Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 20
www.svefn.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A – S T ÍN A M . / F ÍT Sítrónupressa MCP 3500 Pressar safann úr sítrusávöxtum. Kanna tekur 0,8 l. Verð: 3.500 kr. Safapressa MES 1020 Pressar bæði ávexti og grænmeti. Safakanna sem skilur froðu frá. Auðveld í þrifum. Tækifærisverð: 7.500 kr. Fólk sem hlotið hefur heila- skaða m.a. vegna slysa eða ofbeldisverka, aðstandendur þess og fagfólk með þekkingu á málefninu munu stofna hags- munafélag annað kvöld á 9. hæð í Hátúni 10 í Reykjavík. „Oft líða einhver ár þar til afleið- ingar slysa eða áverka koma í ljós hjá einstaklingi. Þá fer að verða vart breytinga, hann missir tökin á vissum þáttum og það koma upp erfiðleikar í daglegu lífi. Hann hættir að tengja saman orsök og afleiðingu og lærir ekki af reynsl- unni með sama hætti og áður. Ræður ekki við að halda utan um fjármál sín, veldur ekki vinnunni og fjarlægist fjölskylduna. Þá hefur kannski orðið skaði á fram- heila sem á rætur að rekja til vinnuslyss, umferðarslyss eða ofbeldisverks mörgum árum fyrr en var ekki greinanlegur á sínum tíma. Þetta er mjög falinn hópur.“ Þannig lýsir Olga B. Jónsdóttir félagsráðgjafi einkennum á duld- um heilaskaða. Olga starfar á þekkingarstöð í málefnum fatl- aðra hjá Reykjavíkurborg og hefur unnið að undirbúningi stofnunar nýs hagsmunafélags fólks með heilaskaða og aðstand- enda þess. Stofnfundur félagsins er á morgun í Hátúni 10 og Olga er spurð hver markmið þess séu og hverju það eigi að áorka. „Í fyrsta lagi er félagið stofnað til að auka skilning á högum þeirra sem hafa hlotið heilaskaða og leita eftir aðstoð og þjónustu þeim til handa. Aðstandendur þeirra þurfa vettvang að leita til svo þeir geti talað við aðra í sömu aðstæðum. Það þarf að koma meiri fræðsla um vandamálin sem þessir hópar eiga við að etja því þau geta verið margvísleg og bæði á lágu stigi og háu.“ Þar sem Olga starfar við félagsþjónustu talar hún af reynslu. „Það er ekki alltaf nóg að sleppa lifandi úr slysi því sumir verða aldrei samir eftir. Persónu- leikabreytingarnar geta komið fram smám saman og eru í sumum tilfellum vægar en stundum þannig að ættingjarnir þekkja einstaklinginn ekki fyrir sama mann.“ Hér er Olga vissulega að lýsa heilsufarslegum vanda en sér hún fyrir sér að kerfið taki á honum á einhvern hátt? „Heilbrigðiskerfið og félags- kerfið verða að taka höndum saman og koma með úrræði fyrir hópinn. Svo þegar kemur að endur- menntun eða hugsanlegri skóla- göngu þarf menntamálaráðuneyt- ið líka að gera ráð fyrir þessum einstaklingum,“ svarar hún. En hvar er þetta fólk staðsett núna? „Sumir eru enn að vinna en eru kannski svolítið upp á kant við sína nánustu. Ýmsir eiga mjög sterka aðstandendur sem eru í stöðugri baráttu við að halda þeim á veginum. Aðrir eru búnir að brjóta allar brýr að baki sér og eru komnir á götuna, atvinnulaus- ir og í miklum erfiðleikum.“ Olga situr sjálf í fagráði um heilaskaða og það ráð verður aðili að hinu nýja félagi. „Að mínu mati er mjög þarft að stofna svona samtök,“ segir hún og kveðst vita um marga sem séu tilbúnir að leggja þeim lið. Fólk með dulinn heila- skaða er falinn hópur Rautt og gult er yfirskrift nám- skeiða um hollt mataræði í Heilsuhúsinu í Lágmúla annað kvöld og á sunnudaginn. Námskeiðið Rautt og gult er haldið til minningar um Margréti Björgólfsdóttur sem var frum- kvöðull í matreiðslu grænmetis- fæðis og rak meðal annars fyrir- tækin Morgun-gull og Mensu. Kenndar verða aðferðir til að elda ljúffenga og holla grænmetisrétti á einfaldan hátt og fjallað um líf- ræna ræktun, samsetningu nær- ingarefna og tengsl matar og til- finningar. Hægt er að skrá sig hjá Berglindi í síma 895 8820 eða á netfangið ski@ hi.is Innifalið í námskeiðinu er matur, mappa með uppskriftum og upplýsingum um samsetningu næringarefna og lífræna ræktun, ásamt óvæntum glaðningi í lokin. Matur og tilfinningar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.