Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 11

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 11
Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB-blaðsins, segir að ríkisstjórnin ætti að lækka vöru- gjöld af dísilbifreiðum. Ríkis- stjórnin hefur samþykkt laga- frumvarp sem er ætlað að hvetja til aukinnar notkunar á vistvæn- um bílum. Meðal annars verða vörugjöld af metangas- og raf- magnsbifreiðum felld niður tíma- bundið. Stefán telur að ríkisstjórnin hefði einnig átt að lækka vöru- gjöld af dísilbílum því þeir séu töluvert vistvænni en bensínsbíl- ar; þeir eyða um 25 prósent minna eldsneyti. „Það sem myndi bera mesta árangur í að minnka koltví- oxíðútblástur í farartækjum væri að fjölga dísilbílum hér á landi. Ríkis- stjórnin hefði átt að hugsa þetta frumvarp aðeins lengra,“ segir Stefán en um fjórðungur bíla á Íslandi er dísil. Stefán fagnar aðgerðum ríkis- stjórnarinnar en segir að ýmis- legt þurfi að breytast áður en metangas- og rafmagnsbílar komast í almenna notkun hér á landi. Hann segir að einungis sé hægt að fylla metangasbíla á einum stað á landinu, á Bílds- höfða í Reykjavík, og að raf- magnsbílar séu óhagkvæmir því framleiðslan á rafgeymum í þá sé mjög dýr og einnig umhverfis- spillandi. Stefán segir þó að hugs- anlega verði notkun rafmagns- bíla hagkvæmari þegar byrjað verður að nota farsímarafhlöður til að knýja þá. „Þessir bílar eru ekki í almennri notkun hér á landi en vonandi breytist það með tím- anum,“ segir Stefán en metan- gasbílar eru 54 á landinu og raf- magnsbílar 32. Gjöld af dísilbílum lækki líka Portúgalska þing- ið samþykkti í gær frumvarp um að leyfa fóstureyðingar fram á tíundu viku meðgöngu. Portúgölum gafst kostur á að kjósa um þetta í þjóðaratkvæða- greiðslu 11. febrúar en kjörsókn var of lág til að hún teldist gild. Af þeim sem kusu voru tæp 60 prósent fylgjandi slíkum lögum. Portúgal hefur verið eitt fjög- urra landa Evrópusambandsins þar sem lög um fóstureyðingar eru hvað ströngust. Forseti þarf að staðfesta frum- varpið sem verður ekki að lögum fyrr en það verður kunngjört sem getur tekið nokkra mánuði. Þing samþykkir fóstureyðingar Svifryk hefur farið yfir hættumörk á Akureyri að undan- förnu. Bærinn hefur brugðist við þessu með því að ráða verktaka til að þvo Glerárgötu með vatni og er sérútbúin dráttarvél notuð til verksins. Norðlenska fréttaveitan Viku- dagur segir að fari magn svifryks í lofti yfir 50 míkrógrömm byrji fólk með lungna-, hjarta- og æða- sjúkdóma að finna fyrir óþæg- indum. Fari talan yfir 100 míkró- grömm sé fólki í Noregi sagt að æskilegast sé að halda sig heima. Á Akureyri fór talan tuttugu sinn- um yfir 100 míkrógrömm á síð- asta ári. Brugðist við svifryki Sautján ára piltur sem var stöðvaður fyrir ofsaakst- ur á Hafnarfjarðarvegi í fyrra- kvöld verður sviptur ökuleyfi og gert að greiða níutíu þúsund krónr í sekt. Bíll piltsins mældist á 148 km hraða þegar hann var tekinn. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þessi sami piltur, sem fékk bílpróf fyrr í vetur, er tekinn fyrir vítaverðan akstur. Fyrir tíu dögum var hann tekinn fyrir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut og þá fékk hann sextíu þúsund króna sekt. Nú fær hann tíma til að hugsa ráð sitt því hann á tveggja mánaða ökuleyfissvipt- ingu yfir höfði sér, auk sektanna. Sautján ára tek- inn í ofsaakstri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.