Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 44
Fyrir rúmu ári opnaði danska verslanakeðjan
Söstrene Grene fyrsta útibú sitt á Íslandi og á
sama tíma var það fyrsta útibúið sem opnaði
utan Danmerkur.
Versluninni var
ótrúlega vel
tekið frá fyrsta
degi, enda er úrvalið
skemmtilegt og verð eftir
því.
„Við opnuðum annan desem-
ber árið 2005 og í sama mánuði
afgreiddum við 34.000 manns. Það
kláruðust allar vörurnar okkar á
fyrstu tíu dögunum og ekki dugði
annað til en fluggámasendingar frá Dan-
mörku til að bjarga málunum. Þetta var miklu meira en
við gerðum ráð fyrir,“ segir Kristín Reynisdóttir, annar
eigenda verslunarinnar, en ásamt Jóhönnu Einarsdótt-
ur varð hún svo heppin að fá umboð til að reka verslun
Grene-systra hér á landi. „Það eru um það bil eitt þús-
und hlutir í versluninni að jafnaði, allt frá kakói og
kúlupennum yfir í myndlistarstriga og
olíuliti.
Útgangspunkturinn með versl-
uninni er að hér er öllu raðað upp
eftir litum og þegar ein
vara
klárast er önnur
keypt í staðinn sem
gerir það að verkum að
hér eru nýjar vörur dag- lega. Það
skemmtilega við þetta er að við fáum sendingarnar
beint frá Danmörku og vitum ekki á hverju við eigum
von. Þess vegna eru alltaf jólin hjá okkur og því alltaf
jafn spennandi að opna sendingarnar,“ segir Kristín að
lokum. - mhg
1. Plastskálar á 159 kr. og skeiðarnar kosta
33 kr.
2. Sælgætisskál fyrir nammigrísi sem eru
líka fagurkerar. 1.399 kr.
3.Kínabók undir leyndarmál, ljóð eða
innkaupalista. 95 kr. stykkið.
4. Krúttlegir blómavasar undir sóleyjarnar í
sumar. Litli feiti kostar 187 kr. en langi er á
269 kr.
5. Túrkísblá kubbakerti á 119 kr.
6. Sætar töskur sem henta undir allt frá
snyrtivörum upp í púsl, tréliti og annað
smádót. Kosta á bilinu 359 upp í 798 kr.
5
2
6
4
Grenesystur í
blágrænum skugga
Kakó, kúlupennar, myndlistarvörur og fleiri fjölbreyttar vörur í öllum regnbogans litum.
1
3
Skreytum, hönnum og útfærum næstum hvað sem er fyrir þína
einstöku veislu. Leigjum út tertudiska, brúðarboga, kertastjaka,
hringapúða, vasa, brúðarstyttur og fl.
Líttu við á Smiðjuveginum opið laug.11-17 og sunnud. frá 14-17
litirogfondur.is
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, sími 55 22 500
Vissuð þið að Litir og föndur er með landsins
mesta úrval af brúðkaupsvörum!
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
10. MARS 2007 LAUGARDAGUR