Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 22
 Frú Sólveig er heima í helgarfríi á Reykja- lundi svo að ég hef eftirlátið henni heimilishaldið og notað tímann til að skrifa. Í augnablikinu er ég að skrifa um konu sem heitir Dzsenifer Lou- ise Ottilie von Szatmár- Odenborn og býr á Steinkrossi austur á Rangárvöllum. Hún er ís- lenskur rík- isborgari, hefur búið hér í næstum hálfa öld, en fæddist í Þýska- landi og er af þýskum, ungverskum og rúm- enskum aðalsættum. Otta – eins og hún er kölluð fyrir austan – er merkileg kona og á merki- lega sögu sem hún hefur aldrei viljað flíka. Ég veit ekki hvernig henni yrði við ef hún frétti að ég væri að skrifa bók um hana. Hugs- anlega væri hún til í að tala við mig um þau afrek sem hún hefur unnið hér á landi og margir þekkja, afrek í hestaíþróttum, tamningum og reiðkennslu og það kynningar- starf sem hún hefur unnið í Evr- ópu í tengslum við íslenska hest- inn, „hest guðanna“. En ef hún vissi að ég ætla mér að skyggnast undir yfirborðið og fjalla meira um sorgir en sigra er ég hræddur um að hún mundi kunna mér litlar þakkir fyrir hnýsnina. Það er ekki á þær sorgir bætandi sem yfir Ottu hafa dunið, og sem betur fer mun bókin sem ég er að skrifa og heitir ENGILL DAUÐ- ANS ekki valda henni neinu hugar- angri – af þeirri einföldu ástæðu að þessi merkilega kona hefur aldrei verið til nema í höfðinu á mér, þar sem hún fæddist fyrir næstum tveimur árum. Nú bíður hún óþolinmóð eftir því að ég ljúki við bókina og hún sleppi út úr þess- ari þröngu prísund. Það eru persónur eins og Otta og Þórhildur og Víkingur sem breyta starfi mínu sem rit- höfundur úr því að vera þjakandi inni- seta í spennandi ævin- týri, könnunarferð til endi- marka mannlegrar reynslu, tilfinninga og þekkingar. Starf rithöfundar er einmana- legt og erfitt. Og launin eru ekki til að færa inn í bankabækur. Samt finnst mér ég vera forréttindamað- ur að geta eytt hluta af hverjum degi í veröld þar sem peningar eru einskis virði en orðin eru gull. „Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verka- manni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásar- mannsins sem er eigandi fyrir- tækisins.“ Þessa frétt er mér því miður alveg fyrirmunað að skilja. „Árásarmaðurinn Michael Piec- ychna er sakaður um líkamsárás- ina og hefur áður gerst brotlegur við lög. Hann bíður nú afplánunar vegna kynferðisbrots. Í nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar er grein eftir blaðamanninn Fian Paul en hann réði sig í vinnu hjá fyrirtæk- inu og kemur fram í greininni að eigandi fyrirtækisins sé kallaður „the criminal“ eða „glæpamaðurinn.“ Er það þá „frúin“ eða „árásarmaðurinn“ sem gengur undir gælu- nafninu „the criminal“? Það er senni- lega aldrei hægt að koma í veg fyrir að ein- hverjir vitfirr- ingar séu á kreiki í þjóðfé- laginu en skyldi einhver hafa það á sinni könnu að fylgjast með að- stæðum útlend- inga sem koma hingað til að þræla fyrir okkur í lág- launastörf- um? Í kjallara- íbúð í næsta nágrenni við mig sem var of lítil fyrir ástfangið par sem í henni bjó – býr nú heill herskari útlendinga. Það eru stífar reglur um hámarksfjölda gesta á skemmtistöðum en eru til ein- hverjar reglur um hversu margir Litháar megi búa í lítilli kjallara- holu? Meðal þeirra arf- bera sem ég fékk í vöggugjöf var þunglyndisgenið sem hefur gert mér ýmsar skráveifur gegnum tíðina. Það er vit- anlega slæmt að vera ekki gallalaus frá náttúrunnar hendi, en einhvern veginn hefur þetta allt saman blessast hingað til. Reyndar held ég að maður þurfi ekki þunglyndisgen til þess að finna fyrir verulegu þunglyndi öðru hverju. Stundum er nóg að líta yfir fréttir dagsins til þess að finnast mannkynið í heild fremur mislukkað og íslenska þjóðin og ég sérstaklega: „Þrír menn um þrítugt réð- ust á tvo tvítuga BretaviðLauga- veg 77 á öðrum tímanum í nótt og stálu af þeim 800 krónum.“ (Við réttlát skipti ráns- fengsins hafa því komið 266 kr. í hlut hvers ræningja). Barsmíðar og rán teljast vera nokkurn veginn sjálfsagður fórnarkostnaður við svokallað skemmt- analíf hérna í Reykjavík, nokk- urs konar heimil- isböl sem ekki sé ástæða til að gera mikið veður út af – nema hætta sé á að það skaði þá dásamlegu tekju- lind sem ferða- mannaiðnaður- inn er. Ég held líka að það sem talið er fréttnæmt í þess- ari frásögn sé hin hlægilega upphæð sem ofbeldismenn- irnir báru úr býtum, samtals áttahundruð krónur, sem er undir öllum kringumstæð- um mjög léleg umbun fyrir að leggja á sig ómælda fyrir- höfn að næturlagi. Ef upphæðin hefði verið áttatíuþúsund krónur eða áttahundruðþúsund mundi maður sjálfsagt segja sem svo: Sá sem spígsporar niður Laugaveginn um miðja nótt með fulla vasa af peningum getur sjálfum sér um kennt ef hann er rændur. Við erum svo heilög hérna og fín í kantinn að við neitum að hýsa erlenda klámhunda á hótelum sem þó skammast sín ekki fyrir að hafa fram- leiðslu þeirra á boðstól- um fyrir gesti sem eru aðeins klámneyt- endur en ekki klám- framleiðendur. Við kippum okkur ekki upp við það þótt lækn- ar og hjúkkur þurfi að vinna yfirvinnu á slysavarðstof- um um helgar svo lengi sem beinbrotin eru ís- lensk. Sem betur fer veit ég ekki um neina aðra dýrategund sem hegð- ar sér svona fíflalega. En maður þarf ekki að eyða miklum tíma í að leita að skýringunni, eða hluta af skýringunni. Bjarni Össurarson geðlæknir á vímu- efnadeild Landspítala segir í ritstjórnar- grein Lækna- blaðsins: „Áfengis- neysla lands- manna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veld- ur töluverð- um skaða í samfélaginu og hefur al- þjóða heil- brigðismála- stofnunin áætlað að yfir níu pró- sent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis.“ 50% aukning á tíu árum! Og ekki lengur óhætt að labba Lauga- veginn. Skál! Eru ekki allir í stuði? Vinstrihreyfingin-grænt framboð nýtur meira fylgis en Samfylking- in, 23,6% á móti 18,5%, samkvæmt skoðanakönnun Blaðsins sem birtist í dag. Samkvæmt henni myndi ríkis- stjórnin halda velli ef gengið yrði til kosninga nú. Sjálfstæðisflokk- urinn mælist með 42,8% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 9% og Frjálslyndi flokkurinn með 6,1%. Ef það verða ekki stjórnarskipti núna er ég búinn að vera. Ég verð að fá nýja stjórn til að gagnrýna. Meira að segja Davíð og Halldór nenntu ekki að standa í þessu leng- ur. Skál! Eru ekki allir í stuði? Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá merkilegri konu sem bíður eftir því að sleppa úr þröngri prísund og heitir Dzsenifer Louise Ottilie von Szatmár-Odenborn. Einnig er spurt hversu margir Litháar rúmist í lítilli kjallaraholu, rætt um líkamsárásir, klámneytendur, klámframleiðendur, skoðanakannanir o.fl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.