Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 52
heimaerbest Ragnheiður dvaldi um fjögurra mánaða skeið á Skals håndarbejdsskole í Danmörku í lok síðasta árs og fékkst þar við fjölbreytt handverk svo sem útsaum, vélsaum, keramik, vefnað, öskjugerð, ullarþæfingu og skartgripagerð. „Mig langaði að gera eitthvað allt annað en það venjulega svo ég sótti um þennan skóla og komst inn. Ekki til að ná mér í prófgráður heldur til að hlaða batteríin. Þarna bjó ég á heimavist, þurfti ekki að elda, kaupa inn eða borga reikninga svo þetta var eiginlega afturhvarf til unglingsáranna þegar maður þurfti ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig,“ segir hún brosandi. Hannyrðir voru Ragnheiði ekki framandi því hún er handavinnukennari að mennt og var við kennslu í fimmtán ár. Samt kynntist hún handbrögðum á Skals sem hún kunni ekki áður. „Öskjugerðin kom skemmti- lega á óvart og ég lærði líka japanska aðferð í kera- miki sem gefur grófa áferð,“ segir hún og heldur áfram að lýsa viðfangsefnunum. „Eina vikuna var unnið úr ull sem var þæfð beint úr reyfinu og fallegir hlutir búnir til undir leiðsögn skemmtilegs kennara. Mér finnst líka gaman að sauma út og er ánægð með að útsaumur skuli aftur vera kominn í tísku því í 20-30 ár þótti hann hallærislegur. Mest gaman þótti mér þó að vefa því það var nánast nýtt fyrir mér og þar græddi ég heilmikið. Svo var umhverfið og andinn í skólanum þannig að ég fylltist krafti og hugmyndum og það kviknaði á týrum sem voru orðnar daufar. En auðvitað tekur alltaf tíma að búa til hluti í höndunum og því komst ég ekki yfir allt sem mig langaði að gera,“ segir Ragnheiður og tekur fram að nemendur hafi ekki keypt mynstur heldur hannað allt frá grunni. Ragnheiður telur ýmislegt að fara forgörðum í handverkskunnáttu íslensku þjóðarinnar. „Við flösk- um á því að leggja ekki næga rækt við þessar iðnir. Því erum við nú að læra af öðrum þjóðum aðferðir sem við höfðum týnt niður,“ bendir hún á og bætir við að lokum: „Það er svo gott að kunna að vinna í hönd- unum og getur verið mjög verðmætt, þó ekki sé nema til tómstundagamans.“ gun@frettabladid.is Kviknaði á gömlum týrum Á heimili Ragnheiðar Torfadóttur, skrifstofumanns og húsfreyju í Mosfellsbæ, eru margir fagrir munir sem hún hefur gert með eigin hendi og beitt ólíkum aðferðum við. Grófa áferðin á keramikinu fæst með því að setja það glóandi heitt ofan í fínt sag, þá verða sprungurnar svartar. Ragnheiður naut þess að setjast á skólabekk í Skals håndarbejdsskole í Danmörku og sækja sér hugmyndir og kraft. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Öskjugerðin kom á óvart.“ Hlýleg og falleg ullarábreiða er eitt af því sem Ragnheiður óf. 10. MARS 2007 LAUGARDAGUR12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.