Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 37
Lúxusíbúðir fullbúnar með húsgögnum
eru til sölu á Vesturgötunni.
„Frá upphafi hugsuðum við að þetta myndi
afhendast með ostakörfu og rauðvíni, þó svo
að þetta hafi nú talsvert þróast í gegnum
vinnuferlið,“ segir Ýmir Björgvin Arthúrs-
son sem byggði nýjar lúxusíbúðir á Vestur-
götunni sem afhendast fullbúnar með nýjum
innréttingum, heimilistækjum og þvotta-
vél. „Íbúðirnar eru sýndar með húsgögn-
um frá Egg, en hönnuður frá þeim sá um að
innrétta,“ segir Ýmir, en hægt er að kaupa
íbúðirnar með húsgögnum, sé þess óskað og
er það nýtt að slíkt sé í boði á Íslandi. Húsnæðið sem stóð áður á lóðinni var
rifið og nýtt hús byggt. Íbúðirnar eru sex
talsins, tvær í bakhúsi og fjórar í fremra
húsinu. Tvær íbúðir eru tveggja hæða, svo-
kallaðar penthouse-íbúðir.
„Við fengum landslagsarkitektinn Björn
Jóhannsson til að hanna allt umhverfið og í
garðinum er meðal annars upplýst stuðla-
berg,“ segir Ýmir. Hann segir íbúðirnar
hafa verið hannaðar með nútíma lífsstíl í
huga þar sem fólk er upptekið og hefur ekki
mikinn tíma til að leita að innréttingum og
húsgögnum.
Byggingarstjóri og hönnuður er Sæmund-
ur H. Sæmundsson, ásamt Ými. Arkitekt
hússins er Þorgeir Jónsson og Ris ehf.
steypti húsið frá grunni.
Nútímalegar íbúðir í
gamla Vesturbænum
Kaffið frá Te & Kaffi
R
O
YA
L
stundin - bragðið - stemningin