Fréttablaðið - 18.03.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 18.03.2007, Síða 2
Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Heildarkostnað- ur vegna starfa sérstaks ríkis- saksóknara í Baugsmálinu, þar með talinn kostnaður við aðstoðarmenn og aðkeypta sérfræðiþjón- ustu, hljóðar upp á 34,5 millj- ónir króna. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn fjögurra þingmanna. Einnig kemur fram að sam- kvæmt áætlun hafi um 20 prósent af starfsemi efnahagsbrotadeild- ar farið í Baugsmálið á tímabilinu ágúst 2002 til ársloka 2006. Þá er þess getið að fram til þessa hefur ríkið verið dæmt til að greiða rúmar 43 milljón- ir króna vegna málskostnaðar ákærðu í málinu. Sérstakur sak- sóknari kostar 34,5 milljónir Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna þingkosn- inganna 12. maí hófst í gær, átta vikum fyrir kosningar. Kosið er í öllum sendiráðum Ís- lands í útlöndum og hjá öðrum fulltrúum ríkisins á erlendri grund. Kjósendum ber að kynna sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sín. Framboðsfrestur rennur út 27. apríl, rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Byrjað að kjósa utan kjörfundar Íslenska ríkið ætlar ekki að áfrýja niður- stöðu héraðsdóms í máli Guðjóns S. Marteinsson- ar dómara gegn íslenska ríkinu. Þetta hefur verið staðfest með bréfi sem sent var öllum dómurum á fimmtudaginn var. Undir bréfið rita Guðmundur H. Guðmundsson og Björn Rögnvaldsson fyrir hönd Árna M. Mathiesen ráðherra. Þar kemur fram að laun verði greidd til dómara samkvæmt niðurstöð- unni um næstu mánaðamót. Hinn 19. desember síðastliðinn komst héraðsdóm- ur að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða Guðjóni rúmar 60 þúsund krónur, auk dráttar- vaxta, frá 1. febrúar til 1. mars í fyrra. Ákvörðun Kjaradóms frá því í desember 2005 um að laun æðstu embættismanna ættu að hækka um átta prósent vöktu hörð viðbrögð meðal almenn- ings í landinu og ákvað ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp í kjölfarið sem fól í sér 2,5 prósenta launa- hækkun í stað átta. Guðjón höfðaði mál á þeim forsendum að hann teldi ekki vera hægt að fella ákvörðun Kjaradóms úr gildi með lagasetningu þar sem það gengi gegn ákvæðum stjórnarskrár um sjálfstæði dómstóla. Niðurstaða dómsins var sú að löggjafinn hafi með lagasetningunni brotið gegn sjálfstæði dómstóla, og þar með tilgreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar, með lagasetningu 20. janúar í fyrra sem felldi jafn- framt úr gildi ákvörðun Kjaradóms um launahækkun til þjóðkjörinna fulltrúa, svo og dómara. Niðurstaða héraðsdóms náði einungis til dómara vegna sérstakr- ar stöðu þeirra samkvæmt stjórnarskránni. Var með niðurstöðunni fallist með öllu á kröfu Guðjóns. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, segir ástæður þess að ríkið áfrýi vera sérstakt eðli málsins. „Um er að ræða afmarkað- an hóp í afmarkaðan tíma þar sem lagaumhverfi hefur breyst með tilkomu Kjararáðs, í stað Kjara- dóms áður, á vormánuðum síðasta árs. Þá er ljóst, frá okkar bæjardyrum séð, að dómur Hæstaréttar myndi hafa minna fordæmisgildi heldur en ella þar sem dómarar væru sérstaklega skipaðir í málinu þar sem dómari á í hlut.“ Ekki náðist í Eggert Óskarsson, formann Dómara- félags Íslands, í gær. Dómarar í héraðsdómi voru Þórður S. Gunnars- son, Ragnhildur Helgadóttir og Róbert Ragnar Spanó, en eðli málsins samkvæmt voru dómarar í málinu sérstaklega skipaðir utan dómsins. Ríkið áfrýjar ekki dómi héraðsdóms Íslenska ríkið hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms í máli Guðjóns S. Marteinssonar dómara gegn íslenska ríkinu. Bréf þess efnis var sent dómurum í vikunni. Dómsmálið snýst aðeins um laun eins dómara, segir Baldur Guðlaugsson. Gunnlaug, öskraði leikstjórinn „kött!“? Stúlka um tvítugt slasaðist al- varlega í árekstri fólksbíls og pall- bíls við gatnamót Suðurlandsveg- ar og Þrengslavegar um hádegis- bil í gær. Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlk- una úr bílnum og var hún flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans. Að sögn læknis á slysadeild brotnaði stúlkan víða, bæði á höndum og fótum, en er ekki í lífshættu. Ökumaður pallbílsins meiddist ekki alvarlega, en bæði voru ein í bílunum. Á þriðja tug lögreglu- og slökkviliðsmanna voru kallaðir út og loka þurfti veg- inum um Þrengslin um stund. Margbrotnaði í alvarlegu slysi Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Hamas og Fatah sóru í gær embættiseið og tóku formlega við völdum í Palestínu. Fyrr um daginn hafði palestínska þingið samþykkt traustsyfirlýs- ingu við stjórnina með yfirgnæf- andi meirihluta, eða 83 atkvæðum gegn þremur. Norðmenn voru í hópi fyrstu þjóða til að viðurkenna nýju stjórn- ina og hyggjast norsk stjórnvöld taka upp full stjórnmálatengsl við Palestínumenn á ný og jafnframt hvetja þá til að hafna ofbeldi og viðurkenna Ísraelsríki. Ísraelsmenn hafa hafnað nýju stjórninni og segjast ekki munu semja við hana. Ísraelar gera þá kröfu til stjórnarinnar að hún við- urkenni tilverurétt Ísraels, hafni allri valdbeitingu og virði þá friðarsamninga sem gerðir hafa verið. Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínu sagði að markmið stjórn- arinnar væri að binda enda á her- nám Ísraelsmanna, þar á meðal í Austur-Jerúsalem. Þá sagði Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heima- stjórnarinnar, að nýja stjórn- in teldi það rétt palestínsku þjóð- arinnar að veita andspyrnu gegn árásum Ísraela. Þingfundurinn var haldinn sam- tímis á Vesturbakkanum og Gaza, en aðeins 86 þingmenn af 132 greiddu atkvæði, þar sem 41 þing- maður er í haldi Ísraela. „Skýringin á þessu er sú að ekki var spurt með sama hætti í bæði skiptin,“ segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra um ósamræmi í svörum við fyrirspurnum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að í nýju svari ráðherra væri ekki getið framlaga sem þó var greint frá í hliðstæðu svari frá síðasta ári. Siv segir styrk upp á hálfa millj- ón króna til Lionsklúbbs Búðar- dals, Reykhóladeildar vegna lóðaframkvæmda við hjúkrun- ar- og dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal hafa staðið út af, sem og tveggja milljóna framlag til Sólvalla, dvalarheimilis á Eyrar- bakka. Styrkirnir voru veittir á grund- velli sérstaks liðar í lögum um sjóðinn en hann tekur til fjárveit- inga til „ann- arra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjón- ustu“. Nú er unnið að nánari skilgreiningu á liðnum. Óperukór- inn í Reykja- vík hlaut hálfa milljón króna í styrk úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra árið 2004. Í Fréttablaðinu í gær sagðist kór- stjórinn ekki hafa vitað að styrk- urinn hefði borist úr sjóðnum og hefði hann vitað það hefði styrk- urinn ekki verið þeginn. Siv segir aðila sem sinnt hafa menningarstarfi á öldrunarstofn- unum hafa hlotið styrki en kann ekki sérstaka skýringu á framlag- inu til Óperukórsins. „Samráðs- nefndin [stjórn Framkvæmda- sjóðsins] lagði þetta til og ráð- herra á þeim tíma greiddi úr sjóðnum. En ég veit ekki hvern- ig það bar að.“ Árlega hefur á milli tíu og tuttugu milljónum verið veitt til verkefna á grundvelli áður- nefnds liðar laganna en það eru 1-2 prósent af heildarframlögum sjóðsins. Undanfarin fimmtán ár hefur rúmur helmingur útgjalda Fram- kvæmdasjóðs aldraðra farið í stofnkostnað, viðhald og aðrar framkvæmdir en tæpur helming- ur til rekstrar hjúkrunarheimila. Því ráðslagi hefur verið breytt og frá og með næsta ári fer ekk- ert í rekstur. „Við það eykst ráð- stöfunarfé til stofnkostnaðar og viðhalds um 230 milljónir á ári,“ segir Siv. Enginn meiddist alvarlega þegar bíl var ekið á ljósastaur á Álftanesvegi síðdegis í gær. Bíll- inn skemmdist þó það mikið að kalla þurfti á kranabifreið til að draga hann á brott. Alls var 21 umferðaróhapp til- kynnt til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu frá morgni og þar til síðdegis í gær. Rekja má flest óhöppin til hálku. Slapp ómeiddur úr árekstri Til stóð að vikublað- ið Króníkan yrði lagt niður og DV tæki yfir skuldir þess. Upp úr viðræðum slitnaði síðdegis í gær, skömmu áður en ganga átti til samninga. Þetta fullyrðir Sig- urjón M. Egilsson, ritstjóri DV. Pétur Gunnarsson sagði fyrst frá þessu á bloggsíðu sinni, hux.blog. is, í gær. „Útgefendur Króníkunnar leit- uðu til DV um það hvort DV vildi taka yfir skuldir Króníkunnar og samninga starfsfólks ef blaðið yrði lagt niður,“ segir Sigurjón. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Króníkunnar, segir rangt að leitað hafi verið til DV að fyrra bragði, rekstur Króníkunn- ar gangi vel og hún muni halda áfram að koma út, en vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Boðin yfirtaka á Króníkunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.