Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 82

Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 82
! Kl. 17.00Kammerkór Reykjavíkur held- ur tónleika í tilefni af fimm ára afmæli sínu í Laugarneskirkju. Kórinn mun flytja rjómann af lögum fyrri ára, einnig hluta af Gloríu í D-Dúr eftir Antonio Vivaldi en verkið mun verða flutt í heild sinni í apríl í sam- vinnu við annan kór og hljóm- sveit. Stjórnandi er Björn Thorarensen en meðleikari er Kári Þormar. Fullt af engu Söngleikurinn Ást eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson verður frumsýndur í Borgarleik- húsinu í kvöld. Í verkinu segir frá Nínu, eldri konu utan af landi, sem kemur í skammtímavistun á elliheimili í höfuðborginni, fyrir tilstuðlan ábyrgðarfulls sonar. Á heimil- inu er fjörugt félagslíf en vistin hefur ekki þau áhrif á Nínu sem sonurinn hefði óskað. Hugmyndin að verkinu er komin frá Gísla Erni sem fékk Víking í lið. Gísli leikstýrir sýn- ingunni en Víkingur leikur í henni soninn umrædda. Víking- ur segir hugmyndina einfalda: að gera söngleik með nýjum dægurlögum, láta eldri hóp leik- ara syngja þau á frummáli, hann gerist á elliheimili og fléttan væri lítil ástarsaga. Tilgangur- inn var síðan að ná saman hópi eldri leikara og sviðslistamanna og fá þá til að flytja verkið. Leikarar eru Kristbjörg Kjeld, Magnús Ólafsson, Theodór Júlí- usson, Hanna María Karlsdóttir, Pétur Einarsson, Skapti Ólafs- son, Ómar Ragnarsson, Charlot- te Böving og Víkingur Kristjáns- son. Hanna, Pétur, Theódór og Charlotta koma úr flokki LR. Ómar hóf sinn feril barn að aldri hjá LR og starfaði lengi sem skemmtikraftur. Sem leikari vann hann um skeið við Þjóðleik- húsið. Magnús hefur leikið hjá ýmsum leikflokkum utan starfa sem skemmtikraftur. Skafti var á sínum tíma mikilvirkur dæg- urlagasöngvari. Kristbjörgu er óþarft að kynna. Auk þeirra kemur fram í sýningunni tíu manna kór. Víkingur segir það hafa gengið vel hjá þeim félög- um að koma verkinu saman, erf- iðast hafi reynst að finna texta og lög til að falla rétt í framgang fléttunnar. Þeir leiti víða fanga, þarna eru lög úr söngbók Bítlanna en líka yngra popp. Tón- list fylgir öllu verkinu og er samin og flutt af Pálma Sigur- hjartarsyni en hann útsetti einn- ig sönglögin sem eru flutt af bandi. Víkingur segir það mikla reynslu fyrir unga leikara að vinna með jafnreyndu fólki og þarna er á ferðinni. Það sé per- sónulega fyrir sig stór áfangi að leika á móti Kristbjörgu svo dæmi sé tekið. Hann segist viss um að eldri leikhúsgestir fagni þessu verki en þeir yngri hafi ekki síður gaman af, forsýning- ar hafi leitt það í ljós. Vesturport er enn á fullu með leikferðir til meginlandsins og verða að leika Woyzeck í Am- sterdam í apríl og framundan er för til Spánar. Þá er undirbún- ingur að hefjast fyrir uppsetn- ingu hópsins á Fást og verður það þriðja sviðsetning hér á landi á verki Goethes. Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljós- inu beint að Rússlandi. Á morg- un verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurn- ar fljúga eftir Mikhail Kalatozov. Myndin var gerð 1957 og hefur verið álitin fyrsta meistaraverk sovéskrar kvikmyndagerðar eftir dauða Stalíns. Myndinni var strax hampað sem byltingarkenndri í Sovétríkjunum, sló í gegn víðs vegar um heim og vann gullpálm- ann í Cannes 1958. Kvikmynd- in tekur persónulegt drama fram yfir pólitískt áróðursbrask Stalín- áranna með áherslu á erfiða ástar- sögu í forgrunni heimsstyrjaldar- innar. Myndin er sýnd með ensku tali. Auk þess sýnir Fjalakötturinn nýlega rússneska mynd, Dauðinn á ferð, Rebel Without a Cause með hjartaknúsaranum James Dean frá 1955 og vísindatryllinn Solaris frá 1972. Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakatt- arins er að finna á heimasíðunni www.filmfest. is Horft austur Miðasala: Gamanleikritið Leikstjóri: Gunnar I. Gunnsteinsson Steinn Ármann Magnússon Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Aðalhlutverk: Næsta Sýning: –eftir Jim Cartwright Sun. 18. mars kl. 20 Einn Carlsberg fylgir miðanum næstu 10 sýningar! Á Nasa, einnig á www.nasa.is og www.midi.is „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR & 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.