Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 10
Ríkisstjórnir Póllands og Tékklands eru
fylgjandi því að Bandaríkjamenn fái að setja upp
búnað fyrir eldflaugavarnakerfi sitt í löndunum
tveimur, sem á sínum tíma voru í Varsjárbandalaginu
en gengu í Atlantshafsbandalagið árið 1999 og
Evrópusambandið árið 2004.
„Við vorum sammála um að báðar ríkisstjórnir
myndu væntanlega gefa jákvætt svar við beiðni
Bandaríkjastjórnar, og þá munum við hefja samn-
ingaviðræður,“ sagði Mirek Topolanek, forsætisráð-
herra Tékklands, eftir fund með pólskum starfsbróð-
ur sínum, Jaroslaw Kaczynski í Varsjá.
Háttsettur rússneskur hershöfðingi, Nikolai Solovt-
sov, varaði Pólverja og Tékka við því að þeir hættu á
að verða skotmark rússneskra eldflauga, samþykktu
þeir að hýsa bandarískar eldflaugavarnastöðvar.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sagst ekki
treysta fullyrðingum Bandaríkjamanna um að eld-
flaugavarnir þeirra í Evrópu væru aðeins hugsaðar
til að mæta hættunni á eldflaugaárás frá Íran.
Taka vel í eldflaugavarnir
Iceland Express verður
aðalstuðningsaðili Alþjóðlegu
knattspyrnuhátíðarinnar í
Reykjavík, REY CUP, næstu þrjú
árin. Samningur þess efnis var
undirritaður í húsakynnum
flugfélagsins á dögunum. Hátíðin
verður haldin næst 25. til 29. júlí
á þessu ári, en í fyrra tóku
rúmlega áttatíu lið þátt með
samtals yfir þúsund keppendur.
Í fréttatilkynningu segir að
samningurinn muni stuðla að
fjölgun erlendra félagsliða á
mótinu, og mun Iceland Express
einnig taka þátt í að kynna
knattspyrnuhátíðina í gegnum
markaðsstarf sitt erlendis.
Verður bakhjarl
fótboltamóts
Sjúkraliðar afhentu í
gær Steingrími Sigurgeirssyni,
aðstoðarmanni Þorgerðar Katrín-
ar Gunnarsdóttur menntamála-
ráðherra, lista með undirskriftum
tæplega 600 félaga í Sjúkraliða-
félaginu til að mótmæla „helm-
ingsafslætti“ á sjúkraliðanámi í
framhaldsskólum landsins.
Dagbjört Steindórsdóttir
sjúkraliði er ein þeirra sem stóðu
að mótmælunum. Hún segir að
mikil óánægja og sundrung sé í
Sjúkraliðafélaginu með þennan
afslátt. Þriðjungur félaganna hafi
skrifað undir listann, eða tæplega
600 manns af ríflega 1.500 félags-
mönnum.
Átök eru innan Sjúkraliða-
félagsins og hafa tveir sjúkraliðar
þegar ákveðið að bjóða sig fram
gegn Kristínu Á. Guðmundsdótt-
ur, núverandi formanni, á aðal-
fundi félagsins sem haldinn verð-
ur í lok maí. Þetta eru þær Guðrún
Katrín Jónsdóttir og Helga Dögg
Sverrisdóttir.
Óánægja sjúkraliðanna er fyrst
og fremst til komin í framhaldi af
samkomulagi stjórnar Sjúkraliða-
félagsins og menntamálaráðu-
neytisins en samkvæmt því hefur
verið tekið upp svokölluð sjúkra-
liðabrú. Samkvæmt henni er metið
til sextíu eininga, eða helmings af
námi sjúkraliða fram að þessu,
starf fólks sem hefur unnið í fimm
ár á heilbrigðisstofnunum, er 23
ára að aldri eða eldra og hefur
tekið minnst 230-260 stundir í
námskeiðum á vegum stéttar-
félaga. Dagbjört segir að nemar
með þennan grunn þurfi því aðeins
að taka 60 einingar til viðbótar til
að ljúka námi sjúkraliða.
Í ályktun sjúkraliðanna segir
að stytting námsins sé „móðgun
við alla starfandi sjúkraliða og
sýnir mikið vanmat á störfum
þeirra og menntun“.
Hún sé gengisfelling á sjúkra-
liðanáminu og muni veikja stétt og
stöðu sjúkraliða. Þannig segir
Dagbjört að tungumálanámið hafi
til dæmis verið fellt niður en
sjúkraliðar þurfi þó að sinna
erlendu fólki á heilbrigðisstofnun-
um landsins.
Sjúkraliðar á mörgum deildum
Landspítala – háskólasjúkrahúss
eru afar óánægðir með þróunina.
Á nokkrum deildum, til dæmis á
B2, A7 og 12E, eru sjúkraliðar
hættir að leiðbeina nemum með
þennan bakgrunn og segir Dag-
björt að sjúkraliðar ætli ekki að
leiðbeina þeim sem koma í starfs-
þjálfun árið 2008.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélagsins, segir
að ekki sé hægt að gera lítið úr
óánægju innan félagsins. Um 500
undirskriftir hafi verið afhentar í
menntamálaráðuneytinu, það sé
kannski ekki stór hópur í 3.000
manna félagi. Stytting sjúkraliða-
námsins hafi verið í bígerð í tólf
ár. Nefnd hafi verið skipuð og
henni sé hægt að skila tillögum
um það sem megi leiðrétta og
bæta.
Tveir hafa lýst yfir framboði
gegn Kristínu. „Það er öllum
frjálst. Þetta er lýðræðislegt
félag,“ segir hún.
Sjúkraliðar
deila um nýja
námsleið
Sundrung og óánægja er innan Sjúkraliðafélags
Íslands. Tveir bjóða sig fram gegn sitjandi formanni.
Sjúkraliðar mótmæla styttingu náms.
Hvert er millinafn banda-
ríska forsetaframbjóðandans
Barack Obama?
Hvað heitir kvennadeild
Kiwanis-samtakanna?
Hverjir unnu stjörnuleik
NBA-deildarinnar aðfaranótt
mánudags?
Þetta er lýðræðislegt
félag.
RAUÐA KROSS NÁMSKEIÐ
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Heimsóknarvinanámskeið 3 klst. Ókeypis
Vilt þú sinna heimsóknum til fólks sem býr við einsemd og einangrun? Undirbúningsnámskeið fyrir
heimsóknavini Rauða krossins verður haldið 20. febrúar kl. 18–21 hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11 og 20.
mars kl. 18–21 hjá Reykjavíkurdeildinni, Laugavegi 120. Þátttakendur af öllu höfuðborgarsvæðinu eru
velkomnir.
Grunnnámskeið Rauða krossins 3 klst. Ókeypis
Námskeiðið er ætlað nýjum sjálfboðaliðum eða fólki sem hefur hug á að kynna sér hjálpar- og félagsstarf
Rauða krossins. Farið er í upphaf og sögu hreyfingarinnar, grundvallarmarkmið, alþjóðleg mannúðarlög,
stefnu Rauða kross Íslands og helstu áherslur í starfi félagsins innanlands og utan. Haldið á landsskrifstofu
Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 5. mars kl. 18–21.
Slys á börnum 8 kennslustundir (tvö skipti)
5.700 kr. eða samtals 9.000 kr. ef par tekur þátt.
Markmið: Að þátttakendur læri að þekkja varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna
og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun
barna og sálrænum stuðningi við börn. 26. febrúar og 5. mars kl. 18–21 hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11 og
29. mars kl. 18–21, hjá Garðabæjardeild, Hrísmóum 4.
Skyndihjálp 5 kennslustundir 4.500 kr.
Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp, endurlífgun og sálrænum stuðningi í
neyðartilvikum. Haldið hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11, 6. mars kl. 18–22.
16 kennslustundir (þrjú skipti) 8.900 kr.
Markmið: Að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Að auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Haldið hjá Reykjavíkurdeild, Laugavegi 120,
12., 13. og 15. mars kl. 18–22.
Skyndihjálparæfing 2 klukkustundir ókeypis
Verkleg skyndihjálparæfing sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nauðsynlegt er að skrá sig því
uppsetning æfingarinnar gerir ráð fyrir hámark 24 þátttakendum. Reyndir skyndihjálparleiðbeinendur fara í
gegnum nokkur tilfelli með þátttakendum og í lokin er gert ráð fyrir umræðum. Haldin í húsnæði
Hafnarfjarðardeildar, Strandgötu 24, 14. mars kl. 19.30–21.30.
Sálrænn stuðningur 6 kennslustundir 4.900 kr.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.
Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum
aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Viðfangsefni eru meðal annars: Mismunandi
tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálrænn stuðningur, stuðningur við úrvinnslu
alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli.20. mars frá 17-21 hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11.
Börn og umhverfi 16 kennslustundir 7.500 kr.
Námskeiðið er fyrir unglinga, fædda 1995 og fyrr sem vilja fræðast um umgengni og framkomu við börn,
slysahættur í umhverfi barna, slysavarnir og skyndihjálp. Þessi námskeið verða haldin hjá eftirfarandi
deildum í apríl, maí og júní: Álftanesdeild, (Álftanesskóla), Garðabæjardeild (Hrísmóum 4), Hafnar-
fjarðardeild (Strandgötu 24), Kjósarsýsludeild (Þverholti 7, Mos.), Kópavogsdeild (Hamraborg 11) og
Reykjavíkurdeild (Laugavegi 120).
Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðin fara fram á www.redcross.is, í síma 565 2425 eða með
tölvupósti á hofudborgarsvaedi@redcross.is. Einnig er hægt að skrá sig hjá viðkomandi deildum.