Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 94

Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 94
! Kl. 14.00Kristín Helga Káradóttir mynd- listarmaður sýnir í galleriBOXi í Listagilinu á Akureyri. Sýningin ber yfirskriftina „At Quality Street“ eða „Við Gæðagötu“ og er opin laugar- daga og sunnudaga frá 14-17 eða eftir samkomulagi. Sýningin stendur til 3. mars. Penelópukviða Margaret Atwood sem hér kom út í þýðingu Sigríð- ar Eiríksdóttur 2005 á forlagi Bjarts er nú á leið á svið. Skáld- konan tekur sér frí í júlí og sest að í Stratford til að vinna með kvennaleikflokki að þvi að skapa leiksýningu úr verkinu. Leikkon- urnar eru bæði frá Bretlandi og Kanada, National Arts Centre og Konunglega Shakespeare-flokkn- um, en þessi leikhús standa að sýningunni. Josette Bushell- Mingo er leikstjóri en hún er for- ystumaður PUSH, samtaka sem berjast fyrir bættum hlut blökku- kvenna í bresku leikhúsi. Það er ekki síst kosturinn við verkið að þar er pláss fyrir margar konur og sagan er líka flestum kunn. Penelópa á svið Brúðumeistarann Bernd Ogrod- nik hafði lengi dreymt um að búa til myndræna útfærslu af sögu Prokofievs um Pétur og úlfinn en flestir þekkja það verk betur með hlustunarfærunum. Sagan og tónlistin sem Sergei Prokofiev samdi árið 1936 hefur leitt ófáa unga hlustendur í kynni við klassíska tónlist. Sögunni er jafnan miðlað af sögumanni en hljóðfærin túlka ólíkar persónur verksins. Nú lifnar ævintýrið hins vegar við í litríkum og hugvitsam- lega hönnuðum heimi Bernds Ogrodnik. „Ég held mig við upp- runalega söguþráðinn og breyti engu nema því allra nauðsynleg- asta,“ útskýrir Bernd og áréttar að sér hafi þótt mikilvægt að vera verkinu trúr. „Verkið var skapað til þess að hlusta á það og tónlistin er leikin af diski ens hún stýrir frásögninni. Mér fannst líka mik- ilvægt að halda tryggð við evr- ópsku og rússnesku brúðuleikhús- hefðina og þess vegna eru allar brúðurnar úr tré.“ Persónur verksins eru Pétur og afi hans auk dýranna á bænum en þar eru bæði köttur og önd og svo auðvitað úlfurinn sem álpast inn á landareignina og veiði- mennirnir sem eru á hæla honum. Bernd segir að Pétur og úlfur- inn sé ævintýrasaga fyrir yngstu krakkana en góð skemmtun fyrir alla aldurshópa. „Það ættu allir krakkar að þekkja þessa sögu – hún er svo skemmtileg. Það þarf enginn að vera hræddur við úlf- inn. Hann er mjög fyndinn en það er reyndar eitt atriði þegar hann borðar öndina sem er svolítið spennandi,“ segir hann og hlær. Bernd hefur unnið við brúðu- gerð og brúðustjórnun hér á landi um árabil. Hann er mjög virtur í sínu fagi og hefur ferðast víða um heim með sýningar sínar og haldið fyrirlestra á alþjóðlegum leiklistarhátíðum, ráðstefnum og í háskólum. Fyrsta verkefni hans hér á landi var hinn vinalegi en tvívíði Pappírs-Pési en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bernd hefur til að mynda gert brúður fyrir fjölmargar leiksýn- ingar, til dæmis Koddamanninn, Klaufa og konungsdætur og Ronju ræningjadóttur. Margir minnast líka sýningar hans Umbreyting – Ljóð á hreyfingu sem Bernd setti upp í Þjóðleik- húsinu á síðasta leikári en sú sýn- ing var fyrst og fremst ætluð fullorðnum. Brúðusýningin Pétur og úlfur- inn verður frumsýnd í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu annað kvöld en Bernd hefur verið mikið á ferð- inni og heimsótt fjölda leikskóla að undanförnu og sýnt þeim ævintýrið. „Nú fá pabbar og mömmur líka tækifæri til þess að koma og sjá. Börn eru reyndar hrifin af því að sjá sömu hlutina aftur og aftur svo nú geta þau tekið foreldrana með.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.