Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 48
heimaerbest Kristín Ómarsdóttir rithöfundur gerði sér lítið fyrir og tók vinnu- herbergið í gegn heima hjá sér. Málaði herbergið og bókahillu í hvítu, lagði dökkbláan dúk á skrif- borð og raðaði fallegum munum í kringum gamalt skrifpúlt. Í þess- um ævintýraheimi situr höfundur- inn við skrif alla daga á meðan vofa Marilyn Monroe vakir yfir öllu. „Ætli vinnuherbergið sé ekki eini hluti íbúðarinnar þar sem allt er í röð og reglu um þessar mund- ir,“ segir Kristín. „Annars vil ég taka fram að ég er ofboðslega regluföst manneskja þótt vinirnir haldi öðru fram. Breytingarnar marka þáttaskil, vonandi upphaf að einhverju nýju og skemmti- legu.“ Orð höfundarins öðlast tákn- ræna merkingu þegar setið er við borðið og horft út um gluggann. því þá er engu líkara en maður sé á leið vestur um haf á vit ævintýra. „Þannig er einmitt í pottinn búið,“ játar Kristín. „Enda er ég hálf- gerður sjóari í mér. Eða háseti skulum við segja. Kannski bara líka skipskokkur,“ bætir hún við og hlær. Eins og áður sagði hefur alls kyns skemmtilegum hlutum verið raðað á borðið, meðal annars fal- legu skartgripaskríni. Blaðamaður spyr í gríni hvort sjónræningja- fjársjóðurinn sé nokkuð falinn þar. „Nærri lagi,“ svarar Kristín. „Í því geymi ég sendibréf frá vinkonu minni. Okkur finnst þau nefnilega mun skemmtilegri en e-mail.“ Kristín segist halda mikið upp á hlutina, meðal annars 37 ára rautt veski frá Carnabystreet, lampa frá Spáni sem sambýliskonan Svein- björg á og innrammaðar ljósmynd- ir, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hana „Hérna er fermingar- mynd af mömmu, blaðaúrklippa af Gunnlaugi Scheving og pálmatré sem Sveinbjörg myndaði. Þetta eru hálfgerðir verndargripir.“ Á borðinu liggur síðan bók um leikkonuna Marilyn Monroe, sem Kristín segir veita sér andlegan stuðning. „Ég hef mjög gaman af Marilyn. Mér finnst eins og við séum tengdar einhverjum óútskýr- anlegum böndum,“ segir hún án þess að skýra það nánar. Enda þarfnast það ekki frekari skýringa við. Leikkonan er sjálfsagt fínn ferðafélagi í þeim ævintýraheimi sem höfundurinn hefur skapað sér. roald@frettabladid.is Kristín hefur þessar fallegu myndir sér til halds og trausts við ritstörfin. Vofa Monroe vakir yfir öllu Kristín Ómarsdóttir rithöfundur breytti vinnuherberginu í ævintýraheim. Þegar horft er út um gluggann er engu líkara en maður sé á leið vestur um haf á vit ævintýra. Kristín segir dagsbirtuna sem streymir inn um gluggann á vinnuherberginu einstæða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Verð frá 8.900 kr. Vertu knattspyrnustjóri á eigin heimavelli! pingpong.is Fótboltaspil Suðurlandsbraut 10 Reykjavík Sími 568 3920 & 897 1715 Skólavörðustíg 21 Sími 551 4050 • Reykjavík Fyrir brúðhjónin! Það mýksta og besta á brúðarsængina. Lyocell satín. 100% vistvænt. Snögg og góð þjónusta Gylfaflöt 24-30 112 Reykjavík Sími 5774477 Fax 5774478 Þjónustuaðili 10. MARS 2007 LAUGARDAGUR8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.