Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 17
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir tölvunarfræðing-
ur þakkar breyttu mataræði þyngdartap.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir tölvunarfræðingur
hafði lengi átt við ofþyngd að stríða þegar hún
leitaði til Íslensku vigtarráðgjafanna. Eftir það
breytti líf hennar um stefnu.
„Ég slysaðist á fund með vinkonu minni, en
hafði samt ákveðnar efasemdir,“ segir Sigrún,
sem hafði áður reynt ýmsar aðferðir til að losna
við aukakílóin. Hún hafði til dæmis „hætt að
borða nammi“, en stóð sig samt að því að halda
uppteknum hætti. Þótt hún hafi verið meðvituð
um að vera í yfirþyngd, taldi hún sig aldrei eiga
við vandamál að etja.
Að sögn Sigrúnar byggir boðskapur Íslensku
vigtaráðgjafanna, sem margir kannast við sem
„danska kúrinn“, á þeirri hugmynd að holdafar
ráðist að mestu af mataræði. Mikið er borðað af
grænmeti og ávöxtum, en neyslu sælgætis og
áfengis sleppt og sykri haldið í algjöru lágmarki.
„Mér var sagt að færi ég eftir þessum boðorðum
tækju aukakílóin að hverfa. Ég sló því bara til.
Fór út í búð og fyllti matarkörfuna af hollum mat
og fór að skipuleggja betur mataræðið og mat-
málstíma. Eftir það hef ég aldrei borðað eins
mikinn og hollan mat og nú.“
Árangurinn lét ekki á sér standa. Kílóin runnu
af Sigrúnu, að meðatali eitt á viku og þegar árið
var á enda hafði hún lést um hvorki meira né
minna en 46 kíló. Þótt hún hafi átt á brattann að
sækja, segist hún aldrei hafa misst móðinn. „Það
er ekki fyrr en ég komst í kjörþyngd að ég fór að
slaka á. Nú þarf ég að losa mig við sex kíló og
ætla að passa mig á að detta ekki aftur í gamla
farið.“
Náði kjörþyngd
á einu ári