Fréttablaðið - 20.02.2007, Page 44

Fréttablaðið - 20.02.2007, Page 44
Ég sá hana bara og pæng! Ég fann þetta mikla högg og allt í einu streymdi blóð úr eyrunum á mér! Og út um nefið, já ástin hún getur verið svo falleg! Mér tókst það! Ég notaði raddgreiningarforritið til að skrifa bréf fyrir mig! Vel gert pabbi! Já, svo prentaði ég það út og setti í umslag, rölti svo að næsta póstkassa með afgangs frímerki frá öllum jólakortunum sem við sendum og póstlagði! Ég er alveg ótrúlega stoltur! Ég er alveg ótrúlega pirraður! Ást við fyrstu sýn ... Tístudýrið mitt! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst!Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst!Tíst! Tíst! Tíst! Tíst! Tíst!Tíst! Tíst!Tíst! Skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Tíst! Hlynur hér ... Hæ Hannes, varstu að fá nýjan leikfangabíl? Já finnst þér hann ekki hljóma flott? Forval Eurovision er hálf- gerður vorboði og því ekki skrítið að einhverjir skuli rasa um ráð fram þennan laugardag í febrúar, teyga ódýrt rauðvín, gefa krökk- unum bónussnakk og jafnvel grilla í frostinu. Það er vel hægt að taka generalprufu á aðalpartíið í maí. Framlag þjóðarinnar skal valið og enn og aftur komið tækifæri til að sýna þessum stórþjóðum úti í heimi hvar Björk og Sigur Rós keyptu ölið. Þeir eru að vísu fleiri sem hættir eru að líta á keppnina sem dauðalvarlega dómsmeðferð og reyna þess í stað að taka dæminu létt. Enda agalegt að fjölskyldan fari öll grátandi í háttinn þegar ljóst er að meginlandinu finnst íslenska lagið ljótt og leiðinlegt. Þrátt fyrir að Eurovision sé í flestum tilvikum ruslakista fyrir lélegar lagasmíðar má þó spotta ágætis laglínur inni á milli. Söngv- ararnir gefa sig í það minnsta alla í verkefnið og láta sig hafa það að klæðast oft á tíðum „umdeildum“ klæðnaði. Eurovision á mun stærri sess í hjörtum Íslendinga en þeir flestir vilja viðurkenna. Flestir hafa gert upp hug sinn hvaða lag er best og hvaða lag er verst og hvaða lög eru hugsanlega stolin frá Björgvini Halldórs. Það er með hreinum ólík- indum að þetta eina kvöld skuli allir sameinast í að skeggræða lagasmíð- ar sem í flestum öðrum tilvikum væru álitnar hreinasta hörmung. Börnin taka virkan þátt í sturlun- inni sem heltekur heimilið. Heimta afnot af farsímum foreldranna og kjósa lögin sem þau geta sungið með. Þeim er alveg sama þótt text- inn sé bjagaður og óskiljanlegur, þótt nokkur orð vanti hér og þar. Bara ef lagið fær þau til að hrista sig og skekja. Daginn eftir vakna þau síðan með laglínuna á vörunum og halda uppi skemmtuninni með eigin útfærslu af sigurlaginu við misjafnar undirtektir. Enginn er laus úr viðjum Eurovisjon fyrr en botninum hefur verið náð í maí. Og þá er spurning hvað og eða hvern við tökum fyrir og skellum skuld- inni á ef ófarirnar eru miklar. Það er úr nokkru að velja svo sem ljótir búningar, vond hárgreiðsla eða smekklaus Evrópa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.