Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 30
 20. FEBRÚAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR8 fréttablaðið food and fun Veitingastaðurinn Einar Ben við Ingólfstorg er nefndur eftir einum framsæknasta Íslendingi síðustu aldar, Einari Benediktssyni. Til þess að standa undir nafni leggja matreiðslumenn staðarins sig fram um að töfra fram spennandi rétti úr fyrsta flokks íslensku hrá- efni. Steinar Þór Þorfinnsson er yfirkokkur á Einari Ben og hefur verið starfandi í eldhúsinu þar undanfarin tvö ár. „Það leggst mjög vel í mig að taka þátt í Food and fun hátíðinni, flakka á milli veitingastaða og prófa réttina sem verða fram- reiddir. Til okkar kemur mat- reiðslumaðurinn Margarita Mazurova frá Rússlandi. Hún er orðin vel þekkt í sínu landi fyrir að taka rússneskan mat og fram- reiða hann á nýstárlegan hátt, en það er í raun það sama sem við reynum að gera hérna á Einari Ben, þannig á ég von á því að geta lært eitthvað skemmtilegt af henni. Ég er reyndar ekki mikið inni í rússneskri matreiðslu svo það verður líka gaman að kynna sér þá nýju strauma.“ Steinar Þór segir hátíðina mikilvæga fyrir matreiðslumenn landsins. „Það fara margir út að borða þann tíma sem hátíðin stend- ur yfir og flestir hafa mjög gaman af. Á sama tíma er sérstaklega áhugavert að fá að kynnast því sem er að gerast í öðrum löndum og eiga samskipti við þessa erlendu gesti sem hingað koma,“ segir Steinar Þór, sem bíður spenntur eftir því að fá að sjá hvað verður í boði á veitingastöðum borgarinnar vikuna 21.-25. febrú- ar, enda ætlar hann sér að vera duglegur að fara út að borða. Andi skálds í eldhúsinu Lambaskanki með rjómasoðnu grænmeti og rauðvínsgljáa. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Saltfisk brandade með súrmjólkur- og piparrótarfroðu. Steinar Þór Þorfinnsson, yfirkokkur á Einari Ben. „Frá miðvikudegi til sunnudags ætlum við að vera með matseðil- inn sem indverski kokkurinn, Wikram Garg, hefur útbúið og verður öll kvöldin,“ segir Hrefna Jóhannsdóttir Sætran, yfirmatreiðslumaður á Sjávar- kjallaranum. „Þetta er mjög spennandi matseðill og ber keim af því að kokkurinn er indverskur. Það verður túnfiskstartar í for- rétt, humar og síðan lamb á tvenna vegu í aðalrétt. Hann gerir þetta náttúrlega sjálfur þannig að við bíðum spennt og erum komin með vatn í munninn af eftirvæntingu.“ Hrefna segir alla mjög spennta á staðnum og að margir hafi pant- að sér borð. „Við höfum verið með í hátíðinni frá því staðurinn var opnaður árið 2003 svo þetta er í fjórða skipti og það er mikil spenna í loftinu,“ segir Hrefna. Indverskur keimur Spennandi sjávarréttur frá Hrefnu á Sjávarréttakjallaranum. Hrefna Jóhannsdóttir Sætran er yfirmatreiðslumaður á Sjávarkjallaranum og er mjög spennt yfir komu indverska kokksins Wikram Garg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.