Fréttablaðið - 20.02.2007, Side 8

Fréttablaðið - 20.02.2007, Side 8
 Þríhliða fundur Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Pal- estínumanna, fór fram í Jerúsalem í gær, en vonir sem fyrir fram höfðu verið bundnar við að hann kynni að marka nýjan áfanga í friðarumleitunum brugðust. Fundurinn stóð yfir í hálfa aðra klukkustund og að honum loknum ávarpaði Rice fréttamenn stutt- lega. Hún greindi frá því að Olmert og Abbas hefðu skipst á skoðunum um framvinduna í stjórnmálunum og ákveðið að hittast aftur. Hvorki Olmert né Abbas tóku þátt í blaðamannafundinum með Rice. Hún svaraði heldur ekki spurningum eftir að hafa flutt ávarpið. Síðar lét Olmert hafa eftir sér að hann og Abbas hefðu orðið ásáttir um að halda opnum sam- skiptum sín í milli, „sem miðuðu að því fyrst og fremst að bæta lífs- skilyrði palestínsks almennings á hinum ýmsu sviðum, og að sjálf- sögðu að palestínska heima- stjórnin héldi áfram baráttu gegn hryðjuverkum – í reynd – til að stöðva hryðjuverk með öllu.“ Þeir Abbas og Olmert ræddu einnig að vopnehléssamkomulag á Gazasvæðinu, sem gert var fyrir þremur mánuðum, yrði einnig látið ná til Vesturbakkans, að því er Saeb Erekat, samningamaður Palestínumanna, greindi frá. Það dró úr væntingum til fund- arins að bæði Ísraelar og Banda- ríkjamenn höfðu lýst nýgerðu samkomulagi palestínsku fylking- anna í Hamas og Fatah um að semja um myndun þjóðstjórnar sem ófullnægjandi. Krafan er sú að palestínska stjórnin, hvernig sem hún er samsett, viðurkenni Ísraelsríki og fyrri friðarsamn- inga og afneiti ofbeldi. Öll þrjú, Abbas, Olmert og Rice, ítrekuðu að fast skyldi hald- ið við leiðarvísinn til friðar, sem hefur að markmiði að koma á varanlegum friðarsamningi og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna, og voru sammála um að lausn á deilunni myndi ekki „spretta úr ófriði,“ að sögn Rice. Ákveðið var að halda annan slíkan leiðtogafund, en ekki hve- nær hann færi fram. Rice sagðist gera ráð fyrir að snúa aftur fljót- lega. Lítil hreyfing í átt að sátt Utanríkisráðherra Bandaríkjanna og leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hittust á sameiginlegum fundi í Jerúsalem í gær. Vonir um að hann kynni að marka nýjan áfanga í friðarumleitunum brugðust. Útboð eru að fara af stað vegna framkvæmda við lokaáfanga á FH-svæðinu í Kapla- krika í Hafnarfirði en áætlað er að framkvæmdir hefjist 1. apríl. Verkið verður boðið út í þremur til fjórum áföngum á næstu vikum. Verkinu á að vera lokið að fullu í júníbyrjun 2009. Kostnaður er áætlaður 1-1,2 milljarðar króna. FH greiðir tuttugu prósent kostnaðarins. Gunnar Svavarsson, formaður bygginganefndar FH, segir að framkvæmdin sé á vegum aðal- stjórnar félagsins. Samtals er um að ræða nýbygg- ingar upp á sjö þúsund fermetra. Meðal bygginga eru félags- og skrifstofuaðstaða í Kaplakrika, nýtt búningsherbergi, stúka og skyggni, aðstaða fyrir fréttamenn og keppnisstjórn, endurgerð á eldra húsnæði, nýtt frjálsíþrótta- hús, tækja- og lyftingasalur, tengibygging og framkvæmdir við lóð. Framkvæmt fyrir milljarð á FH-svæði Landsbankinn og Háskólinn í Reykjavík ætla að styðja við bakið á afburðanáms- mönnum við upphaf háskóla- náms. Á dögunum var skrifað undir samning um nýnemastyrk- veitingu til allt að 35 slíkra nem- enda á ári, sem nema skólagjöld- um á fyrstu önn og 150.000 krónum í framfærslustyrk. Í tilkynningu segir að þetta sé gert til að hvetja framúrskar- andi námsmenn til metnaðar- fulls náms og til að auðvelda þeim að helga sig náminu af krafti. Svafa Grönfeldt, rektor HR, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd HR og Landsbankans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.