Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 28

Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 28
D aníel Ágúst kemur til dyranna klæddur eins og náfrændi Drakúla, þessi sem fluttist til Oklahoma. Þráðbeinn í baki, í svört- um lygilegum jakkafötum, opnar hann dyrnar fyrir blaðamanni og vísar honum inn í slotið. Krummi er hins vegar, eftir sem áður, alsettur tattúveruð- um myndum en það er samt eitthvað breytt. Þykk hlý peysa og mýkra yfirbragð svo manni áður brá. Hann segist líka vera hætt- ur í rokkstjörnuleik. „Já, ég er hættur í því. Það var ákveðið skeið sem ég tók út. Maður var að viðhalda vissri ímynd uppi á sviði sem skemmtikraftur og listamaður. Stund- um tók maður eitthvað af þeirri ímynd með sér þegar maður steig af sviðinu til að sann- færa fólk um að maður væri sá sem maður sýndi á sviðinu og það gekk kannski stund- um of langt.“ Daníel: „En hann þarf ekkert á þeirri ímynd að halda í dag, hann er búinn að fara í gegn- um það þroskastig. Krummi: „Í dag er ég hamingjusöm mann- eskja og tónlistariðkandi.“ Þið tveir saman í kántríbandi kom nokkrum svolítið á óvart, af hverju náið þið svona vel saman? Krummi: „Við erum nú ekki beinlínis kán- trísveit, þetta er mun meira rokk. Við erum undir áhrifum frá blústónlist, suðurríkjar- okki og sixtísrokki, góðum lögum og jú, kán- trí. Við stefnum að því að taka upp efnið á þessu ári en annars er þetta í höndum ör- laganna. Daníel: Já og okkar eigin höndum. Ég var þrjú ár í sveit á Syðra-Holti í Svarfaðardal. Það hefur örugglega einhver áhrif. En okkur lyndir ótrúlega vel saman.“ Krummi: „Við erum nú eiginlega bara bestu vinir.“ Daníel: „Já, höfum verið það síðan í október á síðasta ári. Krummi: „Samt höfum við alltaf þekkst að- eins en þessi djúpa vinátta byrjaði að mynd- ast þegar við fórum að gera tónlistina saman. Svo erum við auðvitað mjög líkir í útliti og báðir í meyjarmerkinu; meyjur með fullkomnunaráráttu og hreingerninga- ræði. Daníel er samt mun meiri meyja en ég. En óreiðan mín er þó mjög skipulögð. En við Daníel erum förunautar og ég veit að við verðum vinir allt okkar líf. Þangað til að við liggjum á dánarbeðinu með lag í haus- num.“ Áttu einhverjar plötur með Nýdanskri Krummi og hefur þú Daníel sungið með Björgvini Halldórssyni, áttu jafnvel eitt- hvað eftirlætislag með honum? Krummi: „Já, ég á hérna ...“ Daníel: Ekki ljúga að henni. Krummi: „Nei, hvað, ég á eina plötu.“ Daníel: „Hvaða þá, Himnasendingu eða Delux?“ Krummi: „Himnasendingu. Ég man þegar ég var niðri í bæ á 17. júní að horfa á Ný- dönsk á ímyndunarfylleríi.“ Daníel segir að það geti vel passað að þeir í Nýdanskri hafi verið á ímyndunarfyllerí því hann hafi aldrei drukkið meðan hann var í hljómsveitinni, hafi aldrei gert neina vitleysu. „Ólifnaðurinn“ hafi fyrst hafist eftir að hann hætti í rokkhljómsveit. Svo fyllir hann stórt bjórglas af grænu tei handa blaðamanni. Krummi: „Já, þú varst með einhverja stæla. En Nýdönsk í þá daga var að semja mjög góð lög og ég fílaði textana. Þeir voru hvorki erfiðir né heimskulegir.“ Daníel: „Já, þegar músíkin flæðir um mig verð ég mjög óheflaður. Hægt er að túlka það sem einhverja fötlun, spastísku eða að ég sé undir áhrifum einhverra ofskynjunar- lyfja. En ég hef ekki enn orðið þess heiðurs aðnjótandi að syngja með Björgvini. Jú, jú, ég vil endilega prófa það. Hvað varðar uppáhaldslög ...“ Krummi hefur upp raust sína: „Ég er að tala um þig ...“ Daníel: „Já, það er ótrúlega gott lag – Skýið.“ Krummi: „Og Vetrarsól.“ Daníel: „Björgvin á Vísnaplötunni er snilld. Þar er röddin hans svo tær og hann, hann svo ungur, það er ótrúlega fagurt.“ Daníel tekur við söngnum af Krumma: „Út um græna grundu, gakktu hjörðin mín, yndi vorsins undi, ég skal, ég skal, ég skal gæta þín. Björgvin er frábær söngvari.“ Krummi: „Já, og snillingur.“ Daníel: „Maður hefur alltaf horft upp til hans.“ Heitið á nýjustu afurð Mínuss, The Great Northern Whale Kill, er samkvæmt slúðri bæjarins skot á hljómsveitina Nylon og Einar Bárðarson sem kveinkaði sér undan þeim áhrifum sem hvalveiðar Íslendinga hefðu á gengi bandsins ytra. Er eitthvað til í þeim sögum og eruð þið með eða á móti hvalveiðum? Daníel: „Skemmtilegt slúður.“ Krummi: „Já, mjög gott en nei. Titillinn á fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsun- ar. Ég er á móti hvalveiðum þó ég ætli ekki að tjá mig fyrir allt bandið.“ Daníel: „Þú ert svo mikill dýravinur.“ Krummi: „Já, ég er það. Við höfum alltaf notað nöfn persóna í titla okkar en í þetta skiptið ákváðum við að gera það ekki, þessi titill flæðir svo vel. Við erum frá Íslandi og þessi titill mun vekja eftirtekt, fólk mun hugsa hvað sé í gangi. Hvalveiðar hafa ef- laust áhrif á ímynd landsins og heimurinn sættir sig ekki við þetta.“ Daníel: „Ég held að við ættum bara að láta hvalveiðiráðið ákveða hvort við veiðum hvali eða ekki. Þetta er hápólitískt mál sem við höfum ekki hundsvit á, maður er ekki sérfræðingur í fiskimiðum né hvalveiðum og mér finnst því að það sé ekkert vit í því að vera að tjá sig um þetta.“ Krummi: „Já, en hverjir kaupa þetta hval- kjöt?“ Daníel: „Nú, Japanar.“ Krummi: „Já, en þeir veiða sjálfir hvali.“ Daníel: „Það er til fullt af fólki sem borðar hvalkjöt.“ Krummi: „Það er ekki einu sinni víst að það sé markaður fyrir þetta í dag. Þeir byrjuðu án þess að finna út úr því. Daníel: „Nei, en þá verður bara að finna út úr því. Það er ekki eins og dauðir hvalir séu búnir að mynda eitthvað hvalfjall. En hvað finnst ykkur um auðmenn og Elton John í auðmannaveislum? Hvernig svara tónlistarmenn slíkum spurningum? Daníel: „Ég bíð bara eftir boðskorti í partí til Eltons. Við Krummi myndum mæta saman og Elton myndi segja; „Strákar, á ég ekki að spila fyrir ykkur lag, hvaða lag lang- ar ykkur að heyra? Fyrst myndum við láta hann spila Your song.“ Krummi: „Þar næst Tiny dancer.“ Daníel: „Svo myndum við segja: Elton – áttu einhvern pening?“ Krummi: „Svo myndum við taka eitt lag fyrir hann, órafmagnaða útgáfu. Það er það sem okkur finnst um Elton John.“ Daníel: „Já, og Your Song með Elton John kemur mér til að gráta. Lagið Happy, Happy Talk hefur þveröfug áhrif.“ Krummi: „Tilhugsunin um að missa þá sem ég elska gerir það sama við mig. Og Broth- ers in Arms með Dire Straits.“ Daníel: „En auðmenn Íslands eru nauðsyn- legir. Ég sé ekki afhverju manni ætti að vera í nöp við einhvern sem hefur grætt pening. Maður óskar þess bara að þeim líði vel í hjartanu með aurana sína og geri eitt- hvað sniðugt og skemmtilegt við peningana sem frúin í Hamborg gaf þeim en eyði þeim ekki í vitleysu.“ Fyrst auðmenn trufla ykkur ekki, hvað segið þið þá um verðlagið. Nú er Reykjavík sjö- unda dýrasta borg í heimi. Eruð þið neyt- endur og angrar dýrtíðin ykkur? Daníel: „Ég kaupi yfirleitt í matinn hér úti í Krambúð á Skólavörðustíg. Það er margfalt dýrara en í Bónus þannig að ég er ekki mjög meðvitaður um verðlagið. Ég er hins vegar mjög meðvitaður um það hvað mér finnst gott að búa hérna, þetta er öruggt samfé- lag.“ Krummi: „Ég reyni alltaf að versla þar sem er ódýrast. Nauðsynjar eru allt of dýrar. Bara brauð, mjólk og ostur. Ég furða mig stundum á því hvað ostur er dýr. Pínulítið stykki á þúsundkall! Virðisaukinn var nú reyndar að lækka og vonandi skilar það sé til neytenda. Ég finn smá mun á strimlinum í Krónunni allavega. Verst að það talar eng- inn ensku þar.“ Daníel: „Ha, þykistu vera útlendingur í Krónunni? Kemurðu kannski með sólgler- augu og hatt, tekur upp oststykki og æpir upp yfir þig af hneykslan? (Daníel sýnir leikræn tilþrif og leikur Krumma sem yfir sig hneykslaðan útlending í Krónunni veif- andi oststykki): Two thousand kroners! Ri- diculous!“ Eruð þið ekkert hræddir um að enda sem ellismellir? Spilandi á Players eða Kringlu- kránni? Daníel: „Eina fyrirmyndin sem ég hef í þeim efnum er Johnny Cash. Mig langar að enda eins og hann – gerandi frábæra tónlist á síðustu árunum. Plöturnar sem hann var að gera þá eru bestu plötur sem hann hefur nokkru sinni gert. Mig langar að feta í þau fótspor.“ Krummi: „Gamall eða ungur – ef maður er að gera hlutina eftir sinni sannfæringu, af einlægni og er hamingjusamur þá skiptir engu máli hvort maður er á Kringlukránni eða Wembley.“ Krummi, af hverju ertu með svona mörg tattú og af hverju ert þú ekki með nein Dan- íel? Krummi: „Af því að ég hef aldrei átt dagbók og líkaminn minn gegnir því því hlutverki. Hvernig ég var þegar ég fékk mér þetta tattú – hvernig mér leið þegar hitt kom – hvað ég var að gera og af hverju. Ég ber minningarnar á öxlinni, hendinni, andlit- inu.“ Daníel: „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég man aldrei neitt. Ég ætti kannski að byrja á því að fá mér tattú. Krummi man til dæmis alltaf hvenær hann er fæddur.“ Krummi: (Réttir hnefann með ártalinu 1979 þar á framan í blaðamann.) „Þannig að þegar ég fæ taugaáfall mun ég að minnsta kosti muna hvenær ég er fæddur.“ Daníel: „Mér finnst aðallega erfitt að ákveða hvað ég ætti að fá mér og hafa það svo á húðinni án þess að ná því nokkru sinni af. Þú spyrð hvort ég sé þá jarðbundnari en Krummi. Það getur vel verið. Ég get alveg fuðrað upp í galsa og farið á flug.“ Krummi: „... með hrokafullum athugasemd- um.“ Daníel: „Og svo get ég líka staðið fastur á mínu og verið mjög jarðtengdur.“ Ef þið ættuð þá að nota þrjú lýsingarorð til að lýsa hvor öðrum – hver yrðu þau þá? Krummi: „Daníel er klár, gáfaður og góður.“ Daníel: „Hann er heill og sannur. Frábær tónlistarmaður, skemmtilegur vinur og frá- bær einstaklingur. Hvað voru þetta mörg lýsingarorð?“ Krummi: „Er gáfaður og klár ekki hér um bil það sama?“ Daníel: „Gáfur er eitthvað sem þér var gefið og að vera klár er að geta unnið úr því.“ Rokkarinn Magni kom, sá og sigraði á síð- asta ári, mynduð þið einhvern tímann taka þátt í raunveruleikaþætti og hvað finnst ykkur um Magna? Krummi: „Ég myndi aldrei fara í raunveru- leikaþátt, mér finnst það fáránlegt. Að keppa í tónlist finnst mér ekki rétti andinn. Ef mig langar að taka þátt í karaoke þá fer ég niður á Ölver og tek eitt lag þar.“ Daníel: „Ég myndi gera í brækurnar í svona þætti, það er hálfmiskunnarlaust hvernig farið er með þessa krakka. Ég þekki ekki það sem Magni hefur gert. Krummi: Ég þekki manninn ekki neitt og hef ekkert hlustað á það sem hann hefur gert en ég hef heilsað honum.“ Daníel: „Já, af því að þú ert svo vel upp alinn.“ Krummi: „Já, ég meina, ég hef ekkert á móti honum og vona bara að honum gangi vel.“ Er lífsstíll ykkar gamla góða klisjan: Sex, drugs and rock ´n´roll? Krummi: „Nei, ég myndi segja að okkar lífs- stíll væri lots of sex, art and rock ´n´ roll.“ Daníel: „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu. Ég á yndislega konu og hvort ég neyti eiturlyfja kemur engum við en ég er án efa heilshugar í tónlist.“ Vinir að eilífu Nýjustu bestu vinirnir í bænum eru tvö ólíkindatól. Daníel Ágúst Haraldsson og Krummi Björgvinsson eru fæddir í meyjarmerkinu, segjast báðir vera mömmustrákar og Your Song með Elton John yljar þeim um hjartarætur. Þeir mynda nú saman bandið Esja. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við vinina um hvalveiðar, Baugsmálið og fleira til. Ha, þykistu vera útlendingur í Krónunni? Kemurðu kannski með sólgleraugu og hatt, tekur upp oststykki og æpir upp yfir þig af hneykslan?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.