Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 78
„Þar sem jökulinn ber við loft hætt-
ir landið að vera jarðneskt, en jörð-
in fær hlutdeild í himninum, þar
búa ekki framar neinar sorgir og
þessvegna er gleðin ekki nauðsyn-
leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar
hverri kröfu.“ Halldór Laxness:
Fegurð himinsins (1940). Er hægt
að hugsa sér fegurri byrjun á
skáldsögu? Taka menn eftir því að
þetta er ljóð, þótt það sé prentað
eins og prósi?
Í tilefni af umfjöllun minni um
orðin allsgáður, „edrúmennska“ og
algæði sendir Baldur Jónsson próf-
essor mér eftirfarandi:
„Ég sé í blaði dagsins að þú minn-
ist á nafnorð af lýsingarorðinu alls-
gáður. Það má velta því fyrir sér.
Ég hefi efasemdir um þá orðmynd-
unaraðferð sem þú nefnir, en mætti
ekki nota karlkynsorðið allsgái?
Mér finnst í minningunni að það
hafi verið eftirlætisorð Einars
Ólafs [Sveinssonar]. Ég tengi það
a.m.k. við hann, og víst er að hann
notar það í bókmenntasögu sinni,
bls. 10: „Löngun víkinganna til að
sjá nýtt, lönd og þjóðir, hélzt í hend-
ur við eins konar heiðríkan, næri
því kaldlyndan allsgáa“. Ég hefi
haft gaman af þessu orði Einars
Ólafs, og nota það sjálfur, svo að
mér datt í hug að gauka því að þér.“
Ég þakka Baldri þessa tillögu og
finnst hún afbragð. Hvernig líst
„meðferðaraðilum“ á?
er haft eftir handboltamanni í
Fréttablaðinu 21. janúar. Auðvitað
er ekkert undarlegt þótt íþrótta-
maður mismæli sig. Vænting
merkir eftirvænting, von, þrá.
Menn vænta einhvers, en gera
ekki væntingar, heldur kröfur. Hér
á blaðamaður að vera á verði og
leiðrétta. Það brást. Og það sem
verra er: í fyrirsögn er sagt til
sjálfs míns. Sem táknar að blaða-
maðurinn ruglar saman ég (per-
sónufornafn, ef. mín) og minn
(eignarfornafn, ef. míns: til sonar
míns).
segir í Mbl. í umfjöllun um listsýn-
ingu, og hljómar illa í mínum
eyrum. Betra finnst mér að tala um
fjölda mynda á sýningu.
Hafþór Ragnarsson sendir þessa
þörfu ábendingu:
„Sekúndurnar tifa er setning
sem oft heyrist í sjónvarpi og út-
varpi þegar líður að lokum ýmissa
kappleikja. Hér hefur íþrótta-
fréttamönnum hlaupið kapp í kinn
og þeir slegið saman tveimur fyrir-
bærum. Sekúndur líða. Klukkur
tifa. Ef þú gætir bent á þetta í
Fréttablaðinu væri mörgum
íþróttaáhugamanninum gerður
greiði.“ Þessu er hér með komið á
framfæri. Kannski má bæta því
við, að trúlega heyrist ekkert tif í
nútímaklukkum í íþróttahúsum. En
það er önnur saga.
Auðunn Bragi Sveinsson sendir
þessa fallegu braghendu:
Áður fannst mér tíminn tosast
tregt á vegi.
Nú ég þetta sannast segi:
-Sé ég eftir hverjum degi.
Vilji menn senda mér braghendu
eða góðfúslegar ábendingar: npn@
vortex.is
Í Íran er föstudagur frídagur, eins
og sunnudagur heima. Fimmtu-
dagskvöld eru því partíkvöld hér í
Teheran. Það tók mig smá tíma að
venjast því að hér byrjar vinnu-
vikan á laugadegi sem er eins og
hver annar mánudagur heima.
Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir
í Íran. Dagatalið er allt annað, hér
er árið 1385, og persneska er skrif-
uð og lesin í öfuga átt, frá hægri til
vinstri.
Síðasta fimmtudagskvöld fór ég
með vinkonu minni í partí rétt fyrir
utan Teheran. Þessi vinkona mín er
ein frægasta leikkona Írana og því í
innstu kreðsu lista- og menningar-
geirans. Eftir því sem maður kemst
ofar í þjóðfélagsstigann er fólkið
og viðhorfið vestrænna. Það er al-
gengt að ríka fólkið í Teheran eigi
annað hús rétt fyrir utan borgina.
Þar getur það slappað af, andað að
sér fersku lofti og haldið brjáluð
partí í risahúsum. Þar sem við
brunuðum í mesta sakleysi eftir
hraðbrautinni út úr Teheran komum
við að vegatálmum. Áður en við
vissum af var lögreglan búin að
stoppa okkur og við umkringd her-
mönnum og lögreglu, og umstangið
mjög mikið. Ég vissi ekkert hvað
var að gerast en þar sem ég stóð í
vegarkantinum á háhæluðum skóm
með varalit og bleika slæðu á höfð-
inu, hvíslaði vinkona mín: „Ekki
vera hrædd.“ Þarna stóðum við
tvær í sparifötunum á leiðinni í
partí og vorum skyndilega um-
kringdar hermönnum með vélbyss-
ur. Á augnabliki var lögreglan búin
að umturna bílnum okkar í leit að
einhverju, líklega áfengi eða popp-
tónlist. Ég hafði ekki tíma til að
vera hrædd því mér fannst svo
stórmerkilegt að fylgjast með þess-
um mönnum, sem æddu fram og til
baka með hrópum og köllum sem
ég skildi ekki. Þetta var eins og at-
riði í bíómynd.
Svona er lífið
hérna stundum
súrrealískt. Að
sjálfsögðu fannst
ekkert í bílnum
okkar og við
brunuðum í partí-
ið eins og ekkert
hefði í skorist.
Vinkona mín full-
vissaði mig samt um það að hún
hefði aldrei lent í þessu áður og
sagði svo í gríni að kannski væri
aukið öryggi vegna þess að nú væri
Alþjóðakvennadagurinn.
Aðalfréttir síðustu viku frá Íran
voru konurnar þrjátíu og þrjár sem
voru handteknar fyrir að mótmæla
fyrir utan réttarhöld yfir öðrum
fimm írönskum konum sem berjast
fyrir auknum réttindum kvenna.
Þessar konur eru allar menntaðar
og eru úr efri stigum þjóðfélagsins.
Þar er áherslan á breytingar mest
sem og baráttan fyrir rétti kvenna.
Fátæku, trúuðu og ómenntuðu kon-
urnar hafa ekki bolmagn til að berj-
ast fyrir rétti sínum og sætta sig
við að hylja höfuðið með öllu sem
því fylgir. Þessar handteknu bar-
áttukonur eru aðeins að fara fram á
það að aflétt verði lögum sem geta
dæmt konur til dauða fyrir fram-
hjáhald með steinkasti og að konur
séu metnar til jafns við karlmenn,
en í dag er staðan þannig að fyrir
rétti hefur vitnisburður karlmanns
helmingi meira vægi en vitnisburð-
ur konu. Tvær konur eru til jafns
við einn karlmann. Þetta er ennþá
Íran þó ég gleymi því stundum
þegar ég er með vinkonum mínum
sem eru alveg eins og hvar annars
staðar í heiminum. Ég fæ reyndar
alltaf vægt menningarsjokk í hvert
sinn sem ég labba inn í partí hér.
Íran úti á götu og Íran inni í húsi er
tvennt ólíkt. Í partíum eru konur
mjög glannalega klæddar, stífmál-
aðar og stífgreiddar, eins og dúkk-
ur. Tónlist, dans og matur lýsa
partíum best. Og það í þessari röð.
Þegar fólk mætir er tónlistin alltaf
í botni og allir dansa af miklum
krafti. Það er enginn feiminn á
dansgólfinu og svitinn bogar af
karlmönnunum. Þegar arabískir
tónar heyrast breytast konurnar í
persneskar prinsessur. Mjaðmir
byrja að sveiflast og hendur lykkj-
ast í hringi. Þvílíkar hreyfingar og
þvílík fágun. Þá hætti ég yfirleitt
að brussast á dansgólfinu. Matur-
inn er borinn fram eftir miðnætti
en eftir matinn hægist á dansinum
og fólk getur talað saman áður en
það fer að tínast heim. Svona eru
hlutirnir oft í öfugri röð í Íran.
Lífið hérna er gjörsamlega frá-
brugðið því sem ég hef áður kynnst
og maður verður stöðugt að búa sig
undir það óvænta. Rútína er ekki til
í orðaforða Írana og því er ekkert
sem heitir rútína hér. Enginn dagur
er eins. En það er einmitt það sem
gerir Teheran að stórskemmtilegri
og mjög svo spennandi borg.
hannabjork@gmail.com Fyrri pistla
frá Íran má lesa á www.hanna-
bjork.blogspot.com og á visir.is
Vegatálmar og vestræn viðhorf
Dregið úr réttum svörum n.k.
fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið
Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ
á númerið 1900!
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón.
Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON.
Leystu
kross
gátun
a!
Þú gæ
tir un
nið
james
bond
myndi
na
casino
royal
e á DV
D!