Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 82
! Kl. 17.00Kammerkór Reykjavíkur held- ur tónleika í tilefni af fimm ára afmæli sínu í Laugarneskirkju. Kórinn mun flytja rjómann af lögum fyrri ára, einnig hluta af Gloríu í D-Dúr eftir Antonio Vivaldi en verkið mun verða flutt í heild sinni í apríl í sam- vinnu við annan kór og hljóm- sveit. Stjórnandi er Björn Thorarensen en meðleikari er Kári Þormar. Fullt af engu Söngleikurinn Ást eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson verður frumsýndur í Borgarleik- húsinu í kvöld. Í verkinu segir frá Nínu, eldri konu utan af landi, sem kemur í skammtímavistun á elliheimili í höfuðborginni, fyrir tilstuðlan ábyrgðarfulls sonar. Á heimil- inu er fjörugt félagslíf en vistin hefur ekki þau áhrif á Nínu sem sonurinn hefði óskað. Hugmyndin að verkinu er komin frá Gísla Erni sem fékk Víking í lið. Gísli leikstýrir sýn- ingunni en Víkingur leikur í henni soninn umrædda. Víking- ur segir hugmyndina einfalda: að gera söngleik með nýjum dægurlögum, láta eldri hóp leik- ara syngja þau á frummáli, hann gerist á elliheimili og fléttan væri lítil ástarsaga. Tilgangur- inn var síðan að ná saman hópi eldri leikara og sviðslistamanna og fá þá til að flytja verkið. Leikarar eru Kristbjörg Kjeld, Magnús Ólafsson, Theodór Júlí- usson, Hanna María Karlsdóttir, Pétur Einarsson, Skapti Ólafs- son, Ómar Ragnarsson, Charlot- te Böving og Víkingur Kristjáns- son. Hanna, Pétur, Theódór og Charlotta koma úr flokki LR. Ómar hóf sinn feril barn að aldri hjá LR og starfaði lengi sem skemmtikraftur. Sem leikari vann hann um skeið við Þjóðleik- húsið. Magnús hefur leikið hjá ýmsum leikflokkum utan starfa sem skemmtikraftur. Skafti var á sínum tíma mikilvirkur dæg- urlagasöngvari. Kristbjörgu er óþarft að kynna. Auk þeirra kemur fram í sýningunni tíu manna kór. Víkingur segir það hafa gengið vel hjá þeim félög- um að koma verkinu saman, erf- iðast hafi reynst að finna texta og lög til að falla rétt í framgang fléttunnar. Þeir leiti víða fanga, þarna eru lög úr söngbók Bítlanna en líka yngra popp. Tón- list fylgir öllu verkinu og er samin og flutt af Pálma Sigur- hjartarsyni en hann útsetti einn- ig sönglögin sem eru flutt af bandi. Víkingur segir það mikla reynslu fyrir unga leikara að vinna með jafnreyndu fólki og þarna er á ferðinni. Það sé per- sónulega fyrir sig stór áfangi að leika á móti Kristbjörgu svo dæmi sé tekið. Hann segist viss um að eldri leikhúsgestir fagni þessu verki en þeir yngri hafi ekki síður gaman af, forsýning- ar hafi leitt það í ljós. Vesturport er enn á fullu með leikferðir til meginlandsins og verða að leika Woyzeck í Am- sterdam í apríl og framundan er för til Spánar. Þá er undirbún- ingur að hefjast fyrir uppsetn- ingu hópsins á Fást og verður það þriðja sviðsetning hér á landi á verki Goethes. Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljós- inu beint að Rússlandi. Á morg- un verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurn- ar fljúga eftir Mikhail Kalatozov. Myndin var gerð 1957 og hefur verið álitin fyrsta meistaraverk sovéskrar kvikmyndagerðar eftir dauða Stalíns. Myndinni var strax hampað sem byltingarkenndri í Sovétríkjunum, sló í gegn víðs vegar um heim og vann gullpálm- ann í Cannes 1958. Kvikmynd- in tekur persónulegt drama fram yfir pólitískt áróðursbrask Stalín- áranna með áherslu á erfiða ástar- sögu í forgrunni heimsstyrjaldar- innar. Myndin er sýnd með ensku tali. Auk þess sýnir Fjalakötturinn nýlega rússneska mynd, Dauðinn á ferð, Rebel Without a Cause með hjartaknúsaranum James Dean frá 1955 og vísindatryllinn Solaris frá 1972. Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakatt- arins er að finna á heimasíðunni www.filmfest. is Horft austur Miðasala: Gamanleikritið Leikstjóri: Gunnar I. Gunnsteinsson Steinn Ármann Magnússon Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Aðalhlutverk: Næsta Sýning: –eftir Jim Cartwright Sun. 18. mars kl. 20 Einn Carlsberg fylgir miðanum næstu 10 sýningar! Á Nasa, einnig á www.nasa.is og www.midi.is „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR & 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.