Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 46
Poppprinsessan sköllótta Britney
Spears rakaði sjálf af sér hárið á
hárgreiðslustofu í Los Angeles
eftir að hárgreiðslukonan neitaði
að verða að ósk hennar. Er hárið
nú til sölu á uppboðssíðunni Ebay
fyrir tæpar 72 milljónir króna.
„Ég reyndi að telja henni hug-
hvarf. Ég spurði: Ertu viss um að
þér líði ekki bara eitthvað illa í
dag og verðir á annarri skoðun á
morgun? Hvers vegna bíðurðu
ekki aðeins með þetta?“ sagði
Esther Tognozzi, eigandi hár-
greiðslustofunnar í viðtali við
CNN. „Þá sagði hún: Nei, ég vil
pottþétt raka hárið af núna. Það
næsta sem ég sá var að hún greip
rakvélina, fór baka til og rakaði
hárið af sjálf.“
Eftir þetta ók Britney til húð-
flúrara þar sem hún fékk sér tvö
húðflúr. Fyrst lét hún setja rauðar
varir á úlnlið sinn og síðan hvítan
og bleikan kross á mjöðmina.
Erlendir fjölmiðlar telja að
Britney eigi við mikil vandamál að
stríða og þurfi augljóslega á sál-
fræðiaðstoð að halda. Hún er sögð
ramba á barmi taugaáfalls af ótta
við að missa forræði sitt yfir sonum
sínum tveimur til fyrrverandi
eiginmanns síns, Kevin Federline.
Lögfræðingar Federline hafa
útmálað Britney sem óhæfa
móður sem eigi við drykkjuvanda-
mál að stríða.
Britney skráði sig í meðferð
síðastliðinn fimmtudag eftir fjög-
urra daga fyllirí í New York.
Innan við sólarhring síðar sneri
hún aftur heim til Kaliforníu og
hitti syni sína áður en hún rakaði
af sér hárið og lét húðflúra sig. Að
því loknu sást til Britney með
svarta hárkollu á læknasetri í
Beverly Hills þar sem hún ræddi
við starfsfólk í afviknu herbergi.
Britney rakaði sjálf af sér hárið
Hallgrímur Helgason opnaði myndlistarsýninguna The Kodak Moments í Galleríi Turpent-
ine á föstudag. Margt góðra gesta samgladdist Hallgrími en sýningin samanstendur af svart-
hvítum grafíkverkum sem unnin voru á árunum 2004-2007. Öll fjalla þau um lífið innan
veggja heimilisins; sambönd og sambúðir, foreldra, börn og barning kynja.
Lindsay Lohan
var ekki lengi að
skella sér á
djammið eftir að
hafa verið í með-
ferð, hún var
komin á galeiðuna
kvöldið áður en
meðferðinni lauk.
Lindsay var
útskrifuð á föstu-
dag eftir 30 daga
dvöl á meðferðar-
heimilinu en
kvöldið áður sást
til hennar á nætur-
klúbbnum Teddy‘s í LA. Lindsay
skellti sér aftur á djammið á föstu-
dagskvöldinu. Þá fór hún á
skemmtistaðinn Les Deux þar sem
meðal annars sást til hennar á
spjalli við Justin Timberlake.
Úr meðferð
á djammið
Rokkarinn Bret Michaels úr hljóm-
sveitinni Poison verður í aðalhlut-
verki í eigin raunveruleikaþætti á
sjónvarpsstöðinni VH1. Í þætti
sínum mun Michaels leita að ást-
inni og mun þessi snilld kallast
Rock of Love with Bret Michaels.
Rokkarinn mun koma sér fyrir með
fjölda fagurra kvenna á heimili
sínu í Los Angeles og munu stúlk-
urnar þurfa að gangast undir
ýmsar prófraunir í keppni sinni
um hylli hans.
Leitar að
ástinni
Parið fyrrverandi Justin Timber-
lake og Cameron Diaz hittist í
laumi á hóteli fyrir skömmu, þrátt
fyrir að hafa nýverið hætt saman
eftir þriggja ára samband.
Justin var staddur á hótelinu
ásamt leikstjóranum Martin Scor-
sese og nokkrum öðrum þegar
hann steig upp frá borði og ræddi
við konu sem stóð baka til. Sjónar-
vottar segja að þarna hafi Diaz
verið mætt og fór hún með Justin
út af hótelinu nokkru síðar.
Hittust á
hóteli
Hasarmyndin
Ghost Rider
með Nicolas
Cage í aðalhlut-
verki fór beint
á toppinn á
bandaríska
aðsóknarlistan-
um sína fyrstu
viku á lista.
Þrátt fyrir að
myndin hafi
fengið misjafna
dóma var þetta
aðsóknarmesta opnunarmynd árs-
ins í Bandaríkjunum til þessa. Í
myndinni leikur Cage mótorhjóla-
kappa sem býr yfir ofurmannleg-
um hæfileikum. Í öðru sæti lenti
ævintýramyndin Bridge to Tera-
bithia og í því þriðja varð Norbit
með Eddie Murphy í aðalhlutverki.
Í fjórða og fimmta sæti voru róm-
antísku gamanmyndirnar Music
and Lyrics og Daddy´s Little Girls.
Cage á toppinn