Fréttablaðið - 18.03.2007, Síða 8
greinar@frettabladid.is
Um daginn flutti ég ásamt félögum mínum í þriðja sinn frumvarp til laga
um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Málið
er róttæk en mikilvæg breyting á sjóðn-
um til að efla félagslegt jöfnunarhlutverk
hans. Og standa vörð um það.
Sú breyting að 30% tekinna námslána
breytist í styrk að námi loknu er gífurleg kjarabót
fyrir ungt barnafólk sem er að byrja að hasla sér
völl í lífinu að námi loknu. En það er ein af breyt-
ingunum sem við leggjum til að gerðar verði.
Við viljum að hluti lána, 30%, breytist í styrk að
loknu námi, afnumin verði krafa um ábyrgðarmenn
og að lánin verði greidd út fyrirfram. Þá þarf að
endurskoða viðmiðunargrunn lánanna reglubundið.
Vitað er um mörg dæmi þess að ungt og efnilegt
fólk hefur orðið að hverfa frá áætlunum um frek-
ara nám vegna þess að það hefur ekki getað fram-
vísað ábyrgðarmönnum sem lánasjóðurinn tekur
gilda. Hver námsmaður á sjálfur að vera ábyrg-
ur fyrir endurgreiðslu síns námsláns og á að undir-
rita skuldabréf þess efnis. Stjórn sjóðsins ákveður
hvaða skilyrðum lántakandi þarf að fullnægja.
Aðrar breytingar eru þær helstar að þegar náms-
maður hefur skilað af sér lokaprófum breyt-
ast 30% af upphæðinni sem hann hefur
tekið að láni í óendurkræfan styrk. Styrkur-
inn yrði hvorki tekjutengdur né skattlagð-
ur. Breytingar þær sem hér eru lagðar til
taka mið af reglum annars staðar á Norður-
löndum.
Nokkur dæmi um fyrirkomulagið í öðrum
löndum eru að í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri
upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar
á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt
nám. Annars staðar á Norðurlöndum eru náms-
styrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki form-
legu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði
fyrir styrkveitingu. Það virkar einnig sem öflugur
hvati að námslokum á tilskildum tíma.
Brýnt er að málið nái fram að ganga og er það
hluti að þeirri menntasókn og því fjárfestingarátaki
á öllum skólastigum sem við jafnaðarmenn vilj-
um ráðast í á næstu misserum. Ný menntasókn á að
vera eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar jafn-
aðarmanna næsta vor og sem hluti af henni leggj-
um við einnig til að námsbækur í framhaldsskólum
verði nemendum að kostnaðarlausu. Ásamt auknu
framboði námsefnis á netinu. Það yrði mikil kjara-
bót fyrir nemendur og foreldra þeirra.
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
30% námslána breytist í styrk
S
télfjaðrir stjórnmálamanna eru vel sperrtar um þess-
ar mundir. Fengitíminn er hafinn og öllum ráðum
beitt við atkvæðaveiðar. Þeir biðla til þjóðarinnar til
að halda stöðu sinni og beita til þess öllum ráðum.
Mikilvægast er að sannfæra kjósendur um að ekki
sé tjaldað til einnar nætur eins og oft vill brenna við. En hvað
vilja kjósendur samtímans?
Ríkisstjórnarflokkarnir töldu sig hafa hitt naglann á höfð-
uðið þegar þeir lögðu til breytingar á stjórnarskrá með því
að setja inn nýtt ákvæði sem kveður á um að náttúruauð-
lindir séu þjóðareign. Hitamál sem brennur á mörgum og
þarf vissulega að takast á við en bar ekki þann árangur sem
skyldi.
Í Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar keppast menn
við að bjarga jörðinni sem stendur ógn af gróðurhúsaáhrif-
um. Allt annað verður smátt í samanburðinum. Fylgisaukn-
ing vinstri grænna og ein öflugustu mótmæli Íslandssögunn-
ar gegn virkjanaáætlunum ríkisstjórnarinnar hljóta að senda
skýr skilaboð um hvað kjósendur samtímans vilja. Þeir eru
hin nýju blómabörn sem kalla á siðferðislega ábyrgð í um-
hverfismálum og ætlast til þess að þeim verði sinnt af alvöru
og hugrekki.
Fylgisaukning vinstri grænna og ein öflugustu mót-
mæli Íslandssögunnar gegn virkjanaáætlunum ríkis-
stjórnarinnar hljóta að senda skýr skilaboð um hvað
kjósendur samtímans vilja.
Kjósendur hafa setið undir óteljandi hátíðarræðum leið-
toganna þar sem þeir hafa talið náttúru Íslands okkar helstu
auðlind. Hún þykir órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar en
spurningin er hvort við getum gert þá kröfu til hennar? Nátt-
úran er ekki mannanna verk. Hún er stórfengleg upp á eigin
spýtur en það er á mannanna ábyrgð að varðveita hana. Ef
okkur tekst að leysa það verk vel úr hendi þá fyrst getum við
verið stolt. Þetta er einfalt verkefni sem auðvelt er að takast
á við. Rétt hugarfar er allt sem þarf.
Af þessum ástæðum höfða grænar fjaðrir Steingríms J. og
félaga sífellt til fleiri kjósenda þótt þær hafi kannski sprott-
ið upp úr aldargömlum kommúnískum grunni, eins og marg-
ir vilja meina. Kannski þessi kommúníski blær blómabarna
fyrri tíma standi í vegi fyrir að stjórnarflokkarnir setji upp
grænar fjaðrir fyrir alvöru? En blómabörn nútímans eru
ekki blómabörn fortíðar. Þau sækjast eftir dýrum lífsstíl með
góðri samvisku, þar sem siðferðislegum leikreglum er fylgt
alla leið en ekki einblínt á lokamarkmiðið. Þeir stjórnmála-
menn sem fá flest atkvæði í þessum kosningum verða eflaust
þeir sem leggja áherslu á umhverfismálin.
Sjálfsmynd þjóðar
DV tók nýverið viðtal við Ingi-björgu Sólrúnu Gísladótt-
ur og birti það á föstudaginn var.
Í viðtalinu kenndi margra grasa
eins og vænta má þegar rætt er
við forystumann eins af stærri
flokkum þjóðarinnar. Fátt nýtt
kom þó fram en vissuleg var ým-
islegt sem vakti athygli. Und-
anfarið hafa skríbentar Sam-
fylkingarinnar farið hamförum
á síðum blaðanna og á blogg-
inu vegna meintra ofsókna gegn
Ingibjörgu Sólrúnu. Hefur mátt
skilja af þeim skrifum að það
flokkist undir skort á almennum
mannasiðum að gagnrýna mál-
flutning og orð Ingibjargar. Orð
eins og einelti eru notuð þannig
að þau hafa glatað merkingu
sinni, spunameistarar hafa orð-
talið Staksteina og Bragi bóksali
er týndur til sem sérstaklega ill-
gjarn ofsóknari Ingibjargar. Það
er ekki í mínum verkahring að
leggja mat á hversu snjallt það
var hjá Samfylkingunni að leggj-
ast í þessi skrif um formann-
inn sinn, um það eiga aðrir að
véla. Mér segir þó svo hugur um,
að hluti þeirra skrifa eigi rætur
sínar í innanflokksdeilum, verið
sé að skammast opinberlega yfir
orðum sem fallið hafa prívat á
milli Samfylkingarmanna sem
ekki eru sáttir við aflabrögðin
þessa dagana.
Í viðtalinu er Ingibjörg spurð
hvort hún komist upp með minna
en aðrir stjórnmálamenn. Svar
Ingibjargar vekur vissulega
nokkra athygli: „Fólk gerir meiri
kröfur til mín, en margra ann-
arra.“ Nú fer auðvitað nokkuð
eftir því við hverja Ingibjörg er
að miða, en það fer ekki hjá því
að manni finnist svarið nokkuð
hrokafullt. Hvernig kemst Ingi-
björg að þeirri niðurstöðu að
fólk geri meiri kröfur til hennar
en annarra? Telur hún að gerðar
séu meiri kröfur til hennar held-
ur en til Geirs Haarde, Jóns Sig-
urðssonar, Þorgerðar Katrínar,
Valgerðar Sverrisdóttur, Stein-
gríms J. Sigfússonar eða Katrín-
ar Jakobsdóttur, svo einhverjir
stjórnmálaleiðtogar séu nefndir.
Hvaðan kemur þessi vissa for-
manns Samfylkingarinnar? Skoð-
anakannanir sem mæla traust al-
mennings á stjórnmálamönnum
benda alla vega ekki til þess að
ástæða sé til að gera því skóna
að Ingibjörg sé á hærri stalli en
gengur og gerist um stjórnmála-
menn almennt.
Ég hef reyndar enga sérstaka
sannfæringu fyrir því að Ingi-
björg Sólrún og frammistaða
hennar sé aðalástæða þess að
Samfylkingin hefur misst svo
mikið fylgi sem raun ber vitni.
Málið er flóknara en svo að allt
verði hengt á einn einstakling eða
á þingflokk Samfylkingarinnar
ef því er að skipta. Tilvistarvandi
Samfylkingarinnar hefur orðið
ljósari samhliða því að vinstri
græn hafa eflst. Samfylkingin
hefur átt erfitt með að skilgreina
sig sem stjórnmálaafl og kjós-
endur finna það. Heilmikil vinna
hefur verið lögð í að koma saman
stefnu í sem flestum málum, en
vandinn er sá að það er enginn
grunnur, engin hugmyndafræði
eða sannfæring sem tengir saman
úrlausnirnar og því verður til ein-
hver allsherjar hrærigrautur sem
er langt frá því að vera trúverð-
ugur.
Greinilegt er að vinstri armin-
um í Samfylkingunni var farið að
leiðast þetta stefnuleysi og þóf.
Gamla Alþýðubandalagsfylgið
virðist hafa klofið sig endanlega
út úr Samfylkingunni og gengið
í flokk Steingríms, Ragnars Arn-
alds, Hjörleifs og félaga. Eftir
sitja kratarnir, sem komust í 22%
fylgi árið 1978 en enduðu í 11%
árið 1995, stuðningsmenn Ingi-
bjargar úr Ráðhúsinu í Reykjavík
ásamt nokkrum núverandi þing-
mönnum Samfylkingarinnar sem
eiga sér sögu úr Alþýðubandalag-
inu. Varla hefði nokkrum manni
dottið það í hug að íslenskir jafn-
aðarmenn myndu sækja leiðtoga
sinn í raðir gamla Kvennalistans
en bjóða ekki Jóni Baldvini heið-
urssæti á lista. Yfir þessu öllu er
einhver klaufadómur og margir
hljóta að velta því fyrir sér hvort
saman fari stjórnmálaskoðanir
krata annars vegar og Ingibjarg-
ar Sólrúnar hins vegar. Jafn-
framt væri áhugavert að heyra
frá Samfylkingunni hvort menn
þar á bæ líti enn svo á að samein-
ing vinstri manna hafi heppnast
undir merkjum þess flokks.
Undir lok viðtals DV við Ingi-
björgu féllu ummæli sem ástæða
er til að gefa sérstakan gaum. Þar
farast formanni Samfylkingarinn-
ar svo orð: „Sú staða sem flokk-
urinn er í núna hefur gefið mér
ákveðið frelsi. Við erum í þeirri
stöðu að þeir eru búnir að ná að
tala okkur niður. Ég hef því engu
að tapa, en allt að vinna. Það er
fullkomið frelsi sem felst í þeirri
stöðu.“ Þessir þeir eru sennilega
Staksteinar og Bragi bóksali. En
frelsishugmyndin er áhugaverð.
Frelsi undan hverju? Hvað var
það sem Samfylkingunni var ekki
frjálst að gera þegar fylgi flokks-
ins var yfir 30% og Össur Skarp-
héðinsson formaður? Hefur Sam-
fylkingin nú öðlast frelsi til að
breyta um stefnu, breyta um
áherslur eða breyta um auglýs-
ingastofu? Hvert var helsið sem
fylginu fylgdi?
Fullkomið frelsi