hún í
félagi við þau Baader, Ensslin og
Raspe í öryggisfangelsinu í Stutt-
gart-Stammheim. Um leið og hún
lauk afplánuninni í febrúar 1977
hófst hún handa við að endur-
skipuleggja neðanjarðarstarf
RAF, samkvæmt fyrirmælum
hinna fangelsuðu „fyrstu kynslóð-
ar“-leiðtoga samtakanna. Á því ári
voru framdar nokkrar alræmd-
ustu árásirnar í nafni RAF, í því
skyni að þvinga fram lausn fang-
elsaðra félaga samtakanna.
„Blýtíðin“ 1977 hófst þegar yfir-
ríkissaksóknari V-Þýskalands,
Siegfried Buback, var skotinn til
bana hinn 7. apríl ásamt bílstjóra
sínum á götu í Karlsruhe. Hinn 30.
júlí var aðalbankastjóri Dresdner
Bank, Jürgen Ponto, myrtur á
heimili sínu í Frankfurt þegar
hann sýndi mótspyrnu er til stóð
að taka hann í gíslingu. Mohn-
st upp
Mohnhaupt, sem nú er 57 ára að aldri, á vísa íbúð og tilboð
um starf um leið og fangelsisvistinni sleppir, en samkvæmt
reynslulausnarskilmálunum verður hún að tilkynna sig
reglulega til yfirvalda næstu fimm árin.