Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 110

Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 110
Sjálfsmynd Berglindar Ágústs- dóttur, sem tekin var ófrjálsri hendi á Barnum í síðasta mánuði, var komin til síns heima eftir að grein um stuldinn birtist í Frétta- blaðinu. „Strákurinn sem tók hana hringdi sama dag og kynnti sig sem þjófinn,“ sagði Berglind. „Hann hafði verið fullur þarna á virkum degi og rifið myndina af veggnum. Svo labbaði hann bara með hana niður og út, hringdi í vin sinn sem kom og sótti hann, og svo keyrðu þeir með hana heim á þakinu á bílnum,“ sagði hún. „Hann skildi ekki sjálfur hvernig hann fór að þessu. Hann er hvorki hávaxinn né sterkur og myndin er mjög stór,“ bætti hún við. Berglind kvaðst ekki hafa brugðist illa við játningunni. „Nei, ég var bara glöð að hann skyldi hringja, mér fannst það ótrúlega gott hjá honum að þora því. Ég hló bara allt símtalið, þetta var svo súrrealískt eitthvað,“ sagði hún. Þjófurinn geðþekki skilaði Berglindi myndinni degi síðar. „Hann var bara mjög viðkunnan- legur og greinilega mikill listunn- andi. Ég lít bara á þetta sem ákveðið hrós fyrir mig, hann hlýt- ur að hafa verið svona heillaður af henni,“ sagði Berglind hlæj- andi. „Ég mæli nú samt ekki með því að fólk sé að ræna listaverk- um,“ bætti hún við á alvarlegri nótum. Svo gæti farið að myndin snúi aftur í húsakynni þjófsins. „Hann sagðist aldrei hafa séð svona flotta mynd, svo ég bauð honum bara að kaupa hana. Hann er að hugsa málið. Svo er spurning hvort verðið hækkar eða lækkar eftir svona ævintýri,“ sagði Berg- lind sposk. „Það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu. Þetta var klassískt, íslenskt fylleríisrugl og allt er gott sem endar vel,“ bætti hún við. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Já, ég var beðinn um þetta. Jón Óskar bað mig um þetta og ég segi alltaf já við þann góða mann þegar hann biður mig um eitthvað,“ segir Egill Helgason sem í dag mun í fyrsta skipti gerast uppboðshald- ari. Listmunaupp- boð verður haldið klukkan fimm í dag í verslun Jóns Sæmundar, Liborius við Mýrargötu. „Já, mér skilst að þetta sé aðalstaðurinn. Þangað komi menn helst ekki nema vera málkunnugir Björk,“ segir Egill. Uppboðið er til styrktar Skaftfelli – menningarmiðstöð á Seyðisfirði og Egill segir þarna verk eftir öndvegis listamenn. „Þarna er hægt að eignast alvöru myndlist eftir Georg Guðna, Huldu Hákon, Húbert Nóa... og þannig má lengi telja,“ segir Egill. Hann vill meina að þarna séu fjölmörg verk sem hann væri meira en til í að hafa á sínu heimili. Og hefur uppi vafasamar hug- myndir um að ef ekki fást sæmileg boð í góð verk þá muni hann slá sjálfum sér þau – fyrir lítið fé. „Ég er algerlega óreyndur á þessu sviði og renn blint í sjóinn. Hvort ég legg þetta fyrir mig í framtíðinni veit ég ekki. Það verð- ur að koma í ljós. Ef mér tekst ekki að selja neitt þá hlýtur það að heita að ég sé léleg- ur uppboðshaldari.“ Egill lítur til meist- ara á þessu sviði svo sem Haraldar Blöndal heitins sem var frægur uppboðs- haldari en af honum eru margar sögur sem taka til skör- ungsskapar hans og húmors í púltinu með hamar í hönd. Eitt sinn bauð Har- aldur upp bridgepör á Bridge- hátíð, sem þá voru ígildi verðbréfa í kauphöll, og jókst virði þeirra eftir gengi í mótinu. Var þar kona ein meðal keppenda og þá sagði Haraldur að nú ættu menn að opna budduna því þetta væri í fyrsta skipti í þúsund ár sem kona væri boðin upp á Íslandi. „Já. Þó ég sé stór þá eru föt Haraldar örugglega of víð á mig,“ segir Egill. Egill uppboðshaldari slær listaverk í dag Stolinni sjálfsmynd skilað „Jájájájá, bændur eru siðprúðir. Ég reikna reyndar með því að siðprýði bænda sé breytileg eins og í öðrum þjóðfélagshópum. En ég hygg að þeir séu það upp til hópa,” segir Sig- urgeir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna sem eiga Hótel Sögu – Bændahöllina. Fátt er um meira rætt, í fréttum, spjallþáttum og á netinu, en fyrir- hugaða klámráðstefnu þeirra sem standa að klámvefnum FreeOnes. com. Að sögn Hrannar Geirsdóttur, hótelstjóra á Hótel Sögu, hefur hóp- urinn bókað 150 herbergi dagana 7. til 11. mars.Reiknað er með hátt í tvö hundruð þátttakendum en þar mun fólk víðs vegar að koma saman og ræða málefni klámgeirans auk þess að skemmta sér í hinni „alræmdu” Reykjavík. Femínistar eru margir hverjir æfir vegna komu hópsins og bendir talsmaður Femín- istafélagsins, Katrín Anna Guð- mundsdóttir, á þá vá að sem að steðj- ar í sambandi við að hópurinn verður hér staddur 8. mars á bar- áttudegi kvenna. Hrönn sagði í samtali við Frétta- blaðið að bændur væru siðprúðir og fráleitt að þeir stæðu fyrir ein- hverju klámfengnu. Og Sigurgeir segir það svo vera. „Eftir því sem ég best veit er þetta bara hópur eins og hver annar sem bókar hér gistingu. Þeir hafa ekki óskað eftir nokk- urri annarri aðstöðu hér en gist- ingu og ekki er vaninn að spyrja gesti fyrirfram til hvers þeir koma til landsins. Ferðafólk fær hér gistingu meðan húsrúm leyfir,“ segir Sigurgeir og hefur ekki þungar áhyggjur af því að ímynd bænda bíði hnekki við þessa heim- sókn. Hann segir jafnframt að hóp- urinn hafi ekki óskað eftir neinni aðstöðu á hótelinu til fundahalda né annarra gjörninga. Adda Steina Björnsdóttir er talsmaður biskups og henni finnst fráleitt að halda hér klámráð- stefnu. „Ég get sagt það að klám er ofbeldi og nið- urlæging á konum og í sinni verstu mynd getur klámiðnað- urinn tengst mansali, þræla- haldi og barna- misnotkun. Við hljótum að taka undir orð þeirra sem fordæma klám,“ segir Adda Steina aðspurð um hvort vænta megi viðbragða frá kirkjunnar mönnum og biskupi. „Við skoðum hugsanleg viðbrögð og erum að kanna málið betur. Bisk- up hefur látið til sín taka og talað gegn klámvæðingu og bent á marg- ar skuggahliðar hennar. Að berjast gegn henni er á ábyrgð okkar allra: foreldra, uppalenda og þegna.“ Og Öddu Steinu finnst full ástæða til að velta fyrir sér ábyrgð hótels- ins: „Mér þætti til dæmis mjög alvarlegt mál ef þarna verður sett upp einhver kynningarráðstefna um klámiðnaðinn. Því myndi ég mótmæla harðlega.“ Sigurgeiri finnst á hinn bóginn sérkennilegt að beina spjótum sér- staklega að Hótel Sögu. Spyr af hverju gagnrýnendur sækja ekki allt eins að flugfélaginu sem flýgur þeim til landsins og eða öðrum þjón- ustuaðilum. „Mér fannst hryllilegt að komast að hversu mörgum konum hefur verið nauðgað á stuttum tíma og ekki síð- ur sláandi að fáir árásarmannanna hafa náðst. Það er verulegt áhyggju- efni að hrottafengnum líkamsárás- um hefur fjölgað síðustu ár.“ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.