Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 94

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 94
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Leonardo DiCaprio lenti á Reykja- víkurflugvelli í skjóli nætur að- faranótt föstudags en hann kom frá New York. Til stendur að taka af honum forsíðumynd fyrir bandaríska glanstímaritið Vanity Fair hér á landi. DiCaprio dreif sig strax á 101 hótel í miðborg Reykjavíkur þar sem leikarinn svaf úr sér ferðaþreytuna. Hróð- ur hótelsins hefur augljóslega borist víða enda krefjast stór- stjörnurnar þess að hafa þar næt- urstað og er skemmst að minnast þess að Jude Law tók fjölskyldu- svítuna á leigu þegar hann var hér fyrir nokkrum vikum. Heim- ildir Fréttablaðsins herma að DiCaprio hafi ekki getað verið minni maður en breski sjarmör- inn og bókað hina glæsilegu svítu fyrir sig og sína en nóttin kostar litlar 70 þúsund krónur. DiCaprio var þó ekki lengi innan borgarmarkanna. Starfs- fólk True North var komið fyrir utan hótelið áður en sól tók að rísa og hélt leikarinn strax aust- ur þar sem ferðinni var heitið í Jökulsárlón. Þar var ekki slegið slöku við. Við tóku stífar tökur hjá ljósmyndaranum Annie Lei- bovitz og var starfsfólk True North vel tækjum búið, allar skipanir fóru fram í gegnum tal- stöðvar og bátar ferjuðu leikar- ann á milli ísjaka á lóninu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, frábað sér að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann um morg- uninn og sagðist ekki geta sagt eitt eða neitt. Heimildir Frétta- blaðsins herma að þrjátíu manns hafi komið að myndatökunni með einum eða öðrum hætti og því ljóst að Vanity Fair bindur mikl- ar vonir við hið ósnortna lands- lag Suðurlands. Sem fyrr er starfsfólk True North þögult sem gröfin um komu stórleikarans. „Ég get ekkert sagt og vil ekkert segja. Er ekki bara hægt að leyfa honum að koma í friði?“ voru svörin sem fengust hjá Helgu Margréti Reykdal, framkvæmda- stjóra True North. Komu DiCaprios hefur verið beðið með nokkuri óþreyju. Upp- haflega stóð til að leikarinn myndi dveljast hér í nokkra daga og var hann væntanlegur á þriðjudag samkvæmt fyrstu fréttum. Ferða- tilhögun leikarans breyttist þó dag frá degi og mikillar spennu tók að gæta meðal aðstandenda True North. Beðið var eftir stað- festingum í vikunni frá fjölmiðla- fulltrúa leikarans enda er það regla í þessum bransa að ekkert er öruggt fyrr en fólkið er lent. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins verður leikarinn ekki lengi á landinu heldur verður far- inn áður en helgin er á enda. Guðbjörg Hildur Kolbeins Íslenski kaupsýslumaðurinn Björg- ólfur Thor Björgólfsson hækkar sig um 101 sæti og kemst í 249. sæti yfir ríkustu menn heims á lista tímarits- ins Forbes. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 3,5 milljarða banda- ríkjadala, eða um 235 milljarða króna. Í fyrra voru eignir Björ- gólfs metnar á 2,2 milljarða dala og þá sat hann í 350. sæti yfir auðugustu menn veraldar. Björgólfur er nú orðinn rík- ari en margir heimsþekkt- ir einstaklingar úr við- skiptalífinu og skemmt- anaiðnaðinum. Þannig er kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg í sæti 287, metinn á þrjá milljarða dala, og fasteignamóg- úllinn og sjónvarpsstjarnan Donald Trump enn neðar, í sæti 314. Í sæti númer 488 eru svo Malcolm Glazer og synir hans sem keyptu Manchester United fyrir háa upphæð fyrir skemmstu. Þeir eru varla hálfdrættingar á við Björgólf. Sjónvarpskon- an Oprah Winfrey er metin á 1,5 milljarða dala í sæti 664 og Björgólfur Guðmundsson kemst í fyrsta sinn á list- ann, situr í sæti 799 metinn á 1,2 milljarða dala. Þótt Björgólf- ur hafi hækk- að talsvert á listanum á hann enn eftir að taka fram úr ófáum stórlöxunum á leið sinni á toppinn. Fyrir ofan Björgólf má finna George Lucas og Bernie Ecclestone (243. sæti), Giorg- io Armani (177), Ralph Lauren (158), Steve Jobs (132), Rubert Murdoch (73), Silvio Berlusconi og fjöl- skyldu (51) og Roman Abramov- ich, eiganda Chelsea (16). Rík- asti maður heims samkvæmt Forbes er sem fyrr Bill Gates. Eignir hans eru metnar á 56 milljarða Bandaríkjadala. Björgólfur ríkari en Trump og Spielberg „Þetta var frábær ferð og ég naut þeirra forréttinda að vera með stórum og skemmtilegum hópi kvenna,“ segir Margrét Sverris- dóttir stjórnmálamaður á heima- síðu sinni um eftirminnilega ferð til London í vikunni. Margrét var þar í hópi hundrað þekktra kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að teljast áhrifakonur í atvinnulífinu. Konurnar voru á vegum Exedra sem er skilgreint sem vettvangur umræðna þessara áhrifakvenna sem koma meðal annars úr við- skiptum, stjórnmálum, mennta- málum, fjölmiðlum og listum. Það var á þriðjudagsmorgun sem lagt var upp í ferðina en ein- hverjar bættust við úti í Lond- on. Í hópnum voru meðal annarra sjónvarpskonurn- ar Eva María Jónsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Sigríður Arnardótt- ir, Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráð- herra, Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrum rektor HR, og arftaki hennar Svafa Grön- feldt. Auk þess var lögfræðingurinn Kristrún Heimisdótt- ir með í för og at- hafnakonurnar Krist- ín Ólafsdóttir og Unnur Sigurðardóttir. Heiðurs- gesturinn var svo sjálf Dorrit Moussaieff for- setafrú. Hópurinn gisti á glæsi- hóteli í London eina nótt og stíf dagskrá var á meðan dvöl- inni stóð. Við komuna var haldið í hádegisverð þar sem framámenn úr íslensku útrásinni héldu fyrir- lestra um starf fyrirtækja sinna á erlendri grundu. Þarna voru full- trúar frá Bakkavör, Glitni, Kaup- þing, Landsbankanum og FL Group, en það var sjálfur forstjór- inn, Hannes Smárason, sem mætti á svæðið. Mjög góður rómur var gerður að máli Hannesar og því hvernig hann kom fyrir, enda tal- aði hann blaðalaust og var mjög alúðlegur. Hafði ein viðstaddra á orði að þarna hefði Hannes breytt áliti um 100 kvenna á sér á svipstundu. Sjálfur lét Hannes þau um- mæli falla í ræð- unni að þegar hann stæði fyrir framan hóp allra þessara kvenna skildi hann vel hvernig konum liði í viðskipta- lífinu. Að vel heppnuðum hádegisverði og umræðum loknum var hópur- inn í heild sinni fluttur í tísku- verslunina Karen Millen. Verslun- inni var sérstaklega lokað fyrir ís- lensku konurnar og allar fengu þær 50 prósenta afslátt. Óhætt er að segja að það hafi mælst ágæt- lega fyrir. Klukkan 17 var móttaka hjá sendiherranum en kvöldverður var svo snæddur í Natural His- tory Museum. Þar var sungið og dansað fram á nótt en meðal skemmtikrafta var Garðar Thór Cortes. Ís- lensku konurnar 100 sneru svo til síns heima seinnipartinn á mið- vikudag. Dorrit heiðursgestur í London Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Gildir ekki í lúxus VIP og ekki á önnur tilboð Gildir til og með 16. mars sem fær þig til að grenja úr hlátri. Rómantísk gamanmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.