Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 48
Forréttindapakk í Los Angeles, vopnað marghleypum og grasi og of stóru egói, kemur sér í klandur í myndinni Alpha Dog. Leikstjórinn Nick Cassavetes byggir mynd sína á sannsögulegum atburðum og ævi smákrimmans Jesse James sem var á sínum tíma yngsti gangster- inn á óskalista FBI. Í myndinni heitir hann Johnny Truelove (Emile Hirsch) en deilur hans við snaróðan dópista og sér- legan kúnna, Jake Mazursky (Ben Foster) verða til þess að Truelove rænir yngri Mazursky-bróðurnum Zack (Anton Yelchin). Þetta „sak- leysislega“ mannrán fer heldur betur úr böndunum og partíið endar illa. Myndin hefur nokkuð augljósan boðskap í andófi sínu gegn trylltri unglingamenningu Bandaríkjanna, það borgar sig ekki að byrja að selja dóp og ógna öðrum með skammbyssum og það kemur að því að pabbinn getur ekki bjarg- að þér. Alpha Dog er vel leikin mynd en full af klisjum. Meginhluti mynd- arinnar er eitt stórt unglingapartí þar sem yngri Mazursky-bróðirinn fær gelgjulega eldskírn í fylgd hins umhyggjusama Frankie (Just- in Timberlake). Val leikstjórans að gera sem mest úr þeirra vináttu- sambandi er skiljanlegt, þeir eru einu persónurnar sem maður hefur einhverja samúð með. Hinir dúddarnir eru yfirborðskenndir og heimskulegir buxnaskjónar sem halda að þeir séu harðir naglar. Stórstjörnurnar sem eiga að lyfta þessari mynd upp virðingarlistann, Bruce Willis og Sharon Stone, gera lítið fyrir mig enda eru þau í afbök- uðum hlutverkum. Willis er sýndur sem bólugrafinn ósannfærandi Guðföðurtýpa og Stone er svo sett í fitubúning sem eyðileggur síðan alla hennar frammistöðu. Yfirbragð myndarinnar er nokkuð vel úthugsað og mörg skot- in skemmtilega unnin. Þetta er sveitt og rykug mynd af sjúskuðu glanslífi með hressilegri músík í bakgrunni. Hasarinn er bundinn við angistarfullt tilfinningalíf per- sónanna en fegin er ég að leikstjór- inn missti sig ekki í bílaeltingaleiki eða einvígi. Samtölin eru þó leið- ingjörn til lengdar – annað hvert orð er ýmist „fuck“ eða „shit“ sem þýðist illa, reyndar er alltaf eitt- hvað svo kauðst að lesa þýðingar á slíkum blótsyrðum enda eru þau sjaldnast jafn svaðaleg og á frum- málinu. Cassavetes nær í það minnsta að mjólka þessar aðstæð- ur vel, hann spilar bæði á húmor- inn, sakleysið, hormónana og tengslaleysið sem þessir útúrdóp- uðu ungmenni þjást af svo úr verð- ur nokkuð eftirminnileg svipmynd af annarlegri menningu sem fæsta langar að kynna sér betur. Í lok myndarinnar eru örlög þessa ógæfufólks afhjúpuð á hefð- bundinn hátt með skýringartexta – sem reyndar er gjörsamlega ólæsi- legur vegna þess að íslenska textanum er varpað beint ofan á hann. Vopnaðir útlifaðir unglingar Vangaveltur eru uppi um að næsta plata bandaríska tónlistarmanns- ins Sufjan Stevens muni fjalla um Kaliforníu. Sufjan hefur lýst því yfir að hann ætli að semja plötu um öll fimmtíu ríki Bandaríkj- anna. Þegar hefur hann gefið út plöturnar Michigan, sem kom út 2003, og Illinois sem kom út tveim- ur árum síðar. Hingað til hefur verið orðróm- ur uppi um að næsta plata Sufjan verði annaðhvort um Oregon, Rhode Island eða Minnesota, en svo virðist sem hann hafi ekki verið á rökum reistur. Sufjan, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, spilar næst á plötu til heiðurs Joni Mitchell sem kemur út í vor. Björk Guðmundsdóttir syngur einnig á plötunni. Plata um Kaliforníu Leikarinn Ray Liotta hefur verið ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis eftir að hann klessti bíl sínum á tvo kyrrstæða bíla í Los Angel- es. Liotta, sem er 52 ára, borg- aði lausn- argjald sitt en þarf að mæta fyrir rétti í næsta mánuði. Liotta hefur leik- ið í mynd- um á borð við Good- fellas og Field of Dreams auk þess sem hann fékk Emmy-verðlaunin fyrir gestahlutverk í sjón- varpsþættinum ER. Nýjasta mynd hans nefnist Smokin´ Aces þar sem hann leikur á móti Ben Affleck, Andy Garcia og Aliciu Keys. Ray Liotta ákærður Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður- London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitar- innar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplöt- unni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sam- bland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Lady Sovereign hitti Jay-Z í samkvæmi árið 2005. Hann bað hana að spinna upp rímur á staðn- um sem hún gerði með stæl og í framhaldinu bauð hann henni samning við Def Jam-útgáfuna. Public Warning er hennar fyrsta plata í fullri lengd. Hún er sam- bland af gömlu smáskífulögunum hennar og nýju efni. Hún kom út í Bandaríkjunum í fyrra, en er nýkomin út í Evrópu. Lady Sovereign er bæði töffari og húmoristi. Hún hefur gott flæði og mjög áberandi enskan framburð og textarnir hennar eru fullir af skemmtilegum hversdagsævintýr- um. Hún hefur húmor fyrir sjálfri sér og talar mikið um það hvað hún sé smávaxin. Í laginu Love Me Or Hate Me segist hún vera „Offici- ally the biggest midget in the game“ og fyrsta EP-platan hennar hét „Vertically Challenged“. Það er margt flott í tónlistinni, taktarnir eru bæði ferskir, einfaldir og fönkí. Það eru nokkur frábær lög hér, – þar á meðal 9 to 5, Random, Public Warning, Love Me or Hate Me og Hoodie. Lögin eru samt misjöfn að gæðum og það dregur heildina niður. Dvergvaxinn töffari !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á NOTES ON A SCANDAL kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA PAN´S LABYRINTH kl. 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA LITTLE CHILDREN kl. 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA KÖLD SLÓÐ/COLD TRAIL kl. 5.45 ENGLISH SUBTITLES B.I. 12 ÁRA GHOST RIDER kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 NOTES ON A SCANDAL kl. 8 og 10 B.I. 12 ÁRA THE PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 5.30, 8 og 10.30 ANNA AND THE MOODS ENSKT TAL kl. 4 og 4.45 STUTTMYND / ÓTEXTUÐ ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 4 og 4.45 STUTTMYND ROCKY BALBOA kl. 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 3.40 NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 KÖLD SLÓÐ kl. 5.45 B.I. 12 ÁRA GHOST RIDER kl. 5.40, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA THE PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 8 og 10.20 DREAMGIRLS kl. 5.40 HEIMSFRUMSÝNING SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS ÓSKARSVERÐLAUNA TILNEFNING1 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.