Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 46
heimaerbest
Þeir eru líkast til fáir rithöfundarn-
ir sem hafa komið sér upp jafn
góðri vinnuaðstöðu og Ævar Örn
Jósepsson, sem hefur breitt úr sér í
kjallaranum heima hjá sér. Þar er
allt til alls, eldhús, baðherbergi og
stofa, svo nær er að tala um litla
íbúð heldur en venjulega vinnu-
stofu.
„Þetta er fínasta athvarf,“ segir
Ævar. „Þegar ég fer niður í kjallara
má segja að ég sé farinn að heiman.
Dagsdaglega er ég hérna út af fyrir
mig en stundum læðist ég niður
með gesti til að tala saman og
reykja. Þetta er nefnilega eina her-
bergið í húsinu þar sem reykingar
eru leyfðar, sjáðu til.“
Ævar segist reyndar hafa verið
fljótur að átta sig á ókostunum við
að hafa vinnuaðstöðuna svona þægi-
lega. „Þess vegna hengdi ég þennan
forláta, rauða skiptilykil upp á vegg
til að minna mig á að ég hef verk að
vinna.“ Ævar bendir á 40-50 cm
langan skiptilykil, varla léttari en
kíló, frá Kongsberg í Noregi. „Hann
blasir þarna við á veggnum þegar
ég lít upp úr blöðunum, krimmun-
um eða netinu og hefur oft komið
sér alveg ágætilega.“
Ævar er að eigin sögn mikill
nátthrafn og finnst því best að vinna
á nóttunni, á milli klukkan 10.00 til
4.00. Myrkraverkin verða því til í
kjallaranum á nóttunni. „Hugmynd-
irnar fæðast hins vegar á öllum
tímum sólarhringsins og yfirleitt í
garðinum á sumrin, hvort sem ég er
að róta í moldinni eða sit bara og
stari út í loftið. Þá krota ég hug-
myndirnar niður í minnisbók og svo
endar allt saman í tölvunni. Það er
stór miskilningur að hugmyndirnar
streymi áreynslulaust frá manni,
heldur þarf heldur betur að hafa
fyrir þessu.“ roald@frettabladid.is
Krimmasafn í
kjallaranum
Ævar Örn Jósepsson rithöfundur hefur skiptilykil uppi á
vegg til að halda sér við efnið.
Ævar hefur vinnuaðstöðu í 20 fermetra stórum kjallara, búnum öllum helstu þægindum. Hann segir því auðvelt að gleyma sér við
eitthvað annað en ritstörfin. Rauður skiptilykill uppi á vegg sé þó áminning um hvert markmiðið sé. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Límmiðar geta vel komið í stað veggfóðurs eins og þessar mynd-
ir hér að ofan sýna. Á vefsíðunni www.marmarco.com má fá frá-
bærar hugmyndir fyrir heimilið. Þar er einnig hægt að panta
hluti og fá senda upp á frón.
Límmiðarnir eru af öllum stærðum og gerðum, frá blómum til
ruslafatna. Hér eru birtar tvær skemmtilegar, aðra af skugga-
mynd af fatahengi og hina af skemmtilegri lausn á hversdags-
legu vandamáli.
PÁFUGLAMYNSTUR
Á fimmta og sjötta ára-
tugnum var Keith
Murrey aðalhönnuður
Watts hönnunarfyrir-
tækisins. Í gögnum
Murreys fundust
teikningar af páfugli
og upp úr þeirri
teikningu kemur
hugmyndin að „Crown
Hill“ matarstellinu. www.
wattscontemporaries.com
Lausn fyrir daufa veggi
Hundar, ruslafötur, fatahengi og blóm sem líma má
á veggi og skápa.
10. MARS 2007 LAUGARDAGUR6