Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 18
Kaffi hefur löngum verið þjóðar- drykkur landans en nú hafa margir tekið sig til og hætt að drekka kaffi og drekka aðeins grænt te til að öðlast betri heilsu. Seyði af jurtum hafa svalað þorsta manna frá örófi alda og sagan segir að teið hafi fyrst komið til sögunnar þegar lauf af terunna fauk út í soðið vatn keisarans í Kína. Í Japan er tedrykkja eins konar listform en Bretar drekka teið eins og vatn, eða um 165 milljónir bolla á dag samkvæmt breska teráðinu. Svarta teið er um 78 prósent af heimsframleiðslunni og er algengast á Vesturlöndum en það græna er mest drukkið í Japan og Kína. Neysla á grænu tei hefur þó aukist til muna á Vesturlöndum samhliða auknum áhuga á heilsufari og matar- æði. „Svarta og græna teið er af sömu plöntu, terunnanum camellia sinens- is, en græna teið er unnið með ýmsum aðferðum úr þurrkuðum telaufum og það svarta er gerjað,“ segir Kolbrún Björnsdóttir jurtalæknir. Koffínmagnið í tei er um það bil helmingi minna en í kaffi og hefur sá þáttur mest áhrif á þá sem hætta að drekka kaffi og fara yfir í te. Talið er að mikil neysla á koffíni geti dregið úr nýtingu ýmissa næringaefna og stuðlað að kvillum eins og mígreni, síþreytu og jafnvel flýtt fyrir öldrun húðar- innar. „Það er jafnmikið koff- ín í grænu og svörtu tei, en það græna er samt aðeins betra þar sem það er ekki gerjað og hefur meira magn af andoxunarefn- um sem eru góð fyrir okkur,“ segir Kolbrún sem sjálf forðast kaffið og drekkur sparlega af grænu tei og segir að þrír bollar á dag ættu að vera hámark. Breska te- ráðið: www.tea.co.uk Grænt teboð í stað kaffiboðs Það þarf sennilega ekki að taka það fram að síminn er sjálfsagt tæki á hverju heimili, og jafnvel hjá hverjum einstaklingi eftir GSM-byltinguna. Flest okkar notum vioð símann til nokkuð viðurkenndra samskipta þar sem við komum fram undir eigin nafni og persónu. Hins vegar eru einstaklingar sem villa á sér heimildir og nota símann á ólöglegan hátt. Hér getur verið um að ræða símaat, svindl í gegnum síma, og það, sem er efni þessa pistils, símaárátta (telephone scatalogia) eða „dónasímtöl“ (obscene phone calls). Símaárátta er áráttukennd hegðun einstaklings sem hann á erfitt með að stjórna. Flestir sem þjást af þessum vanda eru karlmenn og hringja þeir nær oftast í konur í þeim tilgangi að hræða, áreita, og/ eða vekja reiði. Hegðunin er flokkuð sem kynlífs- frávik (paraphillia), þar sem einstaklingurinn sem hringir ertist kynferðislega við athöfnina. Vegna þeirra kynferðislegu áhrifa sem hegðunin og við- brögð kvennanna vekja hjá einstaklingnum verður erfiðara og erfiðara fyrir viðkomandi að hafa stjórn á hegðun sinni, þar sem löngunin í kynferðislega örvun af þessu tagi er mjög sterk. Það er mikilvægt að aðgreina þennan vanda frá símakynlífi (phone sex), af þeirri einföldu staðreynd að flestir sem sækja í símakynlíf vilja að einstakl- ingurinn hinum megin á línunni sé með í athöfninni og tali við sig á kynferðislegan hátt. Þar af leiðandi eru einstaklingar sem þjást af símaáráttu ekki sá hópur sem sækir í símakynlífsþjónustu. Þegar um er að ræða símaáreitni er athöfnin einungis með vilja annars aðilans (þess sem hring- ir) en veldur aftur á móti hinum aðilanum vanlíðan og jafnvel áfalli (fórnalambið sem svarar síman- um). Þetta er í raun svipað og það sem við þekkjum með „flassara“, þá sem bera sig framan við ókunn- uga, þar sem spennan felst í raun í að framkvæma óæskilega athöfn gagnvart einhverjum sem ekki vill og á ekki von á þessari hegðun. Eins og áður hefur verið nefnt felst kynferðislega örvunin í þeirri spennu sem það veldur að hringja í einhvern og haga sér á ósæmilegan hátt. Neikvæð viðbrögð fórnarlambsins verða þar af leiðandi hluti af kyn- ferðislegri brenglaðri útrás þess sem haldinn er þessari tegund símaáráttu. Hegðunina má þar af leiðandi flokka sem eina tegund af kynferðislegri áreitni. Líklegt er að netbyltingin hafi gert það að verk- um að þessi hegðun hafi þróast út í kynferðislega áreitni á netinu. Hér er þá helst verið að tala um spjallrásir fremur en tölvupóst, þ.e. fólk virðist lenda frekar í kynferðislegri áreitni á spjallrásum þar sem rauntímasamskipti sem kalla á viðbrögð annarra í rauntíma, eru hluti af því sem þessir ein- staklingar virðast vera að leita eftir. Rannsóknir á konum sem taka þátt í spjalli á netinu, benda til að mjög stór hópur hefur orðið fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni án þess að vera sjálfar að leita eftir kynferðislegum samskiptum, og konur hafa kvartað yfir því hversu algengt það er að lenda í áreitni í spjalli á netinu. Eins og með margt annað, hefur netið gefið ein- staklingum með þennan vanda meiri möguleika á að fela hverjir þeir eru. Nafnleyndin gefur þeim auk þess hugrekki til að viðhalda iðju sinni og má telja líklegt að margir sem áreita aðra kynferðis- lega á netinu séu þeir sömu og áður leituðu í síma- áreitni. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.