Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 8
Þremur kerrum í eigu dekkjaverkstæðisins Bæjar- dekk í Mosfellsbæ hefur verið stolið á einum mánuði, þar af tveimur um seinustu helgi. Ein hefur fundist aftur, og var hún full af þýfi. Aðstoðaryfirlögreglu- þjónn kannast ekki við að kerru- þjófnuðum hafi fjölgað. „Þetta er furðulegt mál,“ segir Davíð Freyr Jónsson, starfsmað- ur hjá Bæjardekkjum. „Þjófarnir virðast vera komnir upp á lagið með þetta, klippa bara á keðjuna og hirða kerruna. Svo nota þeir hana undir þýfi, eins og gerðist núna um daginn. Þessar tvær sem var stolið um helgina kosta sam- tals um hálfa milljón.“ Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á höfuð- borgarsvæðinu, segist ekki kann- ast sérstaklega við að fleiri kerr- um sé stolið nú en áður. „Það hverfur alltaf ein af og til en ég get ekki sagt að þetta sé að færast í aukana. Það er aðallega erfitt að finna þær aftur vegna þess hve líkar þær eru hver annarri.“ Hann segir kerruna sem fannst full af þýfi hafa tengst innbroti í Hafnarfirði fyrir rúmri viku. Íbúar hússins sem hún fannst við voru handteknir, og innbúinu skil- að á réttan stað. Notaðar undir þýfi Stjórnendur hvaða fyrirtæk- is hugleiða flótta frá Íslandi vegna takmarkaðra heimilda fyrirtækja til gera upp í evrum? Hvað heitir happdrættið sem svikahrappar hafa notað til hafa fé af fólki í gegnum netið? Hvaða íþróttafélag fagnar aldarafmæli sínu um helgina? 75% afsláttur af erlendum útsölubókum – opið til kl. 22.00 öll kvöld Vesturlandsvegur Reykjavík Mosfellsbær Húsasmiðj an Nóatún Toppskórinn Margt Smátt Vínlandsleið Sport Outlet Vínlandsleið 2–4, efri hæð Grafarholt Opnunartímar: Virkir dagar kl. 12 – 18 Laugardagar kl. 12 – 16 FLOTT FÖT FYRIR KRAKKA SEM NOTA STÓRAR STÆRÐIR Frumvarp formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks um að stjórnarskrárbinda þjóðareign á náttúruauðlindum getur skapað óheppilega óvissu. Þetta segja Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, og Friðrik Arngríms- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Örn Pálsson segir meðferð máls- ins hafa gengið of hratt fyrir sig og það skapi óþarfa vanda. „Við höfð- um fylgst með starfi stjórnarskrár- nefndar og því kom okkur töluvert á óvart að þetta hafi verið niðurstað- an þar sem nefndin komst ekki að neinni niðurstöðu um þetta mikil- væga mál,“ segir Örn. Hann telur viðfangsefnið flókið og krefjast mikillar umræðu. „Það liggur fyrir að þetta er flókið mál sem krefst umræðu hjá öllum sem tengjast málinu. Þegar málið kemur svona snöggt inn á borð allra sem að málinu koma veldur það óróa, og ég finn að það er töluverður órói hjá smábátaeigendum vegna þessa máls.“ Friðrik J. Arngrímsson segir óvissu uppi en fagnar yfirlýsingum um að ákvæðinu sé ekki ætlað að skerða einkaeignarréttinn. „Ef hugsunin í þessu er sú að reyna að skerða einkaeignarrétt þá tel ég það ekki vera rétta leið. Það hefur hins vegar komið fram hjá stjórnvöldum að ætlunin er ekki að skerða réttindi sem fyrir eru, til dæmis keyptar aflaheimildir, og ég fagna því. Hins vegar tek ég undir með þeim sem segja ýmislegt óljóst og það er aldrei gott, sérstaklega þegar breyt- ingar á stjórnarskránni eru annars vegar.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra telur málið í góðum farvegi. „Ég hefði kosið að málið hefði borið að með öðrum hætti en það var mikil pressa á stjórnar- flokkana að greiða úr þessu máli fyrir þinglok. Það vakti ekkert annað fyrir okkur sjálfstæðismönn- um en að standa við stjórnarsátt- málann,“ segir Einar og vonast til þess að ákvæðið verndi sjávarút- veginn. „Ég tel ákvæðið til þess fall- ið að greiða úr óvissu og styrkja þar með sjávarútveginn sem atvinnu- grein.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hafa Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, og Skúli Magnússon, héraðsdómari og dós- ent við Háskóla Íslands, lýst því yfir að tal um þjóðareign á náttúruauð- lindum sé merkingarlaust, þar sem þjóð geti ekki verið verið eigandi í eignarréttarlegri merkingu. Í frumvarpinu sem formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, kynntu síðastlið- inn fimmtudag segir að „náttúru- auðlindir Íslands skuli vera þjóðar- eign.“ Skjótur aðdragandi skapar óþarfa óvissu Forsvarsmenn hagsmunasamtaka í sjávarútvegi segja óvissu um auðlinda- ákvæði skapa óróa. Einar K. Guðfinnsson segist ekki getað neitað því að hann hefði vilja vinna málið öðruvísi. Þjóðareign á auðlindum sögð merkingarlaus. Hreggviður Jónsson, for- stjóri Vistor, segir að sér lítist ágætlega á lyfja- stefnu sem heilbrigð- isráðherra kynnti ný- lega. Henni beri að fagna en vonandi varpi hún réttu ljósi á það sem hafi verið að gerast á lyfjamark- aði síðustu tvö ár þar sem verð hafi lækk- að umtalsvert, sérstaklega á frum- lyfjamarkaði. „Ég veit ekki hvort það hefur almennt komið fram að verð hér er almennt lægra en í Danmörku sem dæmi. Við erum það neðarlega í verði að stór hluti okkar vinnu er nú að sannfæra framleiðendur um að halda lyfjum á íslenskum mark- aði. Við erum komnir þar að hættu- mörkum,“ segir hann. Fagnar nýju lyfjastefnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.