Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 14

Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 14
fréttir og fróðleikur Þrjátíu ára gamalt ríki í Afríku Óánægja inn- an félagsins INNBLÁSTUR FYRIR SKÖPUNARGLEÐINA Ókeypis Panduro Hobby föndurlisti á íslensku! Einnig fáanlegur í Skólavörubúðinni. Borgartúni 29 Höfðabakka 3Glerárgötu 34 Á morgun rennur út sá frestur sem Sameinuðu þjóðirnar settu Írönum til að hætta úranauðgun eða sæta ella frekari refsiað- gerðum. Íranar standa þó enn sem fyrr fast á því að þeir þurfi á kjarnorku að halda til friðsamlegra nota. Ali Larijani, aðalsamningafulltrúi Írans í kjarnorkumálum, ætlar að ganga á fund Mohammeds ElBara- dei, yfirmanns kjarnorkustofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, IAEA, í Vínarborg í dag. Í gær, aðeins tveimur dögum áður en fresturinn rann út, hófust síðan heræfingar í Íran, þær viða- mestu frá því í mars árið 2006. Talið er að um 60 þúsund hermenn taki þátt í æfingunum, allt saman menn í byltingarvarðliðinu, úrvalshersveitum landsins. Á fundi sínum hinn 23. desember síðastliðinn ákvað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að beita Írana refsiaðgerðum vegna þess að þeir hafa ekki viljað hætta við áform sín um að auðga úran, sem gerir þeim kleift að eignast kjarn- orkuvopn. Jafnframt samþykkti ráðið að veita Írönum sextíu daga frest til þess að verða við kröfum ráðsins, að öðrum kosti yrðu frek- ari refsiaðgerðir ákveðnar. Ekk- ert bendir til annars en að Íranar ætli sér ekki að hætta auðgun úrans. Þvert á móti hafa Íranar allar götur haldið fast í þá afstöðu að þeir hafi fullan rétt til að stunda kjarnorkuvinnslu í friðsamlegum tilgangi, enda ætli þeir sér alls ekki að nota kjarnorkuna til þess að búa til kjarnorkuvopn. Ali Khameini erkiklerkur ítrek- aði þetta í sjónvarpsviðtali á laug- ardaginn og sagði það ekkert annað en „grunnhyggni“ að halda því fram að Íranar þurfi ekki á kjarnorku að halda. „Olíu- og gasauðlindir endast ekki til eilífð- arnóns. Sú þjóð sem hugar ekki að framleiðslu fyrir framtíðarorku- þörf sína verður ofurseld ríkjum sem sækjast eftir yfirráðum,“ sagði Khameini. Bæði Bandaríkin og Evrópuríki hafa neitað að taka þessar yfirlýs- ingar um friðsamlega notkun kjarnorkunnar trúanlegar. Íranar segjast hins vegar þurfa á kjarn- orkunni að halda til að framleiða rafmagn þegar olíulindirnar ganga til þurrðar. Íranar framleiða nú 4,2 milljón- ir tunna af olíu á dag og talið er að auðlindirnar geti með góðu móti gefið af sér 137 milljarða tunna, en það nemur um 12 prósentum af heildarolíuforða jarðarbúa. Deilurnar nú snúast hins vegar um auðgun úrans, sem Íranar hafa stundað þrátt fyrir andstöðu Vest- urlanda. Auðgun úrangrýtis, sem finnst í náttúrunni, er nauðsynlegt til þess að það verði nothæft til kjarnorkuvinnslu. Auðgunin, sem svo er nefnd, felst í því að úranið er gert geislavirkara, með því að auka hlutfall geislavirkari sam- sæta efnisins í úrangrýtinu. Þar með aukast möguleikarnir á kjarnaklofnun, sem eru ekki sér- lega miklir í óauðguðu úrani. Í febrúar síðastliðnum skýrðu Íranar frá því að þeir hefðu auðg- að úran og hefðu notað til þess 164 skilvindur, sérhæfðan tæknibúnað sem bæði getur framleitt kjarn- orkueldsneyti og efni í kjarnorku- vopn. Íranar hafa áform um að koma sér upp 54.000 slíkum skilvindum. Með þeim væri hægt að framleiða kjarnorkueldsneyti sem dygði til að reka þúsund megavatta kjarn- orkuver í eitt ár. Á næstu tveimur áratugum stefna Íranar að því að framleiða 20 þúsund megavött af raforku í kjarnorkuverum. Í síðustu viku var búist við því að Íranar myndu skýra frá því, að þeir hefðu tekið 3.000 skilvindur í notkun, en einhver töf hefur orðið á því. Þó er ekki vitað hvers vegna sú tilkynning kom ekki fram. Á hinn bóginn fullyrti Mah- moud Ahmadinejad, forseti Írans, í síðustu viku að Íranar væru nú orðnir fullfærir um að stunda kjarnorkuvinnslu. Næstu tvo mán- uðina verði síðan smám saman skýrt frá nýjum áföngum Írana í kjarnorkumálum. Frekari refsiaðgerðum hótað © GRAPHIC NEWS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.