Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 33
Hlúð að sál og líkama í sól og
góðu veðri.
Eftir andlegan og líkamlegan vetr-
ardvala þrá margir Íslendingar
fátt heitar en að upplifa frelsið
sem fylgir hækkandi sól og að
koma líkamanum í betra form.
Sérstaklega kjósa margar konur
að laga línurnar áður en haldið er á
sólarstrendur úti í heimi. Þær snið-
ugustu slá tvær flugur í einu höggi
– skjótast í heitara loftslag og
leggja drög að léttum línum í lok-
uðum hópi kvenna sem allar hafa
eitt og sama markmiðið, að slappa
af og komast í gott form fyrir sum-
arið.
Sigríður Halldóra Matthíasdótt-
ir, eða Sigga Dóra eins og hún er
kölluð, byrjaði á síðasta ári að
skipuleggja sérstakar heilsurækt-
arferðir til Orlando í Flórída, en
hún hefur um árabil þjálfað bæði
einstaklinga og hópa og kennt fólki
aðferðir til að komast í betra
form.
„Reynslan hefur meðal annars
sýnt mér að mataræðið vill svolítið
vefjast fyrir konum þegar þær eru
að koma heilsunni í lag,“ segir
Sigga Dóra .
„Það má segja að ég hafi einfald-
lega látið undan þrýstingi. Kon-
urnar sem ég var að þjálfa voru
hver á fætur annarri byrjaðar að
hvetja mig til að taka sig með í
vikuferð þar sem við gætum verið
óáreittar, þær gætu einbeitt sér að
heilsurækt og mataræði og hvorki
makar né aðrir kæmust að til að
trufla,“ segir Sigga Dóra. „Á nám-
skeiðunum kenni ég konum fyrst
og fremst að borða rétt, stunda
holla hreyfingu og fara vel með
sjálfar sig, en eftir vikuna eru þær
yfirleitt búnar að ná góðum tökum
á þessu öllu.“
Námskeiðin hjá Siggu Dóru
hljóma sérlega skemmtilega því
þau samanstanda af góðum æfing-
um og upplyftingu sem felst meðal
annars í því að fara í verslunar-
miðstöðvar með vinkonum.
„Dæmigerður dagur á heilsu-
viku í Orlando hefst með því að ég
vek alla klukkan átta og þá er ég
búin að útbúa orkudrykk sem þær
hafa með sér í klukkustundarlanga
gönguferð. Við erum á skemmti-
legu vernduðu svæði og því einfalt
mál að fara út í hressandi og góðar
gönguferðir. Eftir það gerum við
æfingar við sundlaugina, en þar
hef ég komið fyrir lóðum, dýnum,
boltum, húlahringjum og öðru sem
er gaman að gera æfingar með.
Að æfingunum loknum fá þær
hollustudrykk, svo er farið í sturtu
og eftir það er hádegismatur þar
sem ég fer í saumana á því hvað er
borðað og hvernig það er matreitt.
Klukkan eitt lýkur prógramminu
og þá getur hver og ein gert það
sem hana langar til. Margar kjósa
vitanlega að skreppa í verslunar-
miðstöð enda af nægu að velja úr
þeim geira í Orlando,“ segir Sigga
Dóra kímin.
vefsíðunni www.siggadora.net.
Heilsurækt í Orlando
Króatía
www.ferd.is