Fréttablaðið - 20.02.2007, Side 6
Ert þú sátt(ur) við framlag
Íslands í Eurovision?
Fékkst þú þér bollu á bolludag-
inn?
Skortur hefur verið
á lögreglumönnum á höfuðborg-
arsvæðinu að undanförnu. Það
horfir þó til betri vegar með vor-
inu þegar um 50 manna hópur sem
stundar nám í Lögregluskóla rík-
isins kemur til starfsþjálfunar,
flestir á höfuðborgarsvæðinu, að
sögn Stefáns Eiríkssonar lög-
reglustjóra.
„Það vantar lögreglumenn og
það er í sjálfu sér ekki nýtt,“ segir
Stefán. „Fjölgað hefur verið í Lög-
regluskólanum vegna þessa. Alls
48 manns voru teknir inn í skól-
ann í janúar og þeir fóru margir
úr störfum innan lögreglunnar.
Það skapar þetta gap sem hefur
myndast núna, þannig að það er
bæði skortur á menntuðum lög-
reglumönnum og einnig fólki sem
hefur áhuga á að koma hingað í
störf sem ómenntað. Það kann að
hljóma mótsagnakennt, en þetta
er eins konar „lúxusvandamál“
sem við glímum við núna. Það
felst í því að lögreglumönnum
hefur verið fjölgað mikið á undan-
förnum árum, bæði með átaki í
fíkniefnalöggæslu og eflingu sér-
sveitarinnar. Það eru því fleiri
lögreglumenn á götunni en eru að
einhverju marki í sérhæfðum
verkefnum, svo sem sérsveitar-
verkefnum, rannsóknardeildum
og fleiru þess háttar.“
Stefán kveðst ekki hafa
nákvæma tölu um hversu marga
lögreglumenn þyrfti til að jafn-
vægi komist á vaktirnar en segir
að á sumar vaktir vanti nokkra
menn. Þá sé mikið um veikindi
innan lögreglunnar eins og annars
staðar í þjóðfélaginu þessa dag-
ana. Það setji einnig strik í reikn-
inginn.
Hann bendir á að á næsta ári
útskrifist um 100 manns úr Lög-
regluskólanum og þá eigi að fást
endanleg lausn á mönnunarvand-
anum. Hópurinn sem komi til
starfsþjálfunar með vorinu lagi
ástandið til mikilla muna.
„Við erum að leysa þessi mál
núna dag frá degi í góðri sam-
vinnu við meðal annars Ríkislög-
reglustjóra og sérsveitina, sem er
með tvö hverfi undir eftirliti á til-
teknum tímum. Það eru allir með-
vitaðir um að staðan er erfið, en
eins og fréttirnar hafa borið með
sér undanfarna daga standa lög-
reglumennirnir hér sig alveg frá-
bærlega þrátt fyrir undirmönnun
stöku sinnum á vöktunum. Ég
bendi á ítrekaðan ofsaakstur, inn-
brot og fíkniefnabrot sem þeir
eru að fást við með frábærum
árangri. Þetta eru ofurmenn og
konur á öllum sviðum hér innan
lögreglunnar sem standa og starfa
þétt saman.“
Lögreglan þarf
fleira fólk í vinnu
Skortur er á lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Málin eru leyst frá degi
til dags í samvinnu lögreglustjóra og ríkislögreglustjóra. Sérsveitin er með lög-
gæslu í tveimur hverfum á tilteknum tímum. Staðan lagast með vorinu.
Orkuveita Reykjavíkur
mun aðstoða yfirvöld í Afríkurík-
inu Djíbútí, sem er í austurhluta
Afríku og liggur að Eþíópíu, við að
virkja jarðhita til raforkufram-
leiðslu. Fyrsti hluti samstarfsins
felst í því að vísindamenn Orku-
veitunnar munu yfirfara mæli-
gögn úr borholum í Djíbútí og afla
frekari gagna með mælingum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarstjóri Reykjavíkur, Mah-
moud Ali Youssouf, utanríkisráð-
herra Djíbútís, og Guðlaugur Þór
Þórðarson, stjórnarformaður
Orkuveitunnar, skrifuðu undir
samning í höfuðstöðvum Orku-
veitu Reykjavíkur í gær þar sem
þetta kemur fram. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, og for-
seti Djíbútís, Ismail Omar Gulleh,
voru viðstaddir þegar skrifað var
undir samninginn.
Nýting jarðhita er á frumstigi í
Djíbútí sem þarf að flytja inn 85
prósent þeirrar orku sem notuð er
í landinu. Stjórnvöld í Djíbútí telja
að skortur á traustri og ódýrri
orku hindri frekari þróun í land-
inu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
fagnar samningnum og segir hann
vera lið í að flytja út íslenska
þekkingu, hugvit og reynslu. Hann
telur að Íslendingar hafi náð ein-
stæðum árangri við að beisla jarð-
hita til orkuframleiðslu og að með
samningnum séu Reykjavíkur-
borg og OR að miðla þekkingu þar
sem þörfin er brýnust.
Bjóða fram aðstoð í Djíbútí
Karlmaður hefur verið
dæmdur í eins mánaðar fangelsi,
skilorðsbundið, fyrir að hafa
barnaklám í tölvubúnaði sínum.
Maðurinn hafði í tölvu sinni 50
ljósmyndir sem sýndu börn á
kynferðislegan og klámfenginn
hátt og höfðu 48 myndir verið
afmáðar af hörðum diski tölvunn-
ar. Gögn málsins báru með sér að
maðurinn hafi haft myndirnar í
vörslu sinni í skamman tíma og
svo eytt þeim. Hann játaði brot
sitt. Hann hafði ekki áður gerst
sekur um refsiverða háttsemi.
Auk þess var manninum gert
að greiða rúmlega 77 þúsund
krónur í málskostnað.
Dæmdur fyrir
barnaklám
Stærsti stjórnmála-
flokkurinn í Pakistan hefur kynnt
frumvarp um að banna nauðung-
arhjónabönd í landinu, þar með
talin hjónabönd þar sem konur eru
giftar mönnum til að sætta deilur
samkvæmt fornri ættbálkavenju.
Í frumvarpinu segir að þeim sem
neyði konu í hjónaband skuli refs-
að með fangelsisvist í allt að þrjú
ár og fjársekt.
Flokkurinn hefur meirihluta í
báðum þingdeildum og styður for-
seta landsins, sem hefur heitið því
að gefa konum meiri réttindi í
samræmi við stefnu sína um að
kynna Pakistan sem hófsama og
framsækna múslimaþjóð. Annað
ákvæði í frumvarpinu kveður á
um að bannað sé að neyða konur í
„hjónaband með hinum heilaga
kóran,“ sem er enn stundað sums
staðar í afskekktari hlutum Pak-
istan og felur í sér að konan sver
við kóraninn að giftast aldrei.
Gagnrýnendur segja þetta aðferð
sem sé notuð til að hindra konur í
að taka sinn hluta af jörð fjöl-
skyldunnar með sér þegar þær
giftist.
Að minnsta kosti 565 konur og
stúlkur urðu á síðasta ári fórnar-
lömb svonefndra „heiðursmorða“,
sem er næstum tvöfalt meira en
árið áður samkvæmt tölum sem
Óháða mannréttindanefndin í Pak-
istan kynnti fyrir skemmstu.
Afnám nauðungarhjónabanda