Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 96
Æfingar standa nú yfir á leikritinu
Killer Joe, sem frumsýnt verður
Borgarleikhúsinu 1. mars.
Verkið, sem er eftir bandaríska
leikskáldið Tracy Letts, fór fyrst á
fjalirnar árið 1993 og hefur verið
sýnt í um tuttugu löndum síðan.
Leikritið lýsir sérkennilegri fjöl-
skyldu í Texas sem býr við bág kjör
en elur með sér drauma um betra
líf og grípur til örþrifaráða til að
sjá drauma sína rætast.
Leikfélagið Skámáni setur Kill-
er Joe upp í samstarfi við Borgar-
leikhúsið. Síðasta sýning Skámána
var einleikurinn Ég er mín eigin
kona sem sýndur var við miklar
vinsældir í Iðnó. Eins og þá er leik-
stjórn í höndum Stefáns Baldurs-
sonar en fimm leikarar eru í sýn-
ingunni: Björn Thors, Unnur Ösp
Stefánsdóttur, Þröstur Leó Gunn-
arsson, Maríanna Clara Lúthers-
dóttir og Þorvaldur Davíð Kristj-
ánsson. Tónlistina semur Pétur Ben
en búningahönnun og sviðsmynd
er í höndum Filippíu Elísdóttur og
Vytautas Narbutas.
Anima gallerí færir út kvíarnar og
opnar í dag nýja sýningaraðstöðu í
Lækjargötu 2a. Forsvarsmenn
gallerísins, Hólmfríður Jóhannes-
dóttir og Kristinn Már Pálmason,
hafa undanfarið ár rekið gallerí og
söngskóla í Ingólfsstræti 8 þar
sem margir af þekktari mynd-
listarmönnum þjóðarinnar hafa
fengið inni. Auk þess hafa verið
haldnir tónleikar í húsakynnunum
við Ingólfsstræti sem einnig hafa
mælst vel fyrir.
Nýja sýningarrýmið er á ann-
arri hæð í Iðuhúsinu svokallaða en
þar munu listaverkin fá að kallast
á við kröfur og ágengni nútímans
með nýjum hætti því fjölmargar
tegundir þjónustu er þegar að
finna í húsinu, til að mynda kaffi-
hús, sushi-stað og bókabúð.
Aðstandendur gallerís-
ins hafa þó leitast
við að hanna sýn-
ingarrýmið með
þeim hætti að
myndlistin stríði
ekki við nálæg
vörumerki og
auglýsingar í þessu verslunarum-
hverfi heldur fái að njóta sín í sátt.
Gestir fá því tækifæri á að auðga
anda sinn og líf með ólíkum hætti i
þessu iðandi húsi. Anima gallerí
fer af stað með sýningu á verkum
eftir ljósmyndarann Spessa, Hall-
dóru Emils, Ómar Stefánsson og
Jón Garðar Henrysson.
Önnur nýjung í starfsemi
Animu sem vert er að minnast á er
þjónusta og ráðgjöf við val og inn-
setningu á myndlist fyrir heimili
og fyrirtæki.
Húsið er opið frá 10-22 alla
daga vikunnar en opnað verður kl.
17 í dag.
Myndlist í Iðuhúsi
Eyrarrósin, sérstök viður-
kenning fyrir framúrskar-
andi menningarverkefni á
landsbyggðinni, verður
afhent í þriðja sinn á Bessa-
stöðum á miðvikudag. Þrjú
verkefni eru tilnefnd úr hópi
fjölmargra umsækjenda og
verður eitt þeirra verðlaunað
á miðvikudag með peninga-
verðlaunum og verðlauna-
grip. Hljóta hin tvö 200 þús-
und króna framlag. Öll hljóta
tíu flugferðir frá Flugfélagi
Íslands að auki.
Tilnefnt í ár er Safnasafn-
ið í Eyjafirði, sem er eina
safn sinnar tegundar á land-
inu. Það geymir alþýðulist,
nýrri list og handverk af
ýmsu tagi. Þá er Skálholts-
hátíð í Skálholti tilnefnd en
hún hefur staðið fyrir Sumar-
tónleikum þar frá 1975. Þar
hafa verið flutt innlend og
erlend tónverk af fremstu
flytjendum landsins af ýmsu
tagi. Strandagaldur á Strönd-
um er þriðja verkefnið sem
tilnefnt er. Strandagaldur
stendur að fjölbreyttum verk-
efnum og sýningum á sviði
þjóðfræða og sögu og óhætt
er að fullyrða að verkefnið
eigi sér fáar hliðstæður á
heimsvísu.
Fyrir rúmu ári féllu verð-
launin í skaut LungA – lista-
hátíðar ungs fólks, Austur-
landi en árið 2005 hlaut
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
Eyrarrósina. Eyrarrósin á
rætur sínar í því að árið 2004
gerðu Listahátíð í Reykjavík,
Byggðastofnun og Flugfélag
Íslands með sér samkomulag
um eflingu menningarlífs á
landsbyggðinni til þriggja
ára í tilraunaskyni. Afar vel
hefur tekist til og því hefur
verið ákveðið að endurnýja
samstarfið.
Auglýst var eftir umsókn-
um í fjölmiðlum og voru
umsækjendur m.a. ýmis tíma-
bundin verkefni, menningar-
hátíðir, stofnanir og söfn.
Verkefnisstjórn, skipuð for-
stjóra og stjórnarformanni
Byggðastofnunar og stjórn-
anda og framkvæmdastjóra
Listahátíðar í Reykjavík, til-
nefnir og velur verðlauna-
hafa.
Eyrarrósar-
tilnefningar
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is