Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 74

Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 74
T ímalaus elegans mætir framtíðarfant- asíu með smáívafi af sixtís kúli – þannig mætti lýsa tískuvik- unni í París með einni setningu. Flíkin sem tröllreið öllum tísku- sýningunum fyrir haust/vetur 2007 í París var efnismikla kápan. Margar þeirra voru bjöllulaga og stuttar eða með víðu herrasniði. Stella McCartney setti tóninn um „lúkk“ næsta vetrar – en það snýst allt um að vera dömuleg en í senn afslöppuð, í aðsniðnum fötum sem eru bæði strákaleg og kvenleg, föt sem eru fyrst og fremst kynþokka- full, litrík og djörf. Hátíska sem er svo dásamlega sniðin að nú- tímakonunni að eftirlíkingar verða örugglega í öllum ódýrari verslanakeðjum í haust. Kjólar voru oft frekar víðir og stuttir, mikið um skokka og frumleg erm- asnið, buxur ýmist níðþröngar eða mjög víðar, og kvöldkjólar ætíð dragsíðir og guðdómlega kvenleg- ir. Tískuspekúlantar féllu í stafi yfir sýningum Stellu McCartney, hönnun Nicolas Ghésquiere fyrir Balenciaga og hönnun nýliðans sænska Paulo Melim Andersson fyrir Chloé. Frönsk klassík mætti töffaraskap í vetrarlínum Hermés og Chanel, og Miuccia Prada vakti lukku með MiuMiu-línunni þar sem áhersla var lögð á silki, satín og frumleg snið. Stikkorð til að hafa í huga fyrir næsta vetur: Víðar kápur, jakkar með hermannasniði, háir hanskar, víðar ermar, skokkar, litaglaðar sokkabuxur og lakkstígvél, hattar, alpahúfur, derhúfur, reiðbuxur, plíseringar. Litir: Bleikt, fjólublátt, vínrautt, eldrautt, svart, grátt og dimm- blátt. C ést chic Nýyfirstaðin tískuvika í höfuðborg Frakklands boðaði stórglæsilegt haust og vetur 2007 – kyn- þokkafullan, litríkan og djarfan fatnað. Anna Margrét Björnsson kynnti sér helstu strauma og stefnur mestu hátískuborgar heims.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.