Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 84
Þegar ég var að kynna mér „decadent“ lífshlaup drottninganna þriggja fór ég að velta fyrir mér tískufyrirmyndum almennt. Eru örlög þeirra alltaf grimm? Verður lífsstíll þeirra og dekadansinn þeim alltaf um megn? Tískuíkon líkt og Marilyn Monroe, Elvis Presley og Candy Dar- ling létust öll um aldur fram vegna síns misjafna lífsstíls. Líti maður til tískuheimsins sést að þar þrífst einnig margt misjafnt. Þau þversagna- kenndu gildi ríkja oft í fyrirsætuveröldinni að mikilvægast sé að passa upp á holdafarið og vera eilíft hress fyrir framan myndavélina. Eins erfitt og þrúgandi og það hlýtur að vera þá verða þær að vera grennri og grennri en um leið hressari og hressari í einstaklega kröfuhörðu starfi. Kannski ekki furða að ungar fyrirsætur gleymi sjálfum sér stundum í skemmtanalífi og vangaveltum um eigin þyngd ... Einhvers- staðar verður maður að fá viðurkenningu og það þarf alveg sérstaklega sterk bein í þennan kröfuharða bransa. Því hlýtur maður að fagna þeim fréttum sem berast utanúr heimi þess eðlis að ýmis evrópsk tískufyrir- tæki ætli að ráðast gegn ímynduðum, úreltum og allt of lágum þyngdar- stuðli fyrirsætna. Það er merkilegt hvernig tískuímyndin breytist allt- af eftir tímabilum. En einnig heimshlutum og var bilið líklega einna mest og breiðast á áttunda áratugnum. Þá brutust úr austrinu frá Japan tískuhönnuðir með byltingarkenndar og magnaðar hugmyndir. Á tískupöllunum mátti þar sjá „destructive“ hönnun, mód- elin voru oftar en ekki máluð hvít og virt- ust veikbyggð, brothætt og vannærð og tískuhönnun var almennt færð á annað stig. Nú var tískan ekki aðeins flott og glæsi- leg heldur var einnig leikið með dekkri og ljótari hliðar lífsins. Annað var uppi á ten- ingnum í vestrinu. Bandarískir hönnuð- ir á borð við Ralph Lauren, Donnu Karan og Calvin Klein gerðu út á heilbrigt og „fit“ útlit í tískuherferðum sínum. Módel- in voru sólbrún, fersk og í formi. Þetta var áratugur súpermódelanna, Claudia Schif- fer, Linda Evangelista og Cindy Crawford lögðu línuna. Svo kom Kate Moss og rugl- aði öllum ímyndum. En mikilvægast verð- ur alltaf að muna að rækta sjálfan sig og þá getur maður leyft sér að dansa dekadans- inn stöku sinnum. Grýtt eða greið leið tískufyrirmyndanna? Ebay er í uppáhaldi Hið víðfræga og einstaklega grípandi lag Walk on the Wild Side með Lou Reed skipar vafalaust sérstakan sess í hugum margra. Það sem hins vegar kannski ekki allir vita er að textinn í laginu fjallar alls ekki um hin venjulega dag og veg. Í laginu gerir Reed ódauðlegar merkilegar dívur nokkrar, nefnilega dragdrottningar og költ kvikmyndastjörnur sem máluðu New York borg glimmer-rauða á síðari hluta 7. ára- tugarins. Meðal þeirra sem Reed syngur um í laginu sínu er þessi heillandi heilaga þrenning: Holly Woodlawn sem er sú eina þeirra sem lifir enn í dag glamúr-lífi sem leikkona og gaf nýverið út ævisögu, A Low Life In High Heels; Candy Darling sem lést langt um aldur fram úr hvítblæði eftir skrautlegt líf og Jackie Curtis sem var einnig leikritaskáld og leikkona. Í háum hælum, rifnum sokkabuxum, með skólit í hárinu og ódýran farða gáfu þær New York borg hressandi lit og urðu með tímanum goðsagnakenndar tískufyrirmyndir. Þær voru myndefni frægustu ljósmynd- ara þessa tíma, tímarit eins og Vogue gripu lúkk þeirra á lofti og hjá þeim kynntist David Bowie glimmerlúkkinu sem hann nýtti svo í gerð Ziggy Stardust. Þær settu glamúrsenuna í New York og engin sönn áhugamanneskja um glamúr og bóhem- glaum verður svik- in af því að kynna sér nánar þessar dúllur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.