Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 84

Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 84
F rá því að vera áhuga- vert, skrítið og örlítið skemmtilegt „áhuga- mál“ örfárra skrítinna skrúfa í þjóðfélaginu, hálfgert jaðarsport, hafa umhverfismál siglt langleið- ina inn í vitund flestra landsmanna eða nálgast að minnsta kosti heimahöfn. Veðrabreytingar, hlýn- un jarðar, kvikmyndir og sú aðgerð að færa dómsdagsklukkuna fram um eina mínútu hafa hrært í hugum jarðarbúa og meðan sumir þjást hreinlega af umhverfiskvíða líta aðrir svo á að við séum á tíma- mótum þar sem vinna þurfi heils- hugar að mikilvægum verkefnum. Ellý Katrín segir sjálf að hún sé ekki kvíðin. „Ég vil kannski ekki segja að ég hafi ekki áhyggjur en ég vil ekki dvelja við þær heldur horfa frekar til þeirra stóru verk- efni sem bíða okkar. Við þurfum að vera vel á verði og stöðugt að minna okkur á að það þarf að sinna umhverfismálunum. Umhverfismálin minna mig stund- um á jafnréttismál. Við höfum lög um jafnrétti kynjanna og jafnréttisstefnu og þá eru margir sem halda að þá sé allt í öruggri höfn. En það er eins með jafn- réttismálin og umhverfismálin, að það þarf stöðugt að vera á varð- bergi. Ég held líka að við séum að upplifa mjög mikilvægt tímabil í umhverfismálum. Þau eru ekki mál sem við eigum að stefna að því að taka á í nánustu framtíð eins og viðhorfið hefur oft verið heldur er tíminn til þess akkúrat núna, það þýðir ekki að ýta þeim áfram á undan sér.“ Ellý Katrín er fædd í Reykjavík árið 1964 og ólst upp þar upp. For- eldrar hennar fluttu til Reykjavík- ur á sínum fullorðinsárum, Guð- mundur Guðmundsson, frá Fellsströnd í Dalasýslu, og Petrea Sofia Guðmundsson frá Færeyj- um. Ellý Katrín er gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni og eiga þau tvö börn. Hún gekk í Mennta- skólann við Hamrahlíð og fór svo í Háskóla Íslands þar sem hún nam lögfræði. Um tveimur árum eftir að hún útskrifaðist sem lögfræð- ingur var Ríóráðstefnan haldin og í kjölfarið skapaðist mikil umræða um umhverfismál þar sem þynn- ingu ósonlagsins bar hvað hæst. Ellý segist þá hafa fundið að þetta væri henni hjartans mál og fund- ist hún eiga að beita sér fyrir umhverfinu fyrst hún á annað borð fyndi að hún hefði áhyggjur af framtíð jarðar. „Eiginmaður minn er læknir og á þessum tíma stóðum við bæði frammi fyrir því að ætla okkur í framhaldsnám, ég í lögfræði og hann í læknisfræði. Ég vildi fara í framhaldsnám í einhverju sem mér fannst skipta mig virkilegu máli því með framhaldsnámi er maður jú auðvitað að fjárfesta í framtíðinni. Ég ákvað að fara í nám í umhverfisrétti og hef verið meira og minna inni á þeirri línu síðan ég kláraði mastersgráðu í þeim fræðum frá háskólanum í Wisconsin.“ Frá Wisconsin lá leiðin til Wash- ington þar sem Ellý starfaði fyrir Alþjóðabankann í tæp fjögur ár, en starf hennar þar sneri að miklu leyti að umhverfismálum. Eftir átta ára Ameríkudvöl var fjöl- skyldan farin að hugsa heim. „Okkur langaði til að börnin þekktu sínar rætur og fjölskyldu og vorum því búin að velta heim- för fyrir okkur. Svo kom að því að við drifum okkur í að taka af skar- ið þegar mér bauðst að taka við starfi forstöðumanns nýrrar stofn- unar hjá Reykjavíkurborg. Það var Umhverfis- og heilbrigðis- stofa Reykjavíkur og tók ég við því starfi í janúar árið 2002. Á þeim tíma var umhverfismálum borgarinnar sinnt í nokkrum aðskildum starfseiningum hér og þar í borgarkerfinu en mitt verk- efni var að sameina það allt í eina stofnun. Ég hef verið mjög ánægð í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg svo það var stór ákvörðun fyrir mig að taka að sækja um þetta nýja starf en ég sé mörg tækifæri þar, hjá stofnunni og í umhverfis- málum á landsvísu,“ segir Ellý og segist í huganum vera farin að færa sig á nýtt stjórnsýslustig. En á hvaða stigi eru Íslending- ar í umhverfismálum? „Ég held að Íslendingar hafi alltaf verið hugs- andi um umhverfismál og við sjáum það í fiskveiðistjórnunni okkar, sem við höfum nálgast með skynsömum hætti. Við erum mjög lánsöm þjóð sem hefur fengið gott land í vöggugjöf. Við njótum sam- býlis við hreina náttúrulega orku og náttúru sem er fegurri og áhrifameiri en orð fá lýst. Það er lán sem við verðum að fara vel með og skila landinu af okkur þannig að komandi kynslóðir fái notið sömu gæða og við. Ég held að við séum öll sammála um þetta en oft vantar að við tengjum hegð- un okkar í dag við áhrif á fram- tíðarlandið sem við viljum afhenda afkomendum okkar. Umhverfis- mál snúast um skynsemi og það að fara vel með það sem við eigum eða hefur verið falið að hafa umsjón með – smátt sem stórt – og þar höfum við Íslendingar alla burði til þess að vera til fyrir- myndar. Að við getum verið til fyrirmyndar í málaflokki sem við erum nýfarin að bretta upp ermarnar fyrir hljómar líka ef til vill annarlega þegar vitað er að við erum um tíu árum á eftir nágrannaþjóðum okkar í alls kyns umhverfismálum. „Það er vel hægt að horfa á tæki- færin í því að vera aðeins á eftir því ekki gekk það áfallalaust hjá frændum okkar að koma umhverfisstefnu sinni vel á lappir. Við getum því lært af þeirra áföll- um og verið mun fljótari að inn- leiða okkar stefnu. Vitundin hefur aukist mikið og má sjá það á frétta- flutningi fjölmiðla. Þegar ég var stelpa man ég að það var alltaf að minnsta kosti ein frétt um fisk í hverjum fréttatíma. Nú á umhverf- ið sama sess í fréttatímanum þar sem þar er í það minnsta eina umhverfistengda frétt að finna. Þjóðin er greinilega orðin mjög meðvituð um mikilvægi þessa málaflokks og það er eitt af hlut- verkum stofnunar eins og Umhverfisstofnunar að upplýsa og stuðla að framþróun málaflokks- ins. Það er hætt við að þegar umræð- ur um loftslagsbreytingar og slíkt fari af stað sjái fólk dómsdag nálgast en við megum ekki leggja málin þannig upp,“ segir Ellý og bætir við að hún hafi verið mjög hrifin af framsetningu umhverfis- umræðunnar í kvikmynd Al Gore, An Inconvenient Truth. „Dóttir mín sem er sautján ára kemst augljóslega ekki hjá því að heyra talsvert rætt um umhverfismál á heimilinu og er að ég held frekar meðvituð um þau. Hún sá mynd- ina og ég fann að hún ýtti greini- lega við henni á annan hátt en umræðan við eldhúsborðið og hún tók hana til sín. Al Gore endar nefnilega á þeim nótum að benda fólki á hvað það geti gert í sínu daglega lífi. Dóttir mín var aga- lega fegin að geta keyrt á Toyota Prius úr bíó! Verðandi forstjóri Umhverfis- stofnunar segist þrátt fyrir umhverfisvæna bílaeign sína ekki vera heilög í slíkum málum og síst vilja berja á brjóst sér að hún sé betri en allir aðrir hvað þau varði. Engu að síður hafi hún alltaf reynt að hafa til hliðsjónar einföld atriði í eigin heimilis- rekstri og umgengni sem hún seg- ist reyna að halda í heiðri. „Ég geng og hjóla til skiptis í vinnuna og þrátt fyrir þrjú ökuskírteini á heimilinu höldum við okkur við bara einn bíl. Þegar við kaupum húsgögn reynum við annað hvort að kaupa þau sem eru vönduð, þó þau séu dýrari, því þá er líklegra að við þurfum ekki að endurnýja svo auðveldlega. Þannig getur dýrari hönnun ekki aðeins komið inn á heimilið sem fallegur hlutur heldur líka þjónað umhverfis- vænum markmiðum. Einnig fer ég oft í Góða hirðinn og Fríðu frænku og finn þar oft gersemar sem ég get pússað upp og átt áfram. Ég reyni eftir fremsta megni að kaupa ekkert sem ég sé fram á að ég þurfi svo að henda innan fárra ára. Svo flokkum við úrgang og þetta dæmigerða, það er helst erfiðast að sporna við því að þurfa ekki að endurnýja tækni- legu hlið heimilisins en þar koma framleiðendur líka inn með vörur sem kannski eyðileggjast fljótt og það kostar hálfvirði gamla tækisins að gera við það.“ Ellý segir að oft megi skoða litlu einföldu atriðin betur í rekstri heimilanna, bíllinn hafi tekið við af Snata sem eftirlætisfélagi mannsins og þó að fólk sé ekki til í að leggja honum skipti líka máli að hann sé í góðu ástandi svo hann mengi lítið og sé á dekkjum sem myndi ekki svifryksmengun, sem er helsta mengunarvandamálið á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf ekki að einblína á loftslagsbreyt- ingarnar til að vilja gera eitthvað í umhverfismálum. Þessi mál eru nátengd heilsu okkar enda halda margir sig inni við þegar svifryks- mengun er sem mest í borginni. Einnig eru ýmis efni í hreinsivör- um, málningu og slíkum vörum sem eru hættuleg heilsu okkar en er ekki að finna í umhverfisvænni útgáfum. Mikilvægt er að allir séu með í þessari vinnu fyrir umhverf- ið, bæði ráðuneyti og sveitarfélög, og það þarf að búa viðskipta- umhverfið þannig úr garði að fyrirtæki sjái hag þinn í því að reka vistvæna stefnu. Það hefur sýnt sig erlendis að það bætir reksturinn og skilar sér í hag- kvæmni líka að fyrirtækin skil- greini sig og starfi á umhverfis- vænan hátt. Þannig gæti ríkið sett þau skilyrði þegar þau bjóða út kaup á vöru og þjónustu að fyrir- tæki sem bjóði upp á vistvæna vöru eða þjónustu gangi fyrir og þá væru fyrirtækin fljótari að bregðast við því að hagræða starf- semi sinni í þökk umhverfisins.“ Sér Ellý Katrín fyrir sér hvað hún myndi gera fengi hún töfrasprota til að beita á stundinni í umhverfismálum? Hún er ekki lengi að svara því. „Ég vil sjá ríkisstjórnina móta skýra fram- tíðarsýn um hvernig hún vill sjá framtíðarlandið Ísland. Að við höfum skýra sýn, mikinn metnað og séum stolt af framgöngu okkar. Við höfum alla burði til þess að vera leiðandi afl.“ Tími aðgerða er núna Segja má að það sé fyrst nú allra síðustu árin sem Íslendingar hafi sætt sig við að umhverfismálin séu löngu fermd, komin í fullorðinna manna tölu og vilji fara að láta taka sig alvarlega sem mála- flokk. Ellý Katrín Guðmundsdóttir, nýskipaður forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur frá umhverfisvænni framtíðarsýn sinni en hún telur Ísland geta orðið í fararbroddi í umhverfismálum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.