Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 88
Frumburðinum lá á að koma í heiminn Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær þá hefur ÍBV kært formann dómaranefndar HSÍ, Guðmund Erlendsson, til Handknattleikssambandsins vegna framkomu hans í garð Ein- ars Jónssonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, eftir leik HK og ÍBV á mið- vikudag. Einar segir Guðmund hafa kallað sig illum nöfnum og auk þess haft í frammi ógnandi framkomu. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, staðfesti að málið væri komið inn á borð hjá sambandinu. Hann sagði það sér- stakt og í raun án fordæma. Það kemur því í hlut aganefndar HSÍ að kveða upp úr um hvort málið sé kæruhæft, og ef svo er taka það fyrir í kjölfarið. Aganefndin fund- ar næstkomandi þriðjudag. Ekki náðist í Guðmund á fimmtudag en hann svaraði Frétta- blaðinu í hádeginu í gær. „Ég kann- ast ekki við að það sé búið að kæra mig. Þú ert að segja mér fréttir. Ég þekki ekki málið,“ sagði Guð- mundur við blaðamann sem kom af fjöllum enda var honum vel kunnugt að Guðmundur vissi betur. Einar Jónsson staðfesti að Guð- mundur hefði rætt við formann aðalstjórnar ÍBV um málið. „Hann sakar mig um að hafa kallað sig heimskingja og heilalausan. Hann sakar mig einnig um lygar sem er algjört kjaftæði,“ sagði Einar. „Þegar honum var síðan tjáð að við ætluðum að kæra hótaði hann að kæra á móti. Það veit bara eng- inn fyrir hvað. Það er annars verið að reyna að þæfa málið og fá mig til að draga kæruna til baka. Ég er ekki til í það og vil láta reyna á þetta. Menn eiga ekki að komast upp með að haga sér svona.“ Einar Þorvarðarson staðfesti einnig að hafa rætt málið við Guð- mund þannig að hann virðist ekki vera eins grunlaus og hann vill vera láta. „Ég hef ekkert um málið að segja,“ sagði Guðmundur þegar búið var að greina honum frá málsatvikum. „Ég hef hreina sam- visku í málinu og hann [Einar Jónsson] ætti að líta í spegil,“ sagði Guðmundar að lokum. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þessi meinta hegðun Guðmundar kæmi honum ekki á óvart en hann þeir Guð- mundur hafa oft eldað grátt silfur síðustu ár. „Það sem er áberandi í hegðun Guðmundar er sú staðreynd að hann er mjög orðljótur og sýnir mikinn hroka í sinni framkomu. Hann segir mönnum að þegja og halda kjafti. Þessar ögranir hans í starfi eftirlitsmanns eru ekkert nýtilkomnar. Maður fær ótrúleg- ustu tilsvör frá manninum og ef maður vogar sér að kvarta yfir framkomunni þá er svarið alltaf það sama. Hann kallar mann lyg- ara. Það er hans taktík,“ sagði Að- alsteinn sem hefur lent í slíkum at- vikum nokkrum sinnum. „Hann segir hlutina ekki hafa átt sér stað og lýgur upp í opið geðið á mér sem og öðrum.“ Aðalsteinn segir ástandið hvim- leitt enda sé enginn eftirlitsmaður með eftirlitsmanninum. Hann taldi upp mýmörg dæmi um samskipti sín við Guðmund sem virðast ein- kennast af því að ef Aðalsteinn kvartar yfir dómgæslu opinber- lega mæti Guðmundur sem eftir- litsmaður á næstu leikjum liðs hans og geri honum erfitt fyrir. Guðmundur er einnig þekktur fyrir að setja sama dómaraparið á leiki liða þar sem þjálfarar eða forráðamenn hafa kvartað yfir dómgæslu. Kvörtun sé ávísun á sama parið í nokkra leiki í viðbót að sögn Aðalsteins. „Þessi framkoma hans er ekki í lagi. Ég er ánægður með að Einar skuli hafa riðið á vaðið en hann hefur fjöldamörg vitni. Guðmund- ur gerir þetta trekk í trekk og hann kallar menn ávallt lygara þegar eitthvað er hermt upp á hann. Ég stend á því föstum fótum,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn Eyjólfsson segir meinta framkomu formanns dómaranefndar HSÍ, Guðmundar Erlendssonar, við þjálfara ÍBV ekki koma sér á óvart. Hann segir það vera taktík Guðmundar að kalla aðra lygara þegar að honum sé sótt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir málið sérstakt og ekki liggi fyrir hvort það sé kæruhæft. Dregið var í fjórðungsúr- slit Meistaradeildar Evrópu í Aþenu í gær en úrslitaleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginu þar í borg 23. maí. Þrjú ensk lið voru með í drætt- inum og drógust þau ekki hvert gegn öðru. Liverpool mætir PSV, Manchester United leikur gegn Roma og Chelsea við Valencia. Þá mætast einnig AC Milan og Bay- ern München. Þá var einnig dregið hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef mið er tekið af því að öll ensku liðin kom- ast áfram munu Chelsea og Liver- pool mætast í öðrum undanúrslita- leiknum. Manchester United myndi þá mæta annað hvort AC Milan eða Bayern München. Liverpool og PSV voru saman í riðlakeppninni og þar vann fyrr- nefnda liðið á heimavelli, 2-0, en liðin gerðu markalaust jafntefli í Hollandi. Alex Ferguson sagði í gær að hann bæri mikla virðingu fyrir Roma sem vann Lyon í 16-liða úr- slitum. „Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Við höfum aldrei mætt Roma og er þetta það skemmtilega við Evrópukeppnir, að mæta liðum í fyrsta sinn.“ Ensku liðin mætast ekki innbyrðis Uppselt varð á leik Dan- merkur og Svíþjóðar á Parken í Kaupmannahöfn aðeins 24 mín- útum eftir að miðasala hófst í gærmorgun. Er það nýtt met hjá danska knattspyrnusambandinu. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2008 en liðin eru með Íslandi í riðli. Hann fer fram 2. júní nk. Seldist upp á 24 mínútum Þeir Freyr Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson, Daði Lárus- son og Tryggvi Guðmundsson framlengdu allir samninga sína við FH í gær. Þeir tveir fyrst- nefndu til 2009 en Daði og Tryggvi til 2010. Einnig var samið við fjölda ungra leikmanna sem munu væntanlega koma við sögu hjá að- alliði FH næstu árin. Fjórmenningar framlengja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.