Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 81
Breska tónlistartímaritið NME
valdi þessa plötu eina af 10 bestu
plötum síðasta árs. Persónulega
botna ég ekkert í því. Mig grun-
ar að Pretenders-legi slagarinn
Weekend Without Makeup hafi
átt hlut að máli. Hef það líka á
tilfinningunni að þetta sé eitt af
þessum böndum sem skila sér
ekki eins vel á plasti og á sviði.
Sveitin er mönnuð þrem-
ur stúlkum og tveimur strákum
og leikur breskt ruslrokk með
klingjandi gíturum beint eftir
formúlunni. Einföld gítarstef
ofan á stuðandi takta sem detta
annað slagið inn í diskóbítið.
Þannig hljómar Long Blondes oft
eins og liðsmenn Franz Ferdinand
séu að leika undir hjá Deboruh
Harry, söngkonu Blondie. Sem
yrði eflaust ekkert svo slæmt, en
ég er einhvern veginn alltaf að
bíða eftir því að heyra í breskri
sveit sem minnir mig ekki á ein-
hverja aðra nýlega breska sveit.
Það er ekkert svo langt síðan það
þótti dauðadómur að minna á ein-
hverja aðra sveit, en í dag virð-
ist það vera skilyrði til þess að fá
plötusamning.
Sum lögin eru skemmtilega
sæt, eins og Once and Never
Again. Skemmtilegur blær frá
sjötta áratugnum svífur yfir lag-
inu, sem svo er kristallað með
texta sem virkar eins og mót-
svar 21. aldarinnar við öllum
klisjulegu táningsástartextunum
frá gömlum sveitum á borð við
Shangri-La´s, The Ronettes eða
The Crystals. Boðskapurinn er að
það sé engin ástæða að flýta sér
að komast á fast því það sé betra
að lifa og leika sér fram á tvítugs-
aldurinn. Ekki hefði amma mín
samþykkt þessi rök.
Þessi frumraun Long Blondes
er nokkuð fín en líður töluvert
fyrir skort á frumleika í útsetn-
ingum. Það er ekkert við sjálfa
tónlistina sem er mjög eftir-
minnilegt og í mínum huga fellur
hún algjörlega í fjöldann og verð-
ur eflaust dottin úr minni mínu
eftir helgina. Hér er þó nóg af
neista til þess að geta leyft sér að
vona að næsta plata sveitarinnar
verði betri.
Litla systir hans Franz
Lane Garrison, sem leikur í
spennuþáttunum Prison Break,
hefur verið ákærður fyrir mann-
dráp og fyrir að aka undir áhrifum
áfengis þegar bíll hans lenti í
árekstri á síðasta ári. Sautján ára
piltur lést í slysinu og tvær fimmt-
án ára stúlkur slösuðust.
Garrison, sem er 26 ára, á yfir
höfði sér sex ára og átta mánaða
fangelsi verði hann fundinn sekur.
Hann má ekki aka bíl, drekka
áfengi né fara á bari á meðan hann
bíður eftir réttarhöldunum.
Þættirnir Prison Break fjalla
um fanga á flótta undan réttvís-
inni og því þykir það nokkuð kald-
hæðnislegt að Garrison sé nú
hugsanlega á leiðinni í steininn.
Kærður fyrir
manndráp
Hljómsveitirnar Beastie Boys,
The Killers, Peter Björn og John
og Slayer eru á meðal þeirra sem
hafa bæst við dagskrá Hróars-
kelduhátíðarinnar sem verður
haldin í Danmörku í sumar.
Langt er síðan Beastie Boys
spilaði síðast á Hróarskeldu. Eiga
slagarar á borð við Sabotage, Fight
For Your Right og Intergalactic
eflaust eftir að falla hátíðargest-
um vel í geð. The Killers frá Las
Vegas gaf á síðasta ári út sína aðra
plötu, Sam´s Town og á henni er
m.a. lagið When You Were Young.
Peter, Björn og John gaf út plöt-
una Writers Block á síðasta ári
þar sem hið vinsæla Young Folks
er m.a. að finna. Sveitin heldur
tónleika hér á landi í vor.
Á meðal fleiri þekktra nafna á
Hróarskeldu í ár eru Red Hot Chili
Peppers, Björk og The Who.
Beastie Boys
bætast við
Aðdáendur popparans Michaels
Jackson þurftu að borga tæpar
230 þúsund krónur á mann til að
fá að hitta goðið í Tókýó á dögun-
um. Biðu aðdáendurnir spenntir
eftir því að fá að spjalla við Jack-
son og taka myndir af honum á
sérstökum fjöldafundi sem var
settur upp fyrir þá. Söng hann
hvorki né dansaði fyrir aðdáend-
urna.
„Ég myndi borga tíu sinnum
hærri upphæð hvar og hvenær
sem er,“ sagði Carlo Riley, aðdá-
andi Jacksons. Flaug hann sér-
staklega til Japans frá Bandaríkj-
unum til að hitta popparann sér-
vitra.
Fúlgur fyrir
fundinn