Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 32
fréttablaðið farið á fjöll 20. FEBRÚAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR10 Kanadíski kokkurinn Dennis John- ston verður gestakokkur á Rauð- ará á Food and Fun í ár. „Hann þykir einn alfremsti kokkurinn í Kanada og leggur áherslu á jap- önsk áhrif í vestrænni matar- gerð,“ segir Stefán Stefánsson kokkur á Rauðará. Johnston rekur veitingastaðinn Sid í Halifax sem Stefán segir mjög nútímalegan. „Það er ótrúlega gaman að fá svona reyndan mann,“ segi Stefán sem telur sig hafa verið mjög heppinn með kokka undanfarin ár. Hátíðin hafi leitt til þess að íslenskir kokkar hafi komist í sam- band við heimsþekkta matreiðslu- menn og lært mikið af þeim. John Bess, sem vann keppnina hér um árið, var til að mynda á Rauðará og hefur það orðið til þess að kokk- ar af Rauðará hafa fengið tæki- færi til að fara út á veitingastað hans í New Orleans. Stefán segir kokkana engar prímadonnur, hins vegar hafi þeir ekki mikinn tíma í eldhúsinu þar sem þeir þurfi að sinna öðrum verkefnum. Hins vegar setja þeir mark sitt á veitingastaðinn með sérvöldum matseðli. Johnston ætlar til að mynda að elda salt- fisksköku í japönsku raspi í for- rétt, stökksteikta bleikju með jap- önskum sveppum í millirétt, lambarétt að hætti Sids í aðalrétt og súkkulaðiköku að hætti John- stons í eftirrétt. Japönsk áhrif „Gestakokkurinn okkar heitir Pierre Wind, Hollendingurinn fljúgandi,“ segir Þórarinn Egg- ertsson yfirkokkur á veitingahús- inu Salti. „Pierre er einn frægasti sjónvarpskokkur Hollendinga en hann er með tvo sjónvarpsþætti þar í landi.“ Pierre mun bjóða upp á svolít- ið villtan matseðil á hátíðinni. „Hann verður til dæmis með kjúklingasúpu litaða með kol- krabbableki og bragðbætta með lakkrís og súrkálsís í eftirrétt. Þetta er svona mesta ruglið í þessum matseðli. Ég get lofað fólkinu að þetta verður alveg svakalega gott, maður bíður bara spenntur. Þetta verður góð máltíð og skemmtileg kvöldstund,“ segir Þórarinn. Veitingastaðurinn Salt er þó ekki alltaf svona villtur. „Salt flokkast undir klassískan veit- ingastað. Við bjóðum upp á franska matargerð með smá snúningi og erum til að mynda að leika okkur með alls konar froð- ur, loft og reyk. Við setjum frönsku klassíkina í algjörlega nýjan búning,“ segir Þórarinn. Þórarinn eldaði risahörpuskel og andalifur með kóngasveppa- froðu fyrir Fréttablaðið en rétt- inn má finna á kvöldmatseðli veit- ingahússins. Hollendingurinn fljúgandi Boðið er upp á risahörpuskel og anda- lifur með kóngasveppafroðu á kvöld- matseðli veitingastaðarins Salt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Veitingastaðurinn Vox við Suður- landsbraut fær meistarakokkinn Kai Kallio frá Finnlandi til liðs við sig á Food and Fun hátíðinni. „Hann ætlar að vera með alveg dúndrandi fimm rétta matseðil og mér líst alveg rosalega vel á þetta hjá honum,“ segir Sigurður Gíslason, yfirkokkur á Vox. „Kai ætlar að vera með kóngakrabba í forrétt með tómatseyði, lúðu steikta í karrísmjöri í millirétt, lambasteik í aðalrétt og súkku- laðiköku í eftirrétt,“ bætir Sig- urður við en staðurinn er að verða fullbókaður yfir hátíðina. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn hjá okkur eins og núna í kringum þessa hátíð,“ segir hann glaður í bragði. „Við notum íslenskt hráefni en annars er mjög gaman að fá svona snillinga hér inn og maður fer í annan gír. Það er bara keyrt á þessum eina matseðli og hér fyllist allt af fólki, þannig að þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður en Vox tekur þátt í hátíðinni í fjórða sinn nú í ár. - sig Allt fyllist af fólki Girnilegur matur á veitingastaðnum Vox. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elísabet Þorvarðardóttir matreiðslu- nemi stendur einbeitt yfir pottunum á Vox. Stefán Stefánsson kokkur á Rauðará eldaði þennan forrétt fyrir lesendur af matseðli Rauðarár. Steiktur skötuselur vafinn inn í beikon, með papriku og púrrulauk, mangó og teryaki-sósu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórarinn leggur lokahönd á verkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.