Fréttablaðið - 18.03.2007, Side 59

Fréttablaðið - 18.03.2007, Side 59
FULLT STARF OG HLUTASTÖRF 10-11 óskar eftir duglegu og jákvæðu starfsfólki í verslanir sínar á höfuðborgarsvæðinu.Við óskum eftir starfsfólki í stöður vaktstjóra og þurfa umsækj- endur að vera 20 ára. Einnig eru lausar stöður almennra starfsmanna og þurfa umsækjendur að vera 18 ára á árinu. Hjá okkur er andinn góður, félagslíf er virkt og taka starfsmenn verslana vel á móti nýliðum. Við bjóðum upp á margskonar vaktir, sem geta hentað með skóla, eða annari vinnu. Um er að ræða dagvaktir, kvöldvaktir og næturvaktir. Umsækjendum er bent á að hægt er að sækja um beint í verslunum okkar eða þá að senda inn umsókn á netinu. Umsóknum er hægt að skila á vefnum www.10-11.is Til sölu einbýlishús að Seljavogi 3, 233 Höfnum, Reykjanesbæ. Húsið er 145 fm. að stærð með 4 góðum svefnherbergj- um. Húsið er nánast sem nýtt, allt tekið í gegn árið 2006, að utan sem innan. Fallegt hús í rólegu umhverfi. Verð 19.5 millj. Möguleiki á 100 % láni. Uppl í síma 698 0518 Seljavogur 3 - 233 Höfnum Reykjanesbæ F ru m KÓPAVOGSBÆR Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2007 – 2008 • Innritun 6 ára barna (fædd 2001) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. mars nk. • Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Vatnsendaskóli Nemendur í 1. – 9. bekk í Hvörfum og Þingum verða í Vatnsendaskóla, en nemendur í 10. bekk úr því skólahverfi innritast í Salaskóla. Hörðuvallaskóli Nemendur í 1. – 7. bekk sem búa í Kórahverfi innritast í Hörðuvallaskóla en nemendur í 8. – 9. bekk innritast í Vatnsendaskóla. Nemendur í 10. bekk innritast í Salaskóla. Haustið 2007 munu skólar hefjast með skólasetningardegi miðvikudaginn 22. ágúst. Foreldrar eru hvattir til að skoða heimasíður skólanna. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknar- frestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast fræðsluskrifstofu á eyðublöðum sem þar fást. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur Framkvæmdastjóri fræðslusviðs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.