Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 2
Lögreglan í Reykjavík leitaði í gær
og fann um fimmtíu stór tré við afleggjara út frá
Krísuvíkurvegi í Hafnarfirði. Hún mun rannsaka
hvort hugsanlega hafi staðið til að endurselja trén,
en flutningur þeirra er partur af umdeildri fram-
kvæmd Kópavogsbæjar í Heiðmörk.
Kristinn Wium Tómasson, eftirlitsmaður Kópa-
vogsbæjar með framkvæmdinni, segir engan fót
fyrir hugsanlegum endursöluáformum. „Í samráði
við garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar var ákveðið að
halda í og reyna að bjarga trjám sem eru þrír metr-
ar og undir. Þeim verður plantað aftur að fram-
kvæmd lokinni. Þau voru sett á geymslusvæði og
mold yfir ræturnar svo þau næðu að dafna þangað
til að verktaki myndi ljúka verki og þá færu þau
aftur upp eftir,“ segir hann.
Klæðning ehf. færði trén á lóð Garðafells ehf. að
beiðni Kópavogsbæjar, segir Kristinn, því þar hafi
verið meiri líkur á að þau lifðu af en ella. Hann
tekur skýrt fram að það hafi „alltaf verið eindreg-
inn vilji Kópavogsbæjar að þau yrðu sett á sama
stað aftur“.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs,
furðar sig á athyglinni sem framkvæmdin hefur
fengið og viðbrögðum Skógræktarfélagsins. „Við
munum bæta þetta tjón og punktur. Við ætlum ekki
að vaða yfir einn eða neinn. Þetta er móðursýki, ég
bara botna þetta ekki. Við gróðursetjum tré í stað-
inn fyrir þessi, þannig að það verði til sóma.“
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
ISUZU D-MAX 32”
Nýskr. 01.07 - Sjálfskiptur - Ekinn 1 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.990
.000.
-
Karlmaður hefur verið
dæmdur í 30 daga skilorðsbundið
fangelsi fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás.
Atvikið átti sér stað við
Eldsmiðjuna í Reykjavík, þar
sem maðurinn hafði gengið
berserksgang og slegið konu í
andlitið með glerflösku með
þeim afleiðingum að hún hlaut
stóran skurð á ennið. Sauma
þurfti skurðinn saman. Fram
kemur að verið var að „steggja“
manninn, sem lenti í orðaskaki
við gest. Stúlkan sem fékk
flöskuna í andlitið starfaði á
staðnum.
Maðurinn var dæmdur til að
greiða konunni 100 þúsund
krónur í skaðabætur, auk 500
þúsund króna í sakarkostnað.
Sló konu í and-
litið með flösku
Björn Oddsson hjá
Línuborun ehf. segir fyrirtækið
hafa yfir að ráða búnaði sem gæti
borað fyrir stofnlögn Vatnsveitu
Kópavogsbæjar þannig að hún
lægi neðanjarðar.
Línuborun hefur meðal annars
borað fyrir lögn frá Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum í Laugardal
niður að sjónum við Sæbraut. Með
sömu tækni segir Björn að hægt
hefði verið að ganga frá vatnslögn-
inni í Heiðmörk án þess að valda
jarðraski og skemmdum á gróðri.
Björn segir að þótt Kópavogsbæ
hafi verið fullkunnugt um að Línu-
borun réði yfir þessari tækni hefði
aldrei verið haft samband við hann
vegna málsins.
„Mennirnir vita alveg að ég á
þessar græjur en það var aldrei
talað við mig,“ segir Björn sem
eins og flestir aðrir frétti fyrst af
framkvæmdunum í Heiðmörk
nokkru eftir að þær voru hafnar.
Hann segist þá hafa farið á staðinn
og skoðað aðstæður.
„Þeir hugsa bara um að búa til
skurðinn, ýta ofan í hann og svo
eru þeir farnir,“ segir Björn sem
telur að sennilega setji menn fyrir
sig þann kostnað sem fylgir því að
leggja lögnina neðanjarðar. Þar
séu menn hins vegar að misreikna
sig.
„Þó að verðið sé kannski dýrara
þegar maður segir töluna þá eiga
menn eftir að reikna inn frágang-
inn og jarðraskið. Þá kemur borinn
alltaf ódýrari út,“ fullyrðir Björn.
Að sögn Björns tæki það aðeins
tvo til fjóra daga að bora undir
ásinn þar sem nú er búið að ryðja
burt miklu af trjágróðri. Það sé um
200 metra leið sem bora þurfi fyrir
hina pípuna. Klöpp væri þar undir
og borunin því í dýrari kantinum
þar sem nota þyrfti mjög dýra bor-
hausa. Kostnaðurinn gæti numið
um 20 milljónum króna. „Það er nú
ekki mikið miðað við allan þann
skaða sem þegar er orðinn á þess-
um stað,“ segir Björn.
Kristinn Wium Tómasson, eftir-
litsmaður Kópavogsbæjar með
framkvæmdunum í Heiðmörk,
segir tæki Línuborana ekki duga.
Vatnslögnin væri 630 millimetrar
en Línubor gæti mest borað 530
millimetra. „Þannig að sú fram-
kvæmd fellur um sjálfa sig,“ segir
Kristinn. Björn á hinn bóginn full-
yrðir að Línubor geti vel ráðið við
verkefnið.
Gunnar I. Birgisson, bæjar-
stjóri Kópavogs, segir að borunar-
leiðin hafi ekki verið uppi á borð-
inu. „Þetta er rosalega mikil lögn
og kostnaðurinn yrði morð hugsa
ég,“ segir bæjarstjórinn.
Heiðmerkurlögn gat
verið neðanjarðar
Björn Oddsson hjá Línuborun ehf. segist vel hafa getað borað fyrir vatnslögn
Kópavogsbæjar í Heiðmörk þannig að hún lægi undir yfirborðinu og gróður
yrði ósnertur. Bæjarstjórinn segist telja þetta vera of dýra aðferð.
Páll Magnússon
útvarpsstjóri neitar að gefa upp
heildarkostnað Ríkisútvarpsins
vegna Söngvakeppni Sjónvarpsins
sem lauk síðasta laugardagskvöld.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var kostnaðurinn á milli
þrjátíu og fjörutíu milljónir
króna.
„Þessar tölur eru ekki gefnar
upp af samkeppnisástæðum,“
segir Páll. „Við erum með við-
skiptasamninga við aðila úti í bæ
og gefum eðli málsins samkvæmt
ekkert uppi um innihald þeirra.“
Fyrirtækið BaseCamp sá um
framkvæmd keppninnar sem sýnd
var í fjórum hlutum. Eins og fram
hefur komið sigraði Eiríkur
Hauksson og verður hann fulltrúi
Íslands í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Hann söng lag
Sveins Rúnars Sigurðssonar við
texta Kristjáns Hreinssonar.
Stór hluti kostnaðar RÚV vegna
keppninnar eru laun til lagahöf-
unda, en samkvæmt heimildum
fékk hver lagahöfundur í undan-
keppninni hálfa milljón króna.
Innifalið í þeirri upphæð eru laun
til allra þeirra sem koma að lag-
inu, svo sem söngvara, dansara og
hljóðfæraleikara.
Málið verður kært til úrskurðar-
nefndar um upplýsingamál þegar
skrifleg neitun hefur borist.
Tveir af hverjum
þremur Bandaríkjamönnum telja
að þjóðin sé tilbúin til að kjósa
sér konu til
forseta, en fylgi
við demó-
kratann Hillary
Rodham Clinton
og repúblikan-
ana John
McCain og
Rudolph
Giuliani mælist
nánast hnífjafnt
í nýjustu
viðhorfskönnunum vestra.
Drjúgur meirihluti svarenda
telur að kona á forsetastóli myndi
sinna innanríkismálum á borð við
heilbrigðis-, mennta-, félags- og
orkumál, sem og viðbrögðum við
náttúruhamförum, betur en karl.
Konu er aðeins verr treyst í
hermálum, samkvæmt niðurstöð-
um könnunar Siena-stofnunarinn-
ar fyrir Hearst-dagblöðin.
Fylgi við konu
á forsetastól
Kristinn H. Gunnars-
son hefur skráð sig sem félaga í
Frjálslynda flokknum, og hefur
jafnframt geng-
ið til liðs við
þingflokk
Frjálslynda
flokksins. Hann
sat sinn fyrsta
formlega fund
með þing-
flokknum í gær.
Tilkynning um
inngöngu hans í
þingflokkinn
var lesin upp af
forseta Alþingis við upphaf
þingfundar í gær.
Að sögn Magnúsar Þórs
Hafsteinssonar, þingflokksfor-
manns Frjálslynda flokksins,
tekur Kristinn við af Sigurjóni
Þórðarsyni sem aðalmaður í
iðnaðarnefnd auk þess sem hann
verður áheyrnarfulltrúi í
efnahags- og viðskiptanefnd.
Formlega orð-
inn frjálslyndur
Lögreglan rannsakar flutning
Skólastjórafélag
Reykjavíkur harmar það að
samninganefndir Launanefndar
sveitarfélaganna og Kennarasam-
bands Íslands hafi ekki náð
samkomulagi um framkvæmd
endurskoðunarákvæðis greinar
16.1. í samningi aðila frá árinu
2004.
Skólastjórafélagið lýsir
jafnframt yfir áhyggjum sínum
komist aðilar ekki að niðurstöðu
innan skamms.
Þá skorar fundurinn á samn-
inganefndirnar að taka upp
þráðinn að nýju og freista þess að
ná samkomulagi sem tryggir
starfsfrið innan grunnskólans.
Harmar að ekki
náist sátt
Kona á fimmtugs-
aldri er talin hafa valdið eldsvoða
í íbúð sinni í fjölbýlishúsi við
Hringbraut í Reykjavík seint á
sunnudagskvöld. Nágrannar
konunnar höfðu haft samband við
lögreglu vegna mikils reyks sem
lagði frá íbúðinni. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn og allir aðrir
íbúar hússins komust heilu og
höldnu út.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni var konan þó enn í sinni íbúð
þegar slökkvilið kom á staðinn.
Hún var flutt á sjúkrahús til
aðhlynningar. Íbúð konunnar er
mikið skemmd, ef ekki ónýt, og
töluvert tjón varð á annarri íbúð í
stigaganginum. Konan á við
geðræn vandamál að stríða og því
er málið ekki rannsakað sem
sakamál.
Íbúi talinn hafa
kveikt í sjálfur
Friðbjörn, eiga íslensk yfirvöld
að skammast sín?