Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is
Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðar-kona forsætisráðherra, skrifaði um
skattamál í Fréttablaðið laugardaginn 24.
feb. sl. Þar hafnar hún nýlegri ályktun
minni um að almenningur á Íslandi sé
ofskattaður vegna óhagstæðrar þróunar
skattleysismarka sl. 10 ár.
Ragnheiður skrifar um skattbyrði eins
og skattleysismörk skipti engu máli. Hún
segir tekjur hafa hækkað og því sé eðlilegt að skatt-
byrði hafi hækkað. Á Vesturlöndum er þó ekki talið
sjálfsagt að almennar kauphækkanir, né verðbólga,
leiði til aukinnar skattbyrði.
Skattbyrði vísar hér til þess hlutfalls af tekjum
fjölskyldna sem fólk borgar í beina skatta. Tvennt
stýrir einkum skattbyrðinni: álagningarhlutfall og
skattleysismörk. Skattleysismörk þurfa að fylgja
launaþróuninni til að hlutfallsleg skattbyrði haldist
óbreytt frá ári til árs, að óbreyttri álagningu. Ef boð-
skapur sumra talsmanna stjórnvalda um að eðlilegt
sé að skattbyrði hækki sjálfkrafa með tekjuhækkun-
um væri réttur, þá væri skattbyrði Bandaríkjamanna
hæst á Vesturlöndum, því þeir hafa háar tekjur.
Skattbyrði þeirra er hins vegar ein sú
lægsta.
Írar eru annað gott dæmi um villu þessa
boðskapar. Hjá Írum hefur hagvöxtur verið
talsvert meiri en á Íslandi sl. 10 ár og kaup-
máttaraukning almennings að minnsta kosti
jafn mikil og hér. Skattbyrði þar í landi hefði
átt að aukast með þessum kauphækkunum,
jafnvel meira en hér á landi, ef boðskapurinn
væri réttur. En því er öfugt farið. Írar tóku
um 10% af landsframleiðslu í tekjuskatta
árið 1995, eða sama og Íslendingar gerðu þá.
Árið 2004 hafði tekjuskattheimta Íra lækkað
í rúm 8% af landsframleiðslu, en á Íslandi hafði þessi
sama skattheimta hækkað í tæp 15%. Skattbyrði fjöl-
skyldna á Írlandi hafði lækkað en á Íslandi hafði hún
hækkað, meira en í nokkru öðru OECD-ríki.
Þarna liggur munurinn. Írskar fjölskyldur fengu
raunlækkun tekjuskatta en á Íslandi var einungis
boðið upp á sýndarlækkanir, sem reyndust svo vera
raunhækkanir skatta fyrir 90% fjölskyldna. Mest
hækkaði hjá lágtekjufólki. Þess vegna er íslenskur
almenningur ofskattaður í dag.
Íslensk fyrirtæki og hátekjufólk hafa hins vegar
fengið miklar raunlækkanir skatta.
Höfundur er prófessor.
Skattbyrði Íra og Íslendinga
Núna í vikunni andaðist franski spekingurinn Jean Baudrill-
ard sem varð frægur (eða alræmd-
ur) fyrir að halda því fram að ýmis
nútímafyrirbæri væru sýndarveru-
leiki. Umdeildasta dæmið sem Bau-
drillard tók um þetta var Persa-
flóastríðið 1991. Eins og aðrar
góðar vísindakenningar þá má ætla
að kenning Baudrillards sé prófan-
leg. Nú hafa tveir merkir Íslend-
ingar tekið sig til og sýnt fram á
veruleika sýndarveruleikans, þeir
Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson.
Samkomulag ríkisstjórnar-
flokkanna um að stjórnarskrár-
binda sameign þjóðarinnar á auð-
lindum er sérkennilegra dæmi um
sýndarveruleika en Baudrillard
auðnaðist nokkurn tíma að finna
í ritum sínum. Í ákvæðinu sem
samkomulag náðist um felst ná-
kvæmlega ekki neitt. Ef við tökum
dæmi um auðlind, t.d. hrafntinnu-
námu, þá gildir hið sama fyrir og
eftir stjórnarskrárbreytingu að
maður sem hefur rétt til að nýta
þessa auðlind getur gert það í drep.
Hann getur nýtt sér námuna uns
öll hrafntinna er horfin og bannað
öðrum að nýta hana á meðan. Rétt-
ur hans til þess er óskertur. Samt
sem áður á hann ekki námuna held-
ur þjóðin, án þess að því fylgi nein
sérstök réttindi. Þetta er einhver
sú marklausasta skilgreining á
eignarétti sem um getur.
Afrek Geirs og Jóns er því um-
talsvert frá sjónarhóli Baudrillards
eða hvaða póst-strúktúralista sem
er. Ekki einungis hefur íhaldsmað-
urinn Geir náð að afbyggja eignar-
réttinn, grundvallarstoð íhalds-
stefnunnar, á sama tíma og fé-
lagshyggjumaðurinn Jón nær að
afbyggja sameignina, grundvallar-
stoð félagshyggjunnar. Jafnframt
því hafa þeir félagar þar að auki
náð að afbyggja stjórnarstefnu und-
anfarinna 17 ára, sem hefur falist í
varðstöðu um kvótakerfið og eign-
arhald útgerðarmanna á fiskimið-
unum. Þetta hafa þeir gert án þess
að nein raunveruleg innihaldsbreyt-
ing hafi orðið á stjórnarstefnunni.
Leikur stjórnarherranna með
stjórnarskrána er líklega hápunkt-
urinn á sérkennilegum tilþrifum
undanfarinna vikna – sem orsakast
greinilega af því að kosningar eru
í nánd. Þess var kannski ekki að
vænta að ríkisstjórnarflokkar sem
hafa setið á valdastólum í 12-16 ár
myndu bjóða upp á nýja framtíðar-
sýn í mörgum málaflokkum. Á hinn
bóginn hefði maður getað búist við
því að þeir reyndu að verja stjórn-
arstefnuna og árangur undanfar-
inna ára. Það hafa þeir ekki gert
heldur virðast báðir stjórnarflokk-
arnir nú bjóða fram gegn eigin
stefnu.
Stuðningur Íslendinga við Íraks-
stríðið er líklega ein mesta tíma-
mótaákvörðun í utanríkismál-
um þjóðarinnar undanfarin 50 ár
(fyrir utan brottför hersins sem
var ákveðin einhliða af Bandaríkja-
stjórn). Í aðdraganda kosninga
vilja stjórnarherrarnir ekkert við
þessa ákvörðun kannast og bregð-
ast reiðir við öllum tilmælum um
að þeir verji eigin utanríkisstefnu.
Ísland er þó enn þá í hópi hinna
staðföstu þjóða – nema í sýndar-
veruleika stjórnarherranna þar
sem Írak er ekki lengur til og þján-
ingar fólks þar í kjölfar innrásar-
innar skipta engu máli.
Í atvinnumálum hafa stjórnar-
flokkarnir barist fyrir stóriðjuupp-
byggingu sem er fordæmalaus í Ís-
landssögunni. Núna vilja þeir ekk-
ert kannast við eigin stefnu og slá
í og úr þegar þeir eru spurðir um
framhald á stóriðjuframkvæmd-
um. Ekkert hefur þó breyst og í
raun sýna stjórnarflokkarnir alla
tilburði til að halda stóriðjustefn-
unni áfram fái þeir umboð þjóðar-
innar til þess. Afneitun stjórnar-
flokkanna á eigin stefnu er sýnd-
arveruleiki stjórnmálamanna sem
vita að kjósendur vilja þá ekki eins
og þeir eru – og treysta þess vegna
á ímynd hins gagnstæða. Hinn
græni fálki Sjálfstæðisflokksins er
í raun sami, gamli bláfálkinn – sem
er grænn af öfund yfir því að at-
vinnustefna vinstrigrænna hefur
meiri hljómgrunn en sovéskar
áherslur nýfrjálshyggjuflokksins.
Af ýmsu fleira er að taka: Fé-
lagsmálaráðherra Framsóknar-
flokksins kynnir nýtt frumvarp um
róttækar aðgerðir í jafnréttismál-
um – afnám launaleyndar og fleiri
þjóðþrifamál – sem hann ætlar
EKKI að leggja fram á þessu þingi.
Síðan hvenær eyða ráðherrar tíma
alþingis í að kynna mál sem þeir
ætla ekki að leggja fram? Ekki síst
í ljósi þess að kjósendur hafa ekki
ennþá veitt Framsóknarflokknum
umboð til þess að fara áfram með
þennan málaflokk eftir kosning-
ar – og gera það kannski aldrei. En
við lifum á tímum sýndarveruleik-
ans þar sem Framsóknarflokkur-
inn er rótttækur og jafnréttissinn-
aður flokkaður þótt athafnir sama
flokks í stjórnarráðinu undanfar-
in 12 ár hafi sýnt fram á allt annað.
Þetta er boðskapur hans til kjós-
enda: Við erum í raun aðrir en við
höfum virst; allt sem þú veist um
okkur er blekking.
Í sýndarveruleika stjórnarflokk-
anna heitir það „umhverfisleið“ að
leggja fleiri hraðbrautir í Reykja-
vík; þjóðin er skráður eigandi að
auðlindum sem hún hefur engan
aðgang að; stríð undanfarinna ára
í Írak hefur aldrei átt sér stað og
það voru aldrei til neinar staðfast-
ar þjóðir. Ekki einu sinni Baudrill-
ard var svona róttækur.
Stjórn sýndarveruleikans
S
ú breyting á stjórnarskrá vegna náttúruauðlinda, sem rík-
isstjórnin hefur nú kynnt, er að formi til dæmi um ámæl-
isverð vinnubrögð. Efnislega sýnist hún hins vegar fela í
sér hlutlausa niðurstöðu. Þar af leiðandi ætti hún ekki að
vera tilefni mikils ágreinings.
Stjórnarskrárnefnd skilaði nýlega tillögu um að stjórnarskrár-
breytingar fengju mun vandaðri málsmeðferð en almenn lög. Við-
brögð ríkisstjórnarinnar eru þau að undirbúa og hafa uppi áform
um að afgreiða efnislega breytingu á stjórnarskránni með óvand-
aðri hætti en að jafnaði á við um almenn lagafrumvörp. Þessi
uppákoma sýnir nauðsyn þess að binda í stjórnarskrá vönduð
vinnubrögð við endurskoðun hennar.
Uppákoman sýnist eiga rætur í eins konar pólitískri sálarkreppu
sem varð að ákalli um tillögu er liti út sem stórt nýmæli en tryggði
um leið óbreytt ástand eins og talsmenn hennar hafa skilmerkilega
lýst. Þetta minnir á umræður um stjórnarskrárbreytingatillögur
á flokksþingi Framsóknarflokksins 1971. Þáverandi borgarfulltrúi
flokksins lýsti þeim svo að þær gæfu ekki annað til kynna en að
stefna hans væri „opin í báða enda“. Það hugtak sat síðan fast á
Framsóknarflokknum í áratugi.
Engu er líkara en að nú hafi átt að breyta þessum draumi í
veruleika. Sú varð hins vegar ekki raunin. Þegar horft er á efni
stjórnarskrártillögunnar kemur glöggt fram að það gefur ekki til-
efni til neinna tvímæla. Það staðfestir einfaldlega ríkjandi ástand
um óframseljanlegan og ævarandi fullveldisrétt þjóðarinnar yfir
auðlindum sem og bein og óbein eignarréttindi er nýtingu þeirra
tengjast. Skiljanlegt er að mönnum vefjist tunga um tönn þegar
að því er spurt hvaða knýjandi þörf hafi verið á þessari staðfest-
ingu.
Svo má spyrja hvort tillagan sé með öllu gagnslaus. Ef gæta á
allrar sanngirni verður það ekki staðhæft. Samanburður við tillögu
auðlindanefndar frá árinu 2000 og tillögu í stjórnarsáttmálanum
frá 2003 um þetta efni sýnir að hér er um að ræða efnislega mun
betri niðurstöðu.
Áformin í stjórnarsáttmálanum eru fráleit fyrir þá sök að þar er
gert ráð fyrir að skipa nýtingu sjávarauðlinda með öðrum hætti í
stjórnarskrá en nýtingu annarra auðlinda. Slík mismunun gagnvart
sjávarútveginum væri með öllu órökrétt og óverjandi.
Tillaga auðlindanefndar gerði hlut sjávarútvegs og landbúnaðar
lakari en annarra atvinnugreina er nýta náttúruauðlindir. Það kom
meðal annars fram í því að nýtingarréttindi áttu að vera tímabundin
í sjávarútvegi og landbúnaði en ekkert átti að vera því til fyrirstöðu
að framselja ótímabundið nýtingarrétt í ríkiseigu á ýmsum öðrum
sviðum auðlindanýtingar svo sem stórvirkjunum í þágu áliðnaðar.
Í annan stað gerði tillaga auðlindanefndar í raun ráð fyrir skyldu-
bundinni skattlagningu á suma auðlindanýtingu en aðra ekki. Við
það er tvennt að athuga: Stjórnarskrárbundin skylda til skattlagn-
ingar er dæmalaus og hitt þó enn verra að mismunun í því efni er
andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Að þessu virtu má glöggt ráða að stjórnarskrártillaga ríkis-
stjórnarinnar er efnislega almennari og betri en þær sem fyrir
hafa legið. Eðlilegt hefði hins vegar verið að ræða hana í stærra
samhengi heildarendurskoðunar á stjórnarskránni og gefa henni
það rými til málefnalegrar umfjöllunar sem hæfir stjórnarskrár-
breytingum.
Hlutlaus
niðurstaða
Morgunverður frá
kl. 9:00 - 11:00
195,-
Þú átt allt gott skilið!
mánudaga - laugardaga
verslun opnar kl. 10:00