Fréttablaðið - 18.03.2007, Side 4
Útgjöld Jóns Ger-
alds Sullenberger og fyr-
irtækja hans vegna báts-
ins Thee Viking voru að
minnsta kosti jafn há
og greiðslur sem bárust
mánaðarlega frá Baugi.
Þetta kom fram í máli Aldísar Hilm-
arsdóttur lögreglufulltrúa sem bar vitni í
Baugsmálinu á föstudaginn.
Nokkuð hefur verið rætt um það í hvað
peningarnir sem Baugur greiddi Nordica
mánaðarlega í tvö og hálft ár fóru í raun.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, hefur bent á að lögregla hafi
ekki rannsakað nákvæmlega í hvað þeir fjár-
munir sem Nordica, félag Jóns Geralds, eða
New Viking, annað félag á hans vegum, fóru.
PricewaterhouseCoopers hafi hins vegar
rannsakað það fyrir verjendur og peningarn-
ir hafi að miklu leyti farið í dagleg útgjöld
Jóns Geralds.
Jón Gerald hefur hins vegar haldið því
fram að peningarnir hafi allir verið til
greiðslu á kostnaði vegna bátsins, og eru
þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson ákærðir
fyrir að hafa dregið fé úr Baugi til að greiða
hlut í bátnum.
Aldís upplýsti að gerð hafi verið ítarleg út-
tekt á því hver kostnaður Jóns Geralds af
rekstri bátsins hafi verið á hverjum mánuði.
Niðurstaða þeirrar rannsóknar hafi verið að
kostnaðurinn hafi verið að minnsta kosti jafn
hár mánaðarlegum greiðslum sem bárust frá
Baugi.
Til að byrja með voru greiðslurnar 8 þús-
und dollarar, en fljótlega voru þær hækkaðar
upp í 12 þúsund dollara á mánuði, sem jafn-
gilti um 1-1,3 milljónum króna, breytilegu
eftir gengi.
Svipaðar upphæðir í skemmtibátinn
„Ég ákvað fyrir átta
árum að hætta annað hvort eftir
fjögur eða átta ár svo þetta hefur
átt sér langan aðdraganda. Nú
hlakka ég til að gefa mig að öðrum
málum, vera með fjölskyldunni og
sinna ýmsu öðru,“ segir Halldór
Blöndal Sjálfstæðisflokki sem sat
á þingi frá 1979 – í sjö kjörtímabil
– og var varaþingmaður tvö kjör-
tímabil þar á undan.
Hann kvað gærdaginn ekki öðru-
vísi en aðra lokadaga þingsins og
fann hvorki til trega né spennu.
„Ég er fullkomlega ánægður, þetta
hefur gengið upp og niður, stundum
hefur maður verið í stuði og stund-
um átt á brattann að sækja. En á
heildina litið er ég mjög ánægður
og hef náð þeim árangri sem ég gat
vænst.“
Jón Kristjánsson Framsóknar-
flokki er sömuleiðis eldri en tvæ-
vetur í pólitíkinni; sat í 22 ár á þingi
og var varamaður í sex ár.
„Ég er sáttur og lít með mik-
illi ánægju til baka. Ég hef fengið
tækifæri til að upplifa gríðarlegar
breytingar, bæði í störfum þings-
ins og í þjóðfélaginu almennt og er
þakklátur fyrir það.“
Jón segist sjá mest eftir því góða
fólki sem hann hefur starfað með í
þinginu, mestu viðbrigðin verði að
hætta að umgangast það. „Þó við
deilum um margt þá er hér mjög
sérkennilegur andi. Menn gera
greinarmun á persónulegum sam-
skiptum og pólitískum deilum.“
Öfugt við Halldór og Jón ákvað
Guðrún Ögmundsdóttir Samfylk-
ingunni ekki að hætta. Hún tók þátt
í prófkjöri flokks síns en náði ekki
þeim árangri sem hún stefndi að.
„Auðvitað vildi ég vera áfram en
maður vinnur sig bara út úr því.
Það er minnsta mál í heimi,“ segir
Guðrún sem fékk fiðrildi í magann
í gær þegar hún í raun uppgötvaði
að það var hennar síðasti þingdag-
ur. Hún fann þó ekki til eftirsjár.
„Þetta er bara eins og þegar maður
skiptir um vinnu en það er óljóst
hvað bíður,“ segir Guðrún sem sat
tvö kjörtímabil.
Dagný Jónsdóttir Framsóknar-
flokki afréð að sækjast ekki eftir
endurkjöri en hún sat eitt kjör-
tímabil á þingi. Henni fannst and-
rúmsloftið í þinginu í gær skrít-
ið; ekki síst hjá þeim sem eru að
hætta. „Og auðvitað líka hjá þeim
sem vita ekki hvort þeir verða
áfram,“ segir hún og hlær. „En það
er skrítin tilfinning að vera að fara
í atkvæðagreiðslu í síðasta sinn og
svolítill tregi líka,“ segir Dagný og
bætir við að árin fjögur á Alþingi
hafi verið lærdómsrík. Um frekari
afskipti af stjórnmálum einhvern
tíma í framtíðinni kveðst Dagný
fátt geta sagt. „Ég veit ekki hvað
ég ætla að verða þegar ég verð
stór.“
Hlakkar til að vera
með fjölskyldunni
Nokkrir þingmenn sátu sinn síðasta þingfund í gær. Halldór Blöndal segist hafa
náð þeim árangri sem hann gat vænst. Guðrún Ögmundsdóttir segir minnsta mál
í heimi að láta af þingmennsku. Jón Kristjánsson er þakklátur fyrir tækifærið.
BAUGS M Á L I Ð
Tvær skurðað-
gerðir til leiðréttingar á kyni hafa
verið gerðar á Íslandi. Önnur á
konu sem breytt var í karl og hin
á karli sem breytt var í konu.
Þetta kemur fram í svari for-
sætisráðherra við fyrirspurn
Guðrúnar Ögmundsdóttur Sam-
fylkingunni.
Í svarinu kemur fram að til að
geta fengið kyn sitt leiðrétt með
skurðaðgerð þarf fólk meðal ann-
ars að hafa sýnt mjög ákveðin
einkenni þess að hafa lengi liðið
illa í eigin líkama og fundist það
hafa fæðst með rangt kyn.
Tveir fengið
kynleiðréttingu
Danska lög-
reglan viðurkenndi í gær að hafa
notað hættulega sterkt táragas
í baráttu sinni við mótmælend-
ur við Ungdómshúsið á Norður-
brú í Kaupmannahöfn fyrr í mán-
uðinum.
Gasið sem notað var er gert til
að skjóta upp að veggjum eða lok-
uðum dyrum. Það berst síðan í
gegnum allar þær rifur og öll op
og til þeirra sem kunna að vera
fyrir innan. Gasið er margfalt
öflugra en það sem nota á til að
dreifa fólki í óeirðum.
Talsmaður lögreglu baðst af-
sökunar í sjónvarpsviðtali í gær,
sagði notkun gassins hafa verið
mistök sem einungis hentu einu
sinni. Ástæðan fyrir mistökunum
liggur ekki fyrir.
Hættulegu gasi
beitt í óeirðum
Lögreglan leitar nú
manns sem nauðgaði ungri konu
á kvennasalerni í kjallara Hótels
Sögu skömmu eftir miðnætti í
fyrrinótt.
Hinn grunaði er á milli tvítugs
og þrítugs, um 165 sentimetrar
á hæð, krúnurakaður með dökk-
an hársvörð, dökkar augabrúnir
og dökk augu. Hann var klæddur í
grænleitan jakka og bar grænleita
derhúfu. Að sögn lögreglu er talið
að maðurinn sé frá Austur-Evrópu.
Starfsfólk reyndi að halda
manninum á meðan beðið var eftir
lögreglu en hann komst á brott
ásamt öðrum manni og hvarf sjón-
um við Birkimel. Talið er að þriðji
maðurinn hafi verið með þeim
fyrir atburðinn.
Nauðgaði konu
á kvennasalerni
Bókhald I
Sérlega hagnýtt námskeið fyrir þá sem þurfa að ná tökum á
bókhaldinu. Hentar einnig þeim sem vilja styrkja stöðu sína á
vinnumarkaði með góðri undirstöðu, þekkingu og grunnþjálfun í
bókhaldsvinnu. Kennsla byggir að mestu leyti á verklegum
æfingum með raunveruleg fylgiskjöl. Námið er metið til eininga.
Helstu kennslugreinar:
Verslunarreikningur, VSK reglur og skýrslur,
bókhaldsgrunnur og tölvubókhald.
Kennsla hefst 20. mars og lýkur 17. maí.
Morgunnámskeið: Kennt er þriðjudaga, fimmtudaga
og föstudaga kl 8.30 - 12.
Kvöld- og helgarnámskeið: Kennt er þriðjudaga
og fimmtudaga kl 18-21.30 og laugardaga kl 9 - 12.30.
Lengd: 100 kennslustundir. Verð: 94.000,-
Allt kennsluefni innifalið.
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW .TSK . IS
SKOLI@TSK . IS
SÍMI : 544 2210