Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2007, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 20.02.2007, Qupperneq 19
Stresshormónið kortisól losn- ar út í blóðið við langvarandi streitu. Inntaka efnisins getur hins vegar minnkað stress þegar litið er til skemmri tíma. Þýskir vísindamenn hafa gert tilraun á stresshormóninu kort- isól og fengið athyglisverðar nið- urstöður. Kortisól losnar út í blóðrásina við langvarandi stress og getur það valdið veikingu ónæmiskerfisins og þunglyndi. Áhrif þess eru þó ekki einungis slæm því efnið virðist minnka stress sé það losað tímabundið út í líkamann. Rannsóknin fór þannig fram að konum var annars vegar gefin lyfleysa og hins vegar 30 mg af kortisóli. Kon- unum var svo komið í stressandi aðstæður sem byggðust upp á atvinnuviðtali fyrir framan kuldalega vinnu- veitendur í óþægilegu umhverfi. Þær konur sem fengu lyfleysu urðu flestar stressaðar, en þær sem fengu kortisól fundu fyrir mun minna stressi. Vonir standa til að hægt verði að nota kortisól til að minnka áfallastreitu og lækna þá sem þjást af áfallastreitu- röskun. Stresshormón jákvætt fyrir konur Heilmikið er um að vera í Manni lifandi á næstunni. Nokkur áhugaverð námskeið og fyrirlestrar eru á boðstólum hjá Manni lifandi í Borgartúni 24 á næstunni. Á fimmtudaginn heldur íþrótta- fræðingurinn og einkaþjálfarinn Goran Kristófer Micic fyrirlestur sem ber heitið Hlustaðu á líkama þinn − sex skref til fullkominnar heilsu! Fyrirlesturinn fer að mestu fram á ensku og hefst klukkan 17.30. Opinn hláturjógatími fer fram laugardaginn 24. febrúar. Í hlátur- jóga getur hver sem er hlegið í hópi, án tilefnis, án þess að segja brandara, án húmors eða fyndni. Tilgangurinn er að efla og styrkja líkama og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jóga- öndun. Til að kalla fram hláturinn eru notaðar ákveðnar æfingar og með augnsambandi verður hlátur- inn fljótt eðlilegur. Ásta Valdi- marsdóttir hefur umsjón með hlát- urjóganu í þetta skipti en allir eru velkomnir. Kolbrún Björnsdóttir grasa- læknir heldur fyrirlestur þriðju- daginn 27. febrúar um hreinsun líkamans með jurtum og mat. Fyr- irlesturinn hefst klukkan 17.30 og stendur til 19.00. Hlegið og hreinsað Dreifingaraðili , S.L.I ehf. , Sími: 866 9512 Fæst hjá: Aftur til náttúru STERK B-BLANDA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.