Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 34
Til þess að áferð húðarinnar verði full-
komin og fegurstu hlutar andlitsins fái
að njóta sín er nauðsynlegt að nota réttu
vörurnar og viðhafa gott handbragð.
Flestar konur farða sig á hverjum morgni.
Vissulega mismikið, en langflestar bera eitt-
hvað á andlitið og skella á sig maskara áður en
þær rjúka út í daginn. Fæstar eru þó meðvitað-
ar um það að það er ekki sama hvernig þetta er
gert. Ekki dugar að skella farða í lúkuna og
smyrja svo yfir andlitið með svampi eða fingur-
gómum. Til að fullkomna förðunina er nauðsyn-
legt að skyggja og bera glans á réttu staðina, en
með því er það fegursta við andlitið dregið fram
og ásjóna konunnar nýtur sín betur. Þannig er
hægt að leggja áherslu á bogalínu kinn-
beina, andlitinu má lyfta með því að
setja ljósari lit yfir augabrúnir og svo
þarf að sjá til þess að hálsinn sé létt
skyggður líka.
Margar konur eiga það til að vera of
uppteknar af því að fá lit á húðina,
hvort sem er náttúrulega sólbrúnku
eða gervibrúnku.
Vissulega er fallegt að hafa frísk-
legan lit á húðinni, en að vera mjög
brúnn er ekki það sem gyðjurnar á
Hollywood-tindinum eða fyrirsætur
leggja upp úr, enda flýtir það veru-
lega fyrir öldrun og seinni tíma
vandamálum. Meiri áhersla er lögð
á að húðin sé áferðarfögur og slétt,
hafi vissan ljóma og virki sem heil-
brigðust -en til þess er hægt að
beita ýmsum brögðum.
Ljómandi
falleg húð
Mörkinni 6, Símí 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Fermingardagar
10. - 11. mars bjóðum
við ykkur velkomin á
fermingarsýningu
í verslun okkar.
Laugavegi 51 • s: 552 2201
Ávaxtahálsmenin
komin
- á frábæru verði!
Teygjubelti kr. 1.990,-
Skart
Hárskraut
Fermingarhárskraut
Ný sending af
Palestínuklútum
- allir litir á 1.290 kr
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 12, s. 562 2466