Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 6
Ert þú sátt(ur) við framlag Íslands í Eurovision? Fékkst þú þér bollu á bolludag- inn? Skortur hefur verið á lögreglumönnum á höfuðborg- arsvæðinu að undanförnu. Það horfir þó til betri vegar með vor- inu þegar um 50 manna hópur sem stundar nám í Lögregluskóla rík- isins kemur til starfsþjálfunar, flestir á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Stefáns Eiríkssonar lög- reglustjóra. „Það vantar lögreglumenn og það er í sjálfu sér ekki nýtt,“ segir Stefán. „Fjölgað hefur verið í Lög- regluskólanum vegna þessa. Alls 48 manns voru teknir inn í skól- ann í janúar og þeir fóru margir úr störfum innan lögreglunnar. Það skapar þetta gap sem hefur myndast núna, þannig að það er bæði skortur á menntuðum lög- reglumönnum og einnig fólki sem hefur áhuga á að koma hingað í störf sem ómenntað. Það kann að hljóma mótsagnakennt, en þetta er eins konar „lúxusvandamál“ sem við glímum við núna. Það felst í því að lögreglumönnum hefur verið fjölgað mikið á undan- förnum árum, bæði með átaki í fíkniefnalöggæslu og eflingu sér- sveitarinnar. Það eru því fleiri lögreglumenn á götunni en eru að einhverju marki í sérhæfðum verkefnum, svo sem sérsveitar- verkefnum, rannsóknardeildum og fleiru þess háttar.“ Stefán kveðst ekki hafa nákvæma tölu um hversu marga lögreglumenn þyrfti til að jafn- vægi komist á vaktirnar en segir að á sumar vaktir vanti nokkra menn. Þá sé mikið um veikindi innan lögreglunnar eins og annars staðar í þjóðfélaginu þessa dag- ana. Það setji einnig strik í reikn- inginn. Hann bendir á að á næsta ári útskrifist um 100 manns úr Lög- regluskólanum og þá eigi að fást endanleg lausn á mönnunarvand- anum. Hópurinn sem komi til starfsþjálfunar með vorinu lagi ástandið til mikilla muna. „Við erum að leysa þessi mál núna dag frá degi í góðri sam- vinnu við meðal annars Ríkislög- reglustjóra og sérsveitina, sem er með tvö hverfi undir eftirliti á til- teknum tímum. Það eru allir með- vitaðir um að staðan er erfið, en eins og fréttirnar hafa borið með sér undanfarna daga standa lög- reglumennirnir hér sig alveg frá- bærlega þrátt fyrir undirmönnun stöku sinnum á vöktunum. Ég bendi á ítrekaðan ofsaakstur, inn- brot og fíkniefnabrot sem þeir eru að fást við með frábærum árangri. Þetta eru ofurmenn og konur á öllum sviðum hér innan lögreglunnar sem standa og starfa þétt saman.“ Lögreglan þarf fleira fólk í vinnu Skortur er á lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Málin eru leyst frá degi til dags í samvinnu lögreglustjóra og ríkislögreglustjóra. Sérsveitin er með lög- gæslu í tveimur hverfum á tilteknum tímum. Staðan lagast með vorinu. Orkuveita Reykjavíkur mun aðstoða yfirvöld í Afríkurík- inu Djíbútí, sem er í austurhluta Afríku og liggur að Eþíópíu, við að virkja jarðhita til raforkufram- leiðslu. Fyrsti hluti samstarfsins felst í því að vísindamenn Orku- veitunnar munu yfirfara mæli- gögn úr borholum í Djíbútí og afla frekari gagna með mælingum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Mah- moud Ali Youssouf, utanríkisráð- herra Djíbútís, og Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, skrifuðu undir samning í höfuðstöðvum Orku- veitu Reykjavíkur í gær þar sem þetta kemur fram. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og for- seti Djíbútís, Ismail Omar Gulleh, voru viðstaddir þegar skrifað var undir samninginn. Nýting jarðhita er á frumstigi í Djíbútí sem þarf að flytja inn 85 prósent þeirrar orku sem notuð er í landinu. Stjórnvöld í Djíbútí telja að skortur á traustri og ódýrri orku hindri frekari þróun í land- inu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fagnar samningnum og segir hann vera lið í að flytja út íslenska þekkingu, hugvit og reynslu. Hann telur að Íslendingar hafi náð ein- stæðum árangri við að beisla jarð- hita til orkuframleiðslu og að með samningnum séu Reykjavíkur- borg og OR að miðla þekkingu þar sem þörfin er brýnust. Bjóða fram aðstoð í Djíbútí Karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að hafa barnaklám í tölvubúnaði sínum. Maðurinn hafði í tölvu sinni 50 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og höfðu 48 myndir verið afmáðar af hörðum diski tölvunn- ar. Gögn málsins báru með sér að maðurinn hafi haft myndirnar í vörslu sinni í skamman tíma og svo eytt þeim. Hann játaði brot sitt. Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Auk þess var manninum gert að greiða rúmlega 77 þúsund krónur í málskostnað. Dæmdur fyrir barnaklám Stærsti stjórnmála- flokkurinn í Pakistan hefur kynnt frumvarp um að banna nauðung- arhjónabönd í landinu, þar með talin hjónabönd þar sem konur eru giftar mönnum til að sætta deilur samkvæmt fornri ættbálkavenju. Í frumvarpinu segir að þeim sem neyði konu í hjónaband skuli refs- að með fangelsisvist í allt að þrjú ár og fjársekt. Flokkurinn hefur meirihluta í báðum þingdeildum og styður for- seta landsins, sem hefur heitið því að gefa konum meiri réttindi í samræmi við stefnu sína um að kynna Pakistan sem hófsama og framsækna múslimaþjóð. Annað ákvæði í frumvarpinu kveður á um að bannað sé að neyða konur í „hjónaband með hinum heilaga kóran,“ sem er enn stundað sums staðar í afskekktari hlutum Pak- istan og felur í sér að konan sver við kóraninn að giftast aldrei. Gagnrýnendur segja þetta aðferð sem sé notuð til að hindra konur í að taka sinn hluta af jörð fjöl- skyldunnar með sér þegar þær giftist. Að minnsta kosti 565 konur og stúlkur urðu á síðasta ári fórnar- lömb svonefndra „heiðursmorða“, sem er næstum tvöfalt meira en árið áður samkvæmt tölum sem Óháða mannréttindanefndin í Pak- istan kynnti fyrir skemmstu. Afnám nauðungarhjónabanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.