Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 72

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 72
H enni hefur verið seinkað, breytt og seinkað aftur, en PlayStation 3 leikja- tölvan er loksins að koma. Þann 23. mars hefst sala á tölvunni sem tekur við af vinsælustu sjónvarpsleikja- tölvu í heimi, PlayStation 2. Dagurinn sem evrópskir tölvuleikjaunnendur hafa beðið eftir svo lengi er við það að renna upp. PlayStation 3 var fyrst kynnt almenningi um mitt ár 2005, á tölvuleikjaráðstefnunni E3 í Bandaríkjunum. Upphaflega átti hún að koma út vorið 2006, en útgáfu- deginum var seinkað þar til í nóvember sama ár. Átti hún þá að koma út í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan samtímis. Þegar á hólminn var komið hopaði Sony, framleið- andi tölvunnar, enn á ný og frestaði útgáfunni í Evrópu um fimm mánuði, við óblíðar viðtökur Evrópubúa. Vandræði við fjöldaframleiðslu á Blu-Ray diska- drifunum voru sögð ástæðan fyrir því að aðeins Jap- anar og Bandaríkjamenn fengu að njóta tölvunnar í nóvember 2006, en Evrópa sat á hakanum. PlayStation 3 er mun öflugri en fyrirrennari hennar og státar af mörgum nýjungum. Þar ber einna helst að nefna Blu-Ray drifið sem kemur í stað DVD-drifsins á PS2 tölvunni, en Blu-Ray diskar geta geymt allt að fimm sinnum meiri gögn en DVD-diskarnir. Leikirnir fyrir vélina verða flestir í háskerpu, en það þýðir að upplausnin er mun hærri en í „venjuleg- um“ leikjum. Bíómyndir á Blu-Ray diskum eru einnig í háskerpuupplausn. Til þess að nýta háskerpuna þarf þó sjónvarp sem ræður við að sýna efni í slíkri upp- lausn. Verðið á tölvunni er ein af þeim nýjungum sem hafa vakið litla hrifningu hjá fólki. Í Evrópu mun premium- útgáfa vélarinnar kosta 600 evrur, en ódýrari útgáfan verður ekki gefin út hér til að byrja með. Til samanburðar kostar Xbox 360, einn keppinauta PlayStation 3 í leikjatölvustríðinu, 300-400 evrur eftir útgáfum. Nintendo Wii, þriðji þátttakandinn, kostar 250 evrur. Hér á Íslandi má búast við að vélin kosti milli 60 og 70 þúsund krónur, en verslanir BT, Elko og Max verða allar með leikjatölvuna til sölu. Í premium-útgáfunni er sextíu gígabæta harður diskur, möguleiki fyrir þráðlausa nettengingu og minniskortalesari auk Blu-Ray drifsins sem er í öllum útgáfum. Útgáfa PlayStation 3 í Bandaríkjunum einkenndist fyrst og fremst af gríðarlegri eftirspurn og langt í frá nægu framboði. Þetta ástand hafði það í för með sér að tækifærissinnar sáu sér leik á borði og biðu dögum saman í biðröð eftir tölvunni, og seldu hana um leið á uppboðsvefnum eBay með hundrað prósenta álagi eða svo. Fjölmennar biðraðir þar sem enginn ætlaði sér í rauninni að nota sjálfa tölvuna voru ekki óalgeng sjón á útgáfudeginum. Nokkru eftir útgáfudaginn tók að lægja og ástandið batnaði. Í árslok hafði Sony selt tæpar tvær milljónir eintaka, þar af um 750.000 í Bandaríkjunum. Það skiptir litlu máli hversu öflug leikjatölva er ef leikirnir sjálfir standa ekki undir kröfum. Fimmtán leikir komu út á sama tíma og tölvan í Bandaríkjunum og Japan, en alls verða rúmlega fjörutíu leikir á boð- stólum þegar vélin fer í sölu í Evrópulöndum. Einna vinsælustu leikirnir eru skotleikurinn Resis- tance: Fall of Man, bardagaleikirnir Virtua Fighter 5 og Fight Night Round 3 og bílaleikurinn MotorStorm, sem kom út nú fyrir nokkrum dögum. Leikjaunnendur eru þó eflaust spenntastir fyrir Grand Theft Auto IV, sem kemur út í október, og Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots, sem kemur út einhvern tímann á þessu ári. Fyrir þá sem eiga ekki háskerpusjónvarp eru kost- ir PS3 nokkru færri en hjá hinum. Vissulega er hægt að spila alla leikina án vandkvæða, en þeir eru í mun lægri upplausn og líta alls ekki jafn vel út. Hið sama gildir um Blu-Ray myndir, þær munu í besta falli líta jafnvel út og myndir á DVD-diskum. Tölvan nýtist því eigendum háskerpusjónvarps mun betur en þeim sem ekki eru svo heppnir. Áhugasamir ættu að taka þetta með í reikninginn þegar ákveðið er hvort kaupa á vélina eða ekki. Nýr þátttakandi í leikjatölvustríðinu Arftaki vinsælustu sjónvarpsleikjatölvu í heimi, PlayStation 2, er á leið til landsins. Þann 23. mars munu landsmenn, sem og aðrir Evrópubúar, geta notið nýju tölvunnar sem heitir því frumlega nafni PlayStation 3. Salvar Þór Sigurðarson skoðaði tölvuna sem svo margir hafa beðið spenntir eftir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.