Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 45

Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 45
Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzó- sópransöngkona og píanóleikarinn Kurt Kopecky flytja aríur og söng- lög af amerískum uppruna á hádegistónleikum Íslensku óper- unnar í dag. Á efnisskrá dagsins, sem ber yfirskriftina „Andagift frá Ameríku“, eru óperuaríur, söngleikjalög og djasstónlist eftir Stephen Sondheim, Kurt Weill, Menotti og fleiri. Ingveldur Ýr Jónsdóttir stund- aði nám við Tónlistarskóla Vínar- borgar og Manhattan School of Music í New York. Að lokinni mastersgráðu í söng starfaði hún við óperuhús víða erlendis. Hún hefur margsinnis komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og CAPUT-hópnum auk þess að syngja inn á hljómdiska. Meðfram starfi sínu sem óperusöngkona hefur Ingveldur um árabil rekið sitt eigið söngstúdíó og haldið fjölda námskeiða fyrir söngáhuga- fólk á öllum aldri. Ingveldur Ýr syngur um þessar mundir hlut- verk hinnar skeggjuðu Tyrkja- Böbu í uppsetningu Íslensku óper- unnar á Flagara í framsókn eftir Stravinsky og hefur hlotið góða dóma fyrir frammistöðu sína. Tónleikarnir standa yfir í um fjörutíu mínútur og er tilvalið fyrir þá sem starfa eða búa í mið- bænum að taka sér örstutt frí frá dagsins önnum og líta inn í Óper- una í hádeginu og hlýða á ljúfa tóna. Veitingar verða boðnar til sölu í anddyri hússins, bæði fyrir og eftir tónleikana. Tónlist af amerískum ættum 17 18 19 20 21 22 23 Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin per- sónu á sviðinu. Þá var kvöldið hálfnað og meistarinn hafði komið fram í allra sinna kvikinda líki og farið á kostum, tekið nokkrar, nei margar, gamlar lummur, við gríðarleg fagnaðarlæti. Nú stóð hann við hnéhátt púlt og sagði nokkrar sögur sem voru meira í ætt við uppistand en leikin atriði. Skyndilega fór hann úr svörtum jakkanum, beygði sig yfir púltið, skellti á sig sólgleraugum og latex- kollu og reis upp og var orðinn Bubbi Morthens. Kassinn þaninn, upphandleggirnir stæltari, maður- inn einfaldlega umbreyttist frammi fyrir augum áhorfenda. Yfir brjóst- ið mitt stóð á hvítum bolnum 60.60.60. Salurinn á frumsýningunni elsk- aði sinn mann og rétt er það: Laddi er dæmalaust flinkur skemmti- kraftur, skarpur á einkennum í karakterum sem hann hefur skap- að, þótt samkenni þeirra komi í ljós þegar þeir mæta í langri runu. Allir hafa mállega kæki og sinn talanda, fas sem er sérstakt og ýkt upp með hári, gleraugum, og réttum fötum. Gamansemin er alltaf meinlaus og beinist gjarna að persónunni sjálfri, þá sjaldan fjarstaddar per- sónur eru nefndar dylst engum að það er ekki gert af meinfýsni eða spottþörf. Líklega er það einn af mörgum lyklum að velgengni og lýðhylli Ladda. Annar er að hann stígur létt í klámvænginn án þess að verða nokkru sinni sóðalega grófur. það er yfir honum bjart sakleysi, eins og allir þekkja. Sýn- ingin í Borgarleikhúsinu er því fjölskylduskemmtun. Hjálparmenn Ladda eru fjög- urra manna band, strákarnir hans þrír, Halli bróðir hans, Steinn Ármann og Eggert Þorleifsson í einu atriði. Af þessum reynir mest á bandið sem er prýðilegt en nokk- uð háttstillt miðað við söng. Steinn Ármann stendur sig þokkalega sem straight-maður, sá sem spyr, hann er mátulega hlutlaus og látlaus í fasi. Eggert er stórkostlegur í sínu litla atriði og Halli samur við sig, á kostulegum mörkum þess að vera atvinnumaður og amatör. Sýningin er í lengra lagi og dett- ur aðeins niður skömmu fyrir loka- atriði. Hún ber þess nokkuð merki að vera hugsuð sem skemmtun á laugardagskvöldi. Það vantar í hana fágun en líklega er það nokk- uð sem Ladda þykir ekki skipta máli: útlit. Hann er að sönnu gríðarlega næmur fyrir sal áhorf- enda, haldinn þessari náttúrulegu guðsgjöf trúðsins að geta vakið hlátur með smávægilegri hreyf- ingu, handarhreyfingu, halla á búk, augntilliti. Það er náðargáfa og lærist víst seint og enginn nema hann hafi sótt miðin lengi og leikið mikið á sviði. Sýningin teygist semsagt. Klippt atriði úr safni ríkissjón- varpsins voru snubbótt, endurtekn- ingar á myndum komu fyrir og sá partur ekki unninn af miklum metnaði. Það læddist að manni sá grunur að enn teldu menn sig stadda á matsölustaðnum Broad- way, á næsta bæ við Múlakaffi, og þá væru ekki alveg sömu kröfur gerðar og þyrfti í þessu húsi þar sem menn eiga að vanda sig í hverju verki. Vísast lítur stjórn hússins svo á að á Ladda-sjói leyf- ist allt þótt hann standi sig víst með prýði í einum þremur sviðsetning- um LR um þessar mundir. Það væri máski ráð að fá hann í svo sem eina sýningu hjá Íslenska dansflokkn- um til þess að hann geri eitthvað nýtt og áhorfendur heimsæki flokkinn. Svo er bara að bóka Tón- listarhúsið fyrir 65 ára afmælið. Hver tekur annars á móti bókunum fyrir það? Laddi er í allra kvikinda líki Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16:00 virka daga og tveim tímum fyrir sýningu. Sími miðasölu er 562 9700. Í GLÆNÝRRI GAMANSÝNINGU BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN) pabbinn.is SALA Í FULLUM GANGI Á EFTIRFARANDI SÝNINGAR: 23/2 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 24/2 UPPSELT, 25/2 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 2/3 UPPSELT, 3/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 4/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 7/3 LAUS SÆTI. 9/3, 10/3, 15/3, 17/3, 18/3, 22/3, 23/3, 24/3. Allar sýningar hefjast kl. 20 nema 10/3 kl. 15. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!! „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.